Seðlabankastjóri handtekinn vegna spillingar

Vísir, 11. apr. 2008 09:11

Seðlabankastjóri Indónesíu handtekinn vegna spillingar

mynd

Seðlabankastjóri Indónesíu hefur verið handtekinn sakaður um spillingu í störfum sínum.

Bankastjórinn Abdullah að nafni er m.a. sakaður um fjársvik þar sem 11 milljónir dollara voru yfirfærðir með ólöglegum hætti inn á bankareikninga ýmsissa þingmanna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem seðlabanki landsins er í rannsókn vegna fjármálamisferlis, slíkt hefur gerst nokkrum sinnum á undanförnum áratug.

-----------------------------------------------------------------

Nei, ekki var það nú hér heima. Spillingin hérna er miklu lúmskari. Til dæmis er nánast útilokað að reka seðlabankastjóra hér því pólitíkusar sem nota stöðuna sem vistunarúrræði þegar þeir hafa bullað sig út úr pólitík setja lög (eða láta einhverja gúmmístimpla á álþingi setja þau) um seðlabankann sem gera nánast útilokað að losna við þá úr stöðu sem þeir skipa sjálfa sig í. Ef þér finnst þetta helst minna á einhvers konar mafíu með guðfeður osfrv. þá er það svo sem rökrétt; það er mikið um siðvillinga í mafíunni og Davíð hefur sína hugmyndafræði og það sem henni fylgir frá kolgeggjuðu hyski sem einskis svífst. Hann hefur meira að segja opinberlega montað sig af sérstöku vinfengi við það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mér skilst að Eiríkur Guðnason hafi verið seðlabankastjóri síðan 1969 og Ingimundur Friðriksson síðan 1973. Sá þriðji hefur síðan verið hver uppgjafapólitíkusinn af öðrum eins og við höfum séð. Þetta er augljóslega sjálfseyðandi kerfi.

Baldur Fjölnisson, 12.4.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 115971

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband