Næstu vaxtahækkanir Seðlabankans á árinu

Seðlabankinn getur ekki lækkað vexti það sem eftir er ársins vegna þess að hann er ennþá í vaxtahækkanaferli. Peningamálaaðgerðir þurfa ákveðinn tíma til að virka og eru fremur hægvirkar. Til dæmis má reikna með að full áhrif vaxtahækkunar gærdagsins verði ekki komin fram á hagkerfinu fyrr en eftir amk. 9-12 mánuði og næst síðasta vaxtahækkunin (frá í nóvember) hefur því ekki enn skilað fullum áhrifum enn.

Þetta felur síðan í sér að amk. 9-12 mánuðir þurfa að jafnaði að líða frá síðustu vaxtahækkun til fyrstu vaxtalækkunar (það er út í hött að gefa inn bensín um leið og hemlað er) og því er spurningin bara hvenær og hversu mikið seðlabankinn muni hækka stýrivextina næst. Ég geri sjálfur ráð fyrir að þeir hækki þá um eitt prósentustig í næsta mánuði og verði í amk. 18% um áramót. Hugsanir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svo er lánskjaravísitalan á skjön við allt til að svona stýringar gangi upp hérlendis.

Haraldur Bjarnason, 26.3.2008 kl. 09:56

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég hef ekki enn skilið, hvernig í ósköpunum það getur verið hægt, að hafa stjórn á peningamálum þjóðar, þegar það skiptir ekki nokkru máli fyrir skuldara HVENÆR hann tekur lánið sitt, hvort það er gert á hávaxtatímum eða þegar lítið er að gerast í þjóðfélaginu og vextir og væntingar lágir.

Hér er það nú svo, að vextir til almennings eru oftar en ekki breytilegir, ákvæði sem bankarir og Sparisjóðirninr SAMMÆLAST UM, AÐ LÁTA SEM FLESTA SKRIFA UNDIR.  Nú síðast ,,endurskoðunarákvæði"á húsnæðislánin.

Svo þetta kerfi, sem nefnt er Verðtrygging.  Núna horfum við uppá, að lágu gengi Krónunnar verður haldið fram yfir reikningsdag vaxtabóta, það er fram fyrir helgi.  Þá verður búið að reikna upp ALLA HÖFUÐSTÓLA ALLRA VERÐTRYGGÐRA LÁNASAMNINGA sem í gildi eru, sama hvort er um að ræða tíuára eða tuttugu ára gamlar skuldbindingar. Hvernig í dauðanum gátu þeir sem tóku lánin sín fyrir áratug eða svo, vitað um útrásargutta sem væru að gera áhlaup á gengið??

Til að svona nokkuð virki, verður að skipta máli hvenær lán er tekið og hvenig er raðað fyrir þeim verkefnums em fyrir hverjum manni liggur á æviskeiði hans.

Miðbæjaríhaldið

ÞAkkar áhugaverð og á köflum skemmtileg skoðanaskipti, bæði hér og forðum á öðrum vetvangi.

Bjarni Kjartansson, 26.3.2008 kl. 11:13

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er samkvæmt pólitískri og meðvitaðri stefnu. Verðtryggingin datt ekki bara af sjálfu sér á vettvang, pólitíkusar komu henni á og þeir hafa viðhaldið henni. Sama er um 90-100% íbúðalánin að segja. Og að sjálfsögðu einkavæðingu bankanna. Þetta er bara spurning um pólitískan vilja. Menn ljúga þetta allt saman einhvern veginn á, þræla því svo áfram hvort sem það virkar eða ekki og bera svo ekki ábyrgð á einu eða neinu.

Baldur Fjölnisson, 26.3.2008 kl. 13:48

4 identicon

Ég fæ ekki séð að það sé heil brú í þessu bulli.

Hækka vexti og það er hörku kreppa framundan. Samkvæmt teoríunni þá á að fara að lækka vexti núna. Það er vísvitandi verið að rústa efnahag þjóðarinnar.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:09

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ingólfur Bender hjá Glitni segir DV í dag að vaxtahækkunin sé góð fyrir almenning því hún lækki verðbólguna, hahaha.

Baldur Fjölnisson, 26.3.2008 kl. 18:48

6 identicon

Til að spá eitthvað fyrir um hvað þeir gera næst þarna hjá Seðló, þá þarf maður fyrst að átta sig á því hvaða meinloku þeir eru haldnir, og þá er hægt að spá hvað þeir telja rétt. Þú er löngu búinn að átta þig á meinloku ruglinu hjá þeim, þess vegna veistu hvað kemur næst. Ég aftur á móti býst við að næsti leikur verði af skynsemi, nokkuð sem hefur verið í litlum skömmtum þarna niðri á Seðló. Þess vegna hef ég yfirleitt rangt fyrir mér varðandi næsta leik hjá þeim.

