Dollar í frjálsu falli, gull nálgast $1000

Frétt af mbl.is

  Bandaríkjadalur lækkar eftir ummæli Bernanke

Viðskipti | AP | 27.2.2008 | 15:27
Slóvenska evran Bandaríkjadalur lækkaði enn frekar gagnvart evru nú síðdegis eftir að Ben Bernanke, Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, greindi frá því á fundi með þingmannanefnd í Washington að útlitið væri ekki gott fyrir bandarískt efnahagslíf næstu vikur og mánuði.
Lesa meira
-----------------------------------------------
Dollarinn hefur ekki verið lægri í 30-40 ár amk. og á eftir að falla mikið enn enda bandar. efnahagskerfið gjörsamlega fallít fyrir lifandis löngu - sem ekki síst skýrir örvæntingarfull terror hollywoodsjó og botnlausar stríðslygar síðustu árin. Þetta er skrípaleikur af verstu gerð. Málið snýst í raun frekar um undirmálsfjármálakerfi en undirmálslán.

mbl.is Bandaríkjadalur lækkar eftir ummæli Bernanke
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þetta er bara byrjunin á hnigun vitlausa vestursins.

Brynjar Jóhannsson, 27.2.2008 kl. 16:24

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það hefur verið í hnignun amk. síðustu 20-30 árin.

Baldur Fjölnisson, 27.2.2008 kl. 16:35

3 identicon

Get ekki að því gert að hafa meiri áhyggjur af Íslenska hagkerfinu en því ameríska.

Það sem helst róar hugann þessa dagana er vissan um að vaxtaþrælar Íslenska lýðveldisins eru í góðum höndum geðhagfræðinganna á Seðló.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 16:46

4 identicon

Verð ekki hissa á að verstu spár Dana eigi eftir að rætast:

Hefur enga trú á íslenkum efnahag

"Haldið ykkkur fjarri Íslandi, eru heilræði næststærsta banka Danmerkur, Nordea. Sérfræðingur bankans segir engan hafa trú á íslenskum efnahag."

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 17:05

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bíddu bara þangað til einhver ruslpósturinn neyðist loks til að fá formann bankaráðs Seðlabankans, Halldór Blöndal, í viðtal. Þá munum við fyrst sjá paník og fjárflótta.

Baldur Fjölnisson, 27.2.2008 kl. 17:30

6 identicon

Ætli hann kunni önnur tungumál en Norðlensku?

Efast um að hann kunni á tölvu.

Efast um að hann kunni að reikna vexti.

Hverjum datt í hug að setja slíkan "hag"yrðing sem æðsta mann?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 19:20

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þingmönnum á Alþingi Íslendinga datt þetta snjallræði í hug og framkvæmdu það.

Baldur Fjölnisson, 27.2.2008 kl. 19:45

8 Smámynd: Sandra María Sigurðardóttir

Kosningin á Saatchi er liðin sem kom á MBl .is og nú hef ég sett annað verk inní næstu keppni. Það eru tugþúsundir að keppast í hverjum slagi og það er bara að halda áfram. Takk fyrir tilraunina. Áfram Ísland..Kaupa - henda..Kaupa - henda..

Sandra María Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 20:08

9 identicon

Þjóðin á þá ekkert betra skilið en þetta.

En hvað segirðu um ríkisstjórn dauðans? Það er ekki nokkur von til þess að liðið á þeim bænum geri nokkuð annað en halda áfram í afneitun. Þeir vakna ekki fyrr en þjóðin steypist fram af hengifluginu. En þetta er of seint hvort sem er. Taka hefði þurft harkalega í taumana fyrir 2-3 árum síðan.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 20:20

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sandra, ég fór þarna inn um daginn og reyndi að gefa þér stjörnur en þá kom einhvers konar höfnun og var sagt að atkvæðagreiðslan byrjaði ekki fyrr en 10/3.

Baldur Fjölnisson, 27.2.2008 kl. 20:39

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sveinn, ætli þeir séu ekki fórnarlömb eigin heilaþvottar. Bestu bílasalarnir trúa jú eigin spinni.

Annars brá víst svo við að tveir þingmenn föttuðu allt í einu það sem við höfum verið að ræða hérna mánuðum saman, að seðlabankinn er vanmáttugur dvergur sem er án fullnægjandi gjaldeyrisforða. Að sjálfsögðu þurfa skattgreiðendur að skaffa hann en þar sem um hundruði milljarða er að ræða eru sem sagt bæði ríkissjóður og seðlabanki tæknilega fallít. Það er stóri fíllinn í dagstofunni sem þeir þora ekki að ræða - ennþá.

Baldur Fjölnisson, 27.2.2008 kl. 20:54

12 Smámynd: Gísli Hjálmar

Helvítis dollarinn er að verða verri en krónan okkar, og þá er mikið sagt.

Gísli Hjálmar , 27.2.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 116015

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband