Markaðurinn er að hrista af sér einhverja leiðinda óværu. Þetta er bara eins og hver önnur hundahreinsun.

Markaðurinn er núna að testa sig við level sem var ríkjandi sumarið 2006, þetta 5200-5600 ef ég man rétt. Sjáum hvað setur.

Ef eitthvað mjög stórt fer á hausinn lesið þið fyrst um það í ruslpóstinum (sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar) daginn fyrir gjaldþrotið.


mbl.is Mikil verðlækkun á hlutabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er loftbóluhagkerfið að springa? Ég bara spyr.

Ef allt stendur og fellur með því hvernig einhverjum bröskurum gengur í útlöndum, þá er þetta heldur tæpt allt saman.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ríkissjóður Íslands er vita gjaldþrota og það er vegna þess að seðlabankinn er máttlaus skrípastofnun sem er með gjaldeyrisforða upp á eitthvað tíunda hluta skammtímaskulda þjóðarbúsins og það eftir að skattgreiðendur tóku 90 milljarða lán fyrir rúmu ári til að koma því hlutfalli upp úr svo til núlli. Seðlabankinn þyrfti helst að vera með amk. 1000 milljarða bæði til að verja krónuna og líka til að hindra að banki eða bankar með vafasama froðu sem kallast eigið fé, gufi upp. En ríkissjóður sem er með eitthvað 400 milljarða í árstekjur getur að sjálfsögðu ekki slegið slíkar fjárhæðir. Hann er því í raun gjaldþrota.

Þetta þýðir að svok. stjórnendur landsins, málamyndafígúrur í stjórnarráðinu og dagvistun Dabba í seðlabankanum, hafa ekki minnstu getu til að verja gjaldmiðilinn þegar téðar skammtímaskuldir verða innkallaðar. Landið er með öðrum orðum í raun í eigu útlendinga, því hefur verið stolið í rólegheitunum á síðustu árum og það flutt út. So to speak.

Skiljanlega les maður síðan þetta - loksins:

10.01.2008 11:10

Skuldatryggingaálag ríkisins hækkar verulega

Skuldatryggingaálag (e. Credit default swap) á skuldbindingar íslenska ríkisins til fimm ára hækkaði mikið í gær og stendur nú í 126,7 punktum. Hæst fór álagið upp í 130 punkta í gær úr 75 punktum daginn áður. Til samanburðar má geta þess að álagið var innan við 20 punkta í október síðastliðnum og á bilinu 5-15 punktar í sumar.

Álagið endurspeglar kostnaðinn við að verja sig gegn þeirri áhættu að ríkissjóður standi ekki við skuldbindingar sínar. Fyrir hvern punkt álags þarf kaupandi skuldatryggingar að greiða 100 kr. til að tryggja skuldabréf fyrir milljón að nafnvirði. Með nokkurri einföldun má segja að 100 punkta álag samsvari því að 1% líkur séu taldar á greiðslufalli á líftíma skuldabréfsins. Hátt álag endurspeglar þannig vaxandi trú fjárfesta á að greiðslufallsáhætta sé til staðar. Í ljósi þess að lánshæfiseinkunnir íslenska ríkisins eru háar og að álagið á skuldatryggingar þeirra ríkja sem Ísland ber sig helst saman við er á bilinu 5 til 25 punktar virðist tæplega vera innistæða fyrir þessari snörpu hækkun, og er líklegt að hún gangi að verulegu leyti til baka á næstunni.

http://www.glitnir.is/Markadir/

Baldur Fjölnisson, 10.1.2008 kl. 21:28

3 identicon

Alltaf jafn öflugur!!!

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er síðan mikilvægt að hafa í huga að lánshæfiskrifstofur gefa aldrei einkafyrirtækjum í einu landi hærri lánshæfieinkunn en ríkissjóði viðkomandi lands. Með öðrum orðum; þegar þeir byrja að skrifa niður lánshæfi ríkissjóðs þá fylgja bankarnir óhjákvæmilega á eftir og svo framvegis. Það er hægt að kaupa hvað sem er og líka lánshæfieinkunnir en það gengur bara svo lengi og svo gengur það ekki lengur. Öll trend snúast á endanum.

Baldur Fjölnisson, 10.1.2008 kl. 22:51

5 identicon

Álag á skuldabréf bankanna var að hækka aftur. Þeir eru engan veginn samkeppnishæfir við þessar aðstæður. Er ekki næsta mál að þeir færa sig frá landinu (þ.e. verða ekki lengur Íslenskir bankar). Það hlýtur að vera óbærilega að burðast með þetta.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 17:14

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Góð spurning.

Baldur Fjölnisson, 11.1.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband