30.9.2010 | 20:47
Þokkalegt gengi á Ólympíuskákmótinu
Íslendingar eru núna í 50sta sæti af 149 þáttakendum á Ólimpíumótinu eftir níu umferðir af ellefu. Þetta er nokkuð viðunandi árangur miðað við styrkleika sveitarinnar, en samt eru stórmeistararnir tveir að skila nokkru meira en búast mætti við af þeim en hinir eru töluvert undir máli.
Hannes Hlífar GM hefur teflt allar 9 skákirnar og er taplaus, 3 unnar og 6 jafntefli, hann er að tefla upp á sirka 2650 stig, mjög sólíd eins og venjulega.
Héðinn GM er með 8 skákir og líka mjög traustur og taplaus, 2 unnar og 6 jafntefli, hann teflir upp á sirka 2600 stig.
Hinir þrír hafa ekki verið að skora nógu vel og ná varla að tefla upp á 2350 stig tveir og einn nær ekki 2300.
Í kvennaflokki er landinn í 57. sæti sem er líka allt í lagi miðað við styrkleika. En aftur eru það fyrstu tvö sætin sem í raun halda þessu uppi og vantar þéttleika í liðið rétt eins og í karlaflokki.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2010 | 23:19
Noam Chomsky í Háskólabíói
Reyndar bara á tjaldinu þar og þetta er bara hljóðupptaka en dugar alveg endu ertu litlu nær að horfa á smettið á einhverjum kalli sem er að halda ávarp. En upptökuna má sækja hingað:
http://hotfile.com/dl/72654522/b2483aa/Chomsky_Reykjavik_Iceland_09_28_2010.mp3.html
Mp3, tæplega 40 mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2010 | 22:41
Bjöggi bloggar, 5.sept. 2008, þremur vikum áður en hann þjóðnýtti leifarnar af Glitni
"Þegar KB banki opnaði útibú í Lúxemborg fyrir nokkrum árum óraði líklega engan fyrir því hve vel íslensku fjármálafyrirtækjunum ætti eftir að ganga við að hasla sér völl á erlendri grundu. Ævintýralega vel er kannski rétta orðið yfir það.
Kjarkur, þor og góð þekking íslensku útrásarmannanna skilaði meiri árangri hraðar við fjárfestingar erlendis en hægt var að sjá fyrir og víkingurinn hefur vakið athygli á alþjóðavísu. Ekki síst þegar lagt er saman við aðra útrás Íslendinga erlendis í verslun, iðnaði og þjónustu ýmiskonar.
Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingarævintýri Íslendinga erlendis niður. Þannig eru nú hlutirnir einu sinni og því er það mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinni vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flaggskipa atvinnulífsins okkar ríkulega til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum efnahagskerfis okkar til lengri tíma.
Í árslok 2006 má ætla að hlutdeild fjármálafyrirtækja hafi numið um 10% af landsframleiðslu og verðmæti útflutnings þekkingar og þjónustu um 60 milljörðum. Í fyrra komu 52% af tekjum viðskiptabankanna erlendis frá og þótt erlendar tekjur vátryggingafélaga séu enn ekki svipur hjá sjón miðað við viðskiptabankanna stefnir þróunin þar í sömu átt. Þessar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að útrás fjármálageirans hefur orðið afgerandi þýðingu í okkar efnahagslífi.
Íslensku bankarnir hafa sums staðar sætt nokkurri gagnrýni undanfarið erlendis. Sérstaklega fyrir að vera ekki nógu burðugir og um of háðir skammtímafjármögnun. Um forsendur gagnrýninnar sem skapaðist vorið 2006 hefur verið fjallað um rækilega, meðal annars af Fredirik Mishkin og Tryggva Þór Herbertssyni. Niðurstaðan er sú að gagnrýnin var að verulegu leiti tilhæfulaus. Hinsvegar var ljóst að bankarnir þyrftu að fjármagna sig betur og til lengri tíma og að koma þyrfti betur á framfæri upplýsingum um rekstur þeirra."
Björgvin G. Sigurðsson, opinber siðvillingur og raðlygari, sem einhverjum samsiðvillingum hans datt í hug að gera að ráðherra, steypir á blogginu sínu 5. sept. 2008.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2010 | 20:45
Það líður að kosningum og því rétt að rifja upp kjörkassakúkarann
Myndbandið af þessum fræga gjörningi má sækja hingað:
http://hotfile.com/dl/72643245/b15d646/kjrkassasktarinn.mp4.html
Ekki er praktískt í þessum tilgangi að skíta í kjörklefanum, betra er að hafa með sér smávegis af kúk í kjörklefann í plastpoka (má þess vegna vera hundaskítur) og smyrja svo smá af því á kjörseðilinn og lítur þá allt eins út fyrir að skeint hafi verið á honum. Sem gjörningurinn gekk jú út á. Gangi ykkur vel og í guðs friði og amen og kúmen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2010 | 21:31
Við erum feit, á þunglyndislyfjum, með klamidíu og skemmdar tennur
Íslenska þjóðin er sú hamingjusamasta í heimi. Feit, á þunglyndislyfjum, með klamidíu og skemmdar tennur. Þetta sýna niðurstöður nýlegra kannana.
Íslenskir karlar eru þeir sterkustu í heimi, konurnar þær fegurstu og spilling eitthvað sem enginn kannast við. Þessi mynd virðist eitthvað hafa breyst síðustu ár.
Til dæmis bárust okkur þær fregnir í vikunni, í nýrri skýrslu OECD, að sextíu prósent Íslendinga eru yfir kjörþyngd. Tuttugu prósent eru offitusjúklingar. Það þýðir að Íslendingar eru í sjöunda sæti af 33 feitustu þjóðum heims. Frændur okkar á Norðurlöndum eru langt undir meðatali.
