20.11.2007 | 18:12
Ríkissjóður er vita fallít og það veit S&P vel
Greiningardeildir bankanna eru að vissu leyti gagnlegar - ef þú leitar að því sem þær ræða ekki. Núna nema skammtímaskuldir þjóðarbúsins eitthvað um 1500 milljörðum króna. Þetta setur krónuna í mikla hættu og raunverulega þar sem seðlabankinn er máttvana dvergur sem aðeins hefur gjaldeyrisvarasjóð upp á um einn tíunda hluta skammtímaskulda þjóðarbúsins. Og það eftir að skattgreiðendur tóku 90 milljarða króna lán fyrir ári til að koma seðlabankanum úr míkrófyrirbæri upp í að vera dvergur. Þetta er hinn harði veruleiki. Ef vel ætti að vera og við værum með seðlabanka sem minnsta mark væri á takandi þyrfti hann helst að vera með gjaldeyrisvarasjóð upp á í það allra minnsta helming skammtímaskulda þjóðarbúsins. Það er of lítið en hugsanlega nóg í neyð.
Sem sagt; ríkissjóður Íslands (skattgreiðendur) þarf nauðsynlega að taka hundruði milljarða að láni til að proppa upp þennan gjaldþrota seðlabanka okkar en getur það að sjálfsögðu ekki þar sem tekjur hans standa ekki undir slíku. Ergo; hann er tæknilega fallít.
Undirstaða íslenska hagkerfisins enn traust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Björgvin Gunnarsson
- Brynjar Jóhannsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Eygló Þóra Harðardóttir
- FreedomFries
- Fríða Eyland
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gullvagninn
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Hjálmar
- Hagbarður
- Halla Rut
- Haraldur Haraldsson
- Hilmar Kári Hallbjörnsson
- Hlekkur
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ragnarsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Tómasson
- Kári Magnússon
- Loopman
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Promotor Fidei
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sandra María Sigurðardóttir
- SeeingRed
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- el-Toro
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Tryggvi Hjaltason
- TómasHa
- Túrilla
- Upprétti Apinn
- gudni.is
- haraldurhar
- proletariat
- Ívar Pálsson
- Ómar Ragnarsson
- Ónefnd
- Óskar
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórir Kjartansson
- Arnar Guðmundsson
- Bara Steini
- Birgir R.
- Birgir Rúnar Sæmundsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dingli
- eysi
- Gestur Kristmundsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- kreppukallinn
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Neo
- Orgar
- Ragnar L Benediktsson
- Rauði Oktober
- Skákfélagið Goðinn
- Sveinn Þór Hrafnsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Rétt, Baldur. En það standast fáir spákaupmenn útsölu og ríkið okkar lumar á alvöru verðmætum til langs tíma, þannig að við erum ekki alveg glötuð til lengdar.
Ívar Pálsson, 20.11.2007 kl. 20:09
Við eigum orku og það á í sjálfu sér að tryggja tiltölulega sterkan gjaldmiðil til langs tíma litið. Hins vegar vantar fjármálamógúla hér sárlega nýja fjármálabólu til að bjarga öðrum hnignandi skímum sínum og mér finnst líklegt - eins góðir sölumenn og þeir vissulega eru - að þeir nái nokkuð auðveldlega að spila þessum eignum almennings úr höndum trúgjarnra stjórnmálamanna. En við sjáum