Prestar verða brátt skornir niður við trog

Sniðug skilaboð hjá Þorgerði Katrínu að hafa ekki samráð við biskupinn vegna fermingarfræðslunnar í skólum og neyða hann þannig til að koma á sinn fund með betliskjóðuna. Prestarnir og þeirra milljarðabatterí eru þarna ennþá fyrir náð og miskunn stjórnmálamanna, það er lykilatriði.

Það er óverjandi að halda þessu risakerfi gangandi utan um tómar kirkjur og hrynjandi tiltrú á trúarbrögðum. Nú þarf virkilega að skera niður. Góð byrjun væri að rífa þriðju hverja kirkju hér í Reykjavík og nýta lóðirnar til þarfari hluta. Jafnframt þarf að skera guðfræðideildina niður um amk. 80% strax og leggja hana síðan niður á næstu árum og annars þarf heildarstefnan að vera sú að þjóðkirkjan andist úr elli prestanna í rólegheitunum á næstu 20-30 árum eða svo.


mbl.is Biskup á fund menntamálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Prestar í þjóðkirkjunni voru að lýsa því yfir í Morgunblaðinu, að Sigurbjörn gamli biskup væri Guð. (Ekki alveg í samræmi við 1. boðorðið). En úr því þeir hafa Guð sjálfan í sínu liði þá verður ekki mikið hróflað við þeim í bráð.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:28

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er ömurleg skrípavitleysa.

Baldur Fjölnisson, 29.11.2007 kl. 20:40

3 identicon

Það er alla vega engin sanngirni í þessu gagnvart öðrum trúfélögum sem fá lítinn stuðning frá ríkinu. Líklega er auðveldasta leiðin út úr þessu sú að bæta öðrum trúfélögum inn í stuðning ríkisins og þenja þetta kerfi sem mest út þannig að það springi.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:59

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sveinn, eins og ég þreytist aldrei á að ítreka þá mega menn trúa því sem þeir vilja mín vegna. Það er bara þeirra frjálsa og mjög svo eðlilega val. Vilji þeir stofna klúbba í kringum sinn átrúnað þá eiga þeir endilega að gera það. Ekkert að því. En skattgreiðendur eiga ekki að eyða silljónum í slíka klúbba. Það er allt í lagi að verja smá pening í áhugamenn um austurlensk ævintýri, okkur munar ekkert um td. 100 milljónir á ári í slíkt. Það er líka allt í lagi að spandera 100 milljónum í Ásatrúarfélagið eða Búddista eða kaþólikka eða hvað svo sem allar þessar spekúlasjónir heita. En fyrst og fremst þurfa þessir klúbbar sjálfir að fjármagna sína starfsemi. Við erum jú í markaðskerfi. Það sem ekki virkar og er byggt á ómögulegri vitleysu á að detta fyrir róða. Q.E.D.

Baldur Fjölnisson, 29.11.2007 kl. 22:07

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er í hæsta máta óeðlilegt að einn klúbbur hafi yfirburðastöðu gagnvart öðrum  hvað þetta snertir. Hér eru alls kyns trúarklúbbar og allir eru þeir með það á hreinu að þeirra trú sé sú rétta - sem augljóslega þýðir að þeir hafa allir rangt fyrir sér. Það er nú bara rökfræði sem ætti að vera kennd í leikskóla, án íhlutunar Jesúsar og fulltrúa hans í menntamálaráðuneytinu. Amen.

Baldur Fjölnisson, 29.11.2007 kl. 22:42

6 identicon

Ég er einnig alveg sammála um að það eigi ekki í prinsippinu að vera að styðja trúarklúbbana, en þetta þjóðkirkju apparat er svo sterkt að það þarf að finna nógu ísmeygilega leið til að brjóta það niður, þannig að með því að taka alla hina trúarklúbbana inn í styrkina þá getur orðið auðveldara að skera allt niður þegar þetta er sprungið vegna kostnaðar. Ég er á móti því að skattpeningum mínum sé fleygt í þessa peningahít eins og margar aðrar peningahítir, ég nefni til dæmis allan kynjaeftirlitsiðnaðinn sem verið er að byggja upp núna.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:36

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Löng hefð í að mata fólk á ómögulegum himneskum mýtum hefur gert stjórnvöldum í gegnum tíðina kleift að mata fólk á hinum fáránlegustu lygum og ævintýrum af jarðneskum toga. Kóngar og keisarar sem allt var morandi af fyrir nokkrum öldum höfðu jú vald sitt frá guði og voru þar af leiðandi óskeikulir eins og háyfirvaldið í himninum. Og að sjálfsögðu eimir enn eftir af þessu. Flestum er víst enn í fersku minni einsmannslýðræði Dabba kóngs og þessi Dóri stórvinur hans ætlaði að halda áfram með það og vera hinn mikli landsfaðir sem mótaði almenningálitið að vild en þar sem uppáhaldsfrasi hans var "þetta kemur mér í opna skjöldu" og "enginn gat séð þetta fyrir" varð hann að fara í að gjöreyða trúverðugleika norðurlandaráðs. Það er náttúrlega ekki heppilegt að landsfaðirinn sé með spinndoktora sem eru enn vitlausari en hann sjálfur.

En sem sagt; það er óhollt stjórnkerfi sem dælir vonlausum lygum í landslýðinn og heldur uppi risavöxnu batteríi og atvinnuleysisgeymslu sem græðir feitt á slíkri svikastarfsemi. Slíkt er ekkert annað en spilling og hún eitrar út frá sér og það mun bara halda áfram að versna.

Baldur Fjölnisson, 30.11.2007 kl. 16:14

8 identicon

Helv. er gaman af þér.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 116006

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband