11.4.2008 | 17:24
Visir.is afgreiðir seðlabankann mjög svo snyrtilega. Fyrst er það hnitmiðað skrokkhögg og síðan er farið í glerkjálkann
Seðlabankinn: Harmagedón 2010
Þegar rýnt er í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans kennir ýmissa grasa. Samkvæmt þessari ársfjórðungslegu opinberunarbók bankans má nánast draga þá ályktun að Ísland verði sviðin jörð árið 2010.
Í Opinberunarbók Jóhannesar (16:1 - 17) segir frá því er englarnir sjö helltu úr hinum sjö skálum reiði guðs yfir jörðina. Vísir birtir hér úttekt sína á hinum sjö skálum Seðlabanka Íslands.
Og hinn fyrsti fór og hellti úr sinni skál á jörðina. Og vond og illkynjuð kaun komu á mennina. Þrjátíu prósenta lækkun íbúðaverðs árið 2010.
Og hinn annar hellti úr sinni skál í hafið, og það varð að blóði eins og blóð úr dauðum manni. Halli hins opinbera verður um 8% af landsframleiðslu árið 2010.
Og hinn þriðji hellti úr sinni skál í fljótin og uppsprettur vatnanna og það varð að blóði. Verðbólga á þriðja ársfjórðungi 2008 verður tæp 11%.
Og hinn fjórði hellti úr sinni skál yfir sólina. Og sólinni var gefið vald til að brenna mennina í eldi. Samdráttur vergrar landsframleiðslu verður 2,5% á næsta ári og 1,5% árið 2010.
Og hinn fimmti hellti úr sinni skál yfir hásæti dýrsins. Og ríki þess myrkvaðist, og menn bitu í tungur sínar af kvöl. Einkaneysla verður 13% minni en í fyrra árið 2010.
Og hinn sjötti hellti úr sinni skál yfir fljótið mikla, Efrat. Og vatnið í því þornaði upp. Atvinnuleysi verður rúm 4% árið 2010.
Og hinn sjöundi hellti úr sinni skál yfir loftið og raust mikil kom út úr musterinu, frá hásætinu og sagði: Það er fram komið." Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, 2,5%, næst á þriðja fjórðungi ársins 2010.
Opinberunarbókinni lýkur á þessum orðum: Ég votta fyrir hverjum þeim manni, sem heyrir spádómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók."
Hvernig lýkur Peningamálum?
---------------------------------
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Björgvin Gunnarsson
- Brynjar Jóhannsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Eygló Þóra Harðardóttir
- FreedomFries
- Fríða Eyland
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gullvagninn
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Hjálmar
- Hagbarður
- Halla Rut
- Haraldur Haraldsson
- Hilmar Kári Hallbjörnsson
- Hlekkur
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ragnarsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Tómasson
- Kári Magnússon
- Loopman
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Promotor Fidei
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sandra María Sigurðardóttir
- SeeingRed
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- el-Toro
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Tryggvi Hjaltason
- TómasHa
- Túrilla
- Upprétti Apinn
- gudni.is
- haraldurhar
- proletariat
- Ívar Pálsson
- Ómar Ragnarsson
- Ónefnd
- Óskar
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórir Kjartansson
- Arnar Guðmundsson
- Bara Steini
- Birgir R.
- Birgir Rúnar Sæmundsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dingli
- eysi
- Gestur Kristmundsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- kreppukallinn
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Neo
- Orgar
- Ragnar L Benediktsson
- Rauði Oktober
- Skákfélagið Goðinn
- Sveinn Þór Hrafnsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Heill og sæll; Baldur !
Afdrifaríkt yrði; gengju þessar hörmungar yfir, sem þú lýsir, svo glögglega. Það er svo sem; að koma á daginn, hversu frjálshyggjan hefir leikið íslenzkt mannlíf, og sér ekki fyrir endann á, Baldur minn.
Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 23:44
Nei, ég er með böggum hildar yfir að hafa ekki sjálfur haft vit á að koma þessu saman; það var einhver glöggur náungi á visir.is. Annars hef ég orðið var við að það leynist ótrúlega mikið í ungu fólki ef reynt er að tala við það af viti og sprettur þá ýmislegt gott fram.