Ef við höldum okkur í norræna samanburðinum þá eru íslensk börn og ungmenni að meðaltali með tvöfalt fleiri skemmdar tennur en samanburðarhópar í Svíþjóð og staðan er verri hér en á hinum Norðurlöndunum. Meðal Jóninn eða Gunnan innbyrðir um kíló af sykri í hverri einustu viku.
Finnar, Danir, Svíar og Norðmenn eru eftirbátar okkar á fleiri sviðum. Tíðni klamidíu er til dæmis hærri meðal Íslendinga en þekkist meðal frændþjóðanna.
Svo eru það heimsmetin.
Matvælaverð á Íslandi er það hæsta í heimi og fjöldi sortuæxla meðal íslenskra kvenna slær allt annað út sem sést hefur á heimsvísu.
Íslendingar slá líka öll met í notkun á þunglyndislyfjum og má velta því fyrir sér hvort tenging sé á milli þeirrar notkunar og því að Íslendingar eru jákvæðasta þjóð í heimi samkvæmt mælingum OECD.
Þá má geta þess að ævilíkur á Íslandi eru um það bil tveimur árum meiri en í öðrum OECD ríkjum.
http://visir.is/vid-erum-feit,-a-thunglyndislyfjum,-med-klamidiu-og-skemmdar-tennur/article/2010257412850Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2010 | 21:00
Atvinnuleysisgeymslur ríkisins bólgna gríðarlega út í kreppunni
Gríðarleg fjölgun á opinberum starfsmönnum í kreppu
Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um þrjú þúsund og fimm hundruð frá hruni meðan um tuttugu þúsund störf hafa tapast á einkamarkaði segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann telur stjórnvöld ekki sníða sér stakk eftir vexti. Atvinnuleysi verði ekki leyst með því að ráða fleiri til hins opinbera.
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að þróunin á vinnumarkaði frá hruni hafi verið ólík hjá hinu opinbera og í einkageiranum.
Það hafa tapast um 20 þúsund störf á einkamarkaði en opinberum starfsmönnum fjölgað um 3 þúsund á sama tíma," segir Orri um stöðu mála.
Orri segir að opinberir starfsmenn hafi verið um 51,300 talsins fyrir tveimur árum en séu nú um 55.000. Þessar tölur séu byggðar á vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar.
Til að snúa þessari þróun við verði að losa um hömlur þannig að hægt sé að skapa atvinnu á hinum almenna markaði.
Það verður að sníða sér stakk eftir vexti. Aðalatriðið er að búa til nýja atvinnu ekki að ráða sem flesta til hins opinbera," segir Orri sem bætir við að margar framkvæmdir sem hafa verið í pípunum hafa ekki komist á laggirnar. Bendir í því samhengi á álver í Helguvík og gagnaver.
http://visir.is/gridarleg-fjolgun-a-opinberum-starfsmonnum-i-kreppu/article/2010231913240
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2010 | 22:36
Hóruræðið á Íslandi
Mér finnst þessi nýi þjóðsöngur af Facebook lýsa afar vel því sem ég hef sl. ár verið að gagnrýna varðandi hóruræði fjórskipta einflokksins.
Ísland er stjórnlaust, því enginn því stjórnar,
Ísland er fleki af dýrustu gerð.
Ísland er landið sem Flokkurinn fórnar,
Ísland á reki í sjónum þú sérð.
Ísland í forsetans orðanna skrúð,
Ísland sem bankana auðmönnum gaf,
Ísland sem sonanna afrekum trúði,
Ísland er land sem á verðinum svaf.
Íslensk er þjóðin sem allt fyrir greiðir,
Íslensk er krónan sem fellur hvern dag,
Íslensk er höndin sem afvegaleiðir,
Íslensk er trúin: "það kemst allt í lag".
Íslensk er bjartsýna alheimskuvissanum,
Íslenskan sigur í sérhverri þraut,
Íslensk er góðæris átveisluhryssan,
sem íslenskan lepur nú kreppunnar graut.
Ísland er landið sem öllu vill gleyma,
sem Ísland á annarra hlut hefur gert.
Íslenska þjóð, þér var ætlað að geyma,
hið íslenska nafn sem þú hefur nú svert.
Íslandi stýra nú altómir sjóðir,
Ísland nú gengur við betlandi staf.
Ísland sækir nú alls konar þjóðir,
Ísland er sokkið í skuldanna haf.
Höfundur ókunnur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Björgvin Gunnarsson
- Brynjar Jóhannsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Eygló Þóra Harðardóttir
- FreedomFries
- Fríða Eyland
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gullvagninn
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Hjálmar
- Hagbarður
- Halla Rut
- Haraldur Haraldsson
- Hilmar Kári Hallbjörnsson
- Hlekkur
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ragnarsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Tómasson
- Kári Magnússon
- Loopman
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Promotor Fidei
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sandra María Sigurðardóttir
- SeeingRed
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- el-Toro
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Tryggvi Hjaltason
- TómasHa
- Túrilla
- Upprétti Apinn
- gudni.is
- haraldurhar
- proletariat
- Ívar Pálsson
- Ómar Ragnarsson
- Ónefnd
- Óskar
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórir Kjartansson
- Arnar Guðmundsson
- Bara Steini
- Birgir R.
- Birgir Rúnar Sæmundsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dingli
- eysi
- Gestur Kristmundsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- kreppukallinn
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Neo
- Orgar
- Ragnar L Benediktsson
- Rauði Oktober
- Skákfélagið Goðinn
- Sveinn Þór Hrafnsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þór Ludwig Stiefel TORA