Meðal annarra orða Baldur, ertu ekkert hræddur við þessi download í gegn um aðra notendur? Eða er þetta frá youtube sem síðan er beitt í mp3 skrá. Er ekki hætta á að þetta sé með vírusum eða njósnadóti einhverju? Ég er ferlega vitlaus í þessu. Hefði ekkert á móti því að krækja mér í eitt og annað sem maður átti á vínil hér áður, með td. ELP, Zappa, Bowie o.s.frv.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 19:48

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þú ert bara með góða vírusvörn á tölvunni og þá á þetta að vera í lagi. Ég er alltaf sídánlódandi og verð aldrei var við neitt.

Ég er sjálfur löngu búinn að hlusta yfir mig af músík en var reyndar að enda við að ná í torrent með gæða skallapoppi fyrir vinnufélaga minn sem var að kaupa mp3 spilara. Þetta eru 50 lög, samtals hálft gígabæt, þannig að hljómgæðin eru býsna góð:

o ACDC - Highway to hell.mp3 8 Mb

         o Animals - House of the Rising Sun.mp3 10 Mb

         o Beach Boys - I Get Around.mp3 5 Mb

         o Bob Dylan - Blowing in the Wind.mp3 6 Mb

         o Bohemian Rhapsody - Queen.mp3 14 Mb

         o Bruce Springsteen - Born In The Usa.mp3 11 Mb

         o Canned Heat - On The Road Again.mp3 12 Mb

         o Cat Stevens - Wild World.mp3 8 Mb

         o Chuck Berry - Johnny B. Goode.mp3 6 Mb

         o David Bowie - Heroes.mp3 8 Mb

         o Deep Purple - Smoke On The Water.mp3 13 Mb

         o Depeche Mode - Enjoy The Silence.mp3 10 Mb

         o Dire Straits - Sultans of Swing.mp3 13 Mb

         o Eagles - Hotel California (Live Acoustic).mp3 16 Mb

         o Elvis Presley - Jailhouse Rock.mp3 6 Mb

         o Eric Clapton - Layla.mp3 16 Mb

         o Europe - The Final Countdown.mp3 12 Mb

         o Guns And Roses - Knocking on heavens doors.mp3 13 Mb

         o INXS - Need You Tonight.mp3 7 Mb

         o Iggy Pop - The Passenger.mp3 11 Mb

         o Jimi Hendrix - Hey Joe.mp3 8 Mb

         o John Lennon - Imagine.mp3 7 Mb

         o Kinks - You Really Got Me.mp3 5 Mb

         o Led Zeppelin - Stairway To Heaven.mp3 18 Mb

         o Lou Reed - Walk On The Wild Side.mp3 9 Mb

         o Lynyrd skynyrd - Sweet home Alabama.mp3 11 Mb

         o Mamas And The Papas - California Dreaming.mp3 6 Mb

         o Metallica - Nothing Else Matters.mp3 15 Mb

         o Nirvana - Smells Like Teen Spirit.mp3 11 Mb

         o Oasis - Wonderwall.mp3 10 Mb

         o Offspring - Come Out And Play.mp3 8 Mb

         o Pink Floyd - Another Brick in the Wall.mp3 13 Mb

         o Pixies - Where Is My Mind.mp3 9 Mb

         o Radiohead - Karma Police.mp3 10 Mb

         o Rage Against The Machine - Killing in the name.mp3 12 Mb

         o Red hot chili peppers - Under the bridge.mp3 10 Mb

         o Rem - Losing My Religion.mp3 10 Mb

         o Rolling Stones - Satisfaction.mp3 9 Mb

         o Run Dmc & Aerosmith - Walk This Way.mp3 12 Mb

         o Sex Pistols - God Save The Queen.mp3 8 Mb

         o Simon and Garfunkel - Mrs. Robinson.mp3 9 Mb

         o Steppenwolf - Born To Be Wild.mp3 8 Mb

         o The Beatles - Let It Be.mp3 9 Mb

         o The Clash - Should I Stay Or Go.mp3 7 Mb

         o The Cure - Boys Don't Cry.mp3 6 Mb

         o The Doors - Light My Fire.mp3 16 Mb

         o The Police - Roxanne.mp3 7 Mb

         o The White Stripes - Seven Nation Army.mp3 9 Mb

         o The Who - My Generation.mp3 8 Mb

         o U2 - Sunday Bloody Sunday.mp3 11 Mb

Baldur Fjölnisson, 26.3.2008 kl. 20:04

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er toppstöff á 320 kbit/sek. Sjálfur nota ég helst FLAC það litla sem ég hlusta orðið á músík en 320 í mp3 er farið að nálgast CD hljómgæði.

Baldur Fjölnisson, 26.3.2008 kl. 20:42

9 identicon

Ég er með inni á tölvunni 3200 lög, 17,4 gígabæt, + slatta inni á annari tölvu. Þetta hef ég verið að rippa af CD diskum. Hef ekki kunnað neitt að dánlóta þetta. Það vantar alltaf aðeins í safnið.

Maður sækir semsagt forritið og keyrir það upp. Forritið sækir síðan fælinn á youtube og breytir í mp3 skrá?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 20:49

10 identicon

Hvað er þetta torrent?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 21:00

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nei, nei þú notar þetta google powersearch sem ég linkaði á og það þefar upp hvar aðrir geyma músíkina sína í tölvunni hjá sér og svo er bara að ryksuga það  sem not eru  í .