Baldur Fjölnisson, 12.4.2008 kl. 00:09
bwwwahahahahah
var ekki búin að lesa þetta, en þetta er snilld......
gfs (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 00:30
Ég er ekki alveg að sjá hvað er svona slæmt við þetta?
Það er alheimskreppa og stór hluti jarðarbúa fer að hafa áhyggjur af því að hafa ekki efni á mat eða aðgang að vatni.
Hvað með það þó einkaneysla verður 13% minni en í fyrra árið 2010. Þýðir það að við þurfum að keyra 13%minna? Fara 13% minna út til útlanda? Krakkar 13% minna meikaðir?
Sé ekki annað en auðlindir jarðar, umhverfið og heilsa okkar muni græða á þessu.
Kannski að einhverjir fari að meta lífið meira?
Aðalatriðið er að fólk hafi ráð á að koma sér þak yfir höfuðið þar sem maður staðgreiðir það ekki beint og 30% lækkun mun kannski gera það mögulegt fyrir fleiri og 4% atvinnuleysi er ekki neitt.
Símon Karl Einarsson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 12:50
Við erum með hagkerfi þar sem skuldapappíraframleiðsla er langmikilvægasta starfsemi. Það er langt síðan við hættum að geta keppt við óþrjótandi vinnuafl Asíu hvað framleiðsluvarðning varðar. Við flytjum inn verðhjöðnun og offramleiðslugetu annarra til að reyna að dylja verðbólguna sem skuldapappíraframleiðslan óhjákvæmilega veldur. Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri, við fljótum með með öðrum vestrænum löndum hvað þetta varðar. Hér hefur verið bullandi óðaverðbólga en hún hefur verið í verðbréfum og húseignum á kostnað hins - en síðustu misseri hefur þetta verið að snúast við. Fjármagnið hefur verið að snúa frá ofurútbólgnum bréfum og steypum í aðra hluti og þá sérstaklega hráefni. Vandamálið er yfirlager af peningum (skuldum). Peningar leita ávallt ávöxtunar. Vegna oflagers þeirra verða ávöxtunarleiðirnar sífellt örvæntingarfyllri. Að lokum er öllum og hundinum þeirra líka lánað fyrir öllum, mögulegum og ómögulegum hlutum. Afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar. Allar bólur springa á endanum.
Þetta er nú svo elementarí að jafnvel seðlabankinn virðist loksins átta sig á því. Þeir eru með stýrivexti í hæstu hæðum í verðbólgubylgju sem ég lýsti að ofan. Þú vilt ekki vera með stýrivexti í toppi þegar verðbólga skellur á þér. Og alveg sérstaklega viltu ekki vera með veruleikafirrta rugludalla í peningamála- og efnahagsmálastjórn sem koma af fjöllum þegar þetta skellur á. Það er nefnilega þannig að hlutirnir þróast á ákveðnu tímabili og þá gildir að hafa fólk við stjórn sem er fært um greiningu og getur rætt um hlutina áður en þeir skella á ekki bara reynt að drepa umræðuna og þykjast síðan koma af fjöllum.
Efnahagskerfi sem byggist fyrst og fremst á skuldapappíraframleiðslu byggist líka á "fullri atvinnu". Það segir sig sjálft. Þess vegna höfum við séð kommúnista við stjórn hér hrófla upp sífellt tryllingslegra forsjárhyggjuapparati og atvinnuleysisgeymslum. Þeim sem hafa gefist upp á skuldabasli og lágum launum hefur verið skipulega mokað á örorkubætur. Þannig hefur atvinnuleysið verið falið. Síðan er þriðjungur þjóðarinnar í einhvers konar námi eða starfandi við það og guð veit hvað það merkir enda allt kallað háskóli nú á dögum þó það teljist í raun vart á háskólastigi. Þetta er allt meira og minna á krít og ekkert að marka opinberar hagtölur og sífellt fleiri skilja það og vaxandi örvæntingu og spinn kerfisins sem hefur skapað þetta ber að skoða í því ljósi. Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 20.4.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.