Þegar þú rippar af diskum þarftu að huga að hljómgæðunum (bitrate). Windows Media Player er yfirleitt hendi næst í þetta og dugar alveg. Þú ferð í tools/options/rip music og þá hefurðu ýmsa góða möguleika td. mp3 á allt að 320 í bitrate ofl. Vandamálið með þetta dósahljóðs mp3 sem öllu tröllríður er að bassann vantar að mestu og það er vegna þess að þetta er þjappað niður úr öllu valdi til að spara geymslupláss.  En það er ekki nein þörf á slíku lengur, hvert terabæt kostar orðið smáaura.

Baldur Fjölnisson, 26.3.2008 kl. 21:13

12 identicon

Takk fyrir þetta. Ég prufa þetta fljótlega.

Þetta er farið að hafa áhrif sem þú hefur verið að benda á með Halldór Blöndal. Nú er Egill Helga í annað sinn að blogga um málið. Færslan er alveg eins og þú varst með, bara listi yfir bankaráð Seðlabanka. Hann hlýtur að hafa dottið inn á bloggið hjá þér og séð þetta. Ég held ég geti óskað þér til hamingju með það að fella Halldór Blöndal úr bankaráði, hann verður örugglega ekki setur þarna aftur inn næsta haust. Menn sjá að þetta er algjör skandall. Þetta veikir líka Davíð sjálfan.

Haf þú þökk fyrir.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 21:32

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Er ekki unglingur innan seilingar? Ef svo er þá eru yfirgnæfandi líkur á að hann geti sett þig inn í torrentana eða 100% líkur á að einhver kunningi hans geti það.

Hraðinn í nútímanum er gífurlegur og sívaxandi og tækniþróun og upplýsingamiðlun vex expónentíalt. Það eru heilir heimar innan internetsins sem flestir hafa ekki hugmynd um. Flestir kunna raunar ekki að nota leitarvélar að neinu raunverulegu gagni.   

Þessi hrikalega hraða þróun rekst síðan á löngu útrunnar risaeðlur sem risaeðluflokkseigendafélög, fótósjopp og auglýsingaruslpóstur (sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar) ljúga einhvern veginn til að stjórna hlutum og ferli sem þessar risaeðlur hafa enga möguleika á að skilja. Varst þú Sveinn ekki með tilllögu um að færa kosningaaldurinn niður í 12 ár? Eða var það 15? Hvað um það, ég vil sjá tvítuga þingmenn og mér finnst óeðlilegt í hæsta lagi að nota stjórnkerfi landsins og seðlabankann þar með talinn sem elli- og geðvistunarúrræði fyrir löngu útrunnar risaeðlur sem enginn heilvita maður tekur mark á. Með kveðju, Baldur F.

Baldur Fjölnisson, 26.3.2008 kl. 21:38

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hahaha, ég spurði síðast í dag eina últrakorrekt og ofurformlega miðaldra konu um þetta, hvort hún vissi hver væri formaður bankaráð seðlabankans. Nú er það ekki Davíð, sagði hún. Nei, hann er formaður bankastjórnarinnar, svaraði ég. Bankastjórn bankaráð, hvaða fíflagangur er þetta eiginlega sagði hún, eru flokkarnir að raða gæðingum í mörgum lögum í þennan seðlabanka á hann ekki að vera sjálfstæður? Þegar hún síðan gafst upp og ég sagði henni að Halldór Blöndal væri æðsti stjórnandi þessarrar skrípastofnunar þá missti hún sig í sirka 1-2 sekúndur. Það þarf jú alveg últramikið til að koma últrakorrekt miðaldra konum úr jafnvægi.

Baldur Fjölnisson, 26.3.2008 kl. 21:53

15 identicon

Skaðinn sem þessir andskotar valda er alveg tvöfaldur.

Launin sem þeir skammta sér, fyrir oft nánast enga vinnu, eru alveg upp úr öllu valdi og af þessum völdum eru vanhæfir menn í jafnvel mikilvægum störfum. Þetta sést einstaklega vel í tilfelli Seðlabankans.

En í raun er þjóðfélagið allt löðrandi í þessum hroða.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:44

16 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Égt verð enn einu sinni að skora á keyptan auglýsingaruslpóst (sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar) að herða upp hugann og fá Halldór Blöndal, æðsta mann seðlabankans, í viðtal, hahhahahaha.

Baldur Fjölnisson, 26.3.2008 kl. 23:09

17 identicon

Sko strákar mínir í þessum umræðum hjá ykkur má kannski sjá ástæðu ruglsins í seðlabanka, þeir spá og spekúlera en missa sig svo yfir í mp3,vírusa og torrent-tal heheh ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 08:12

18 identicon

Já, líklega missa þeir sig yfir í lax og flugu-tal, menn verða að slaka á frá þessu rugli. Mér skilst á manni sem vinnur niðri á Seðló að hádegismaturinn hjá toppunum byrji kl. 11 og sé til kl 14.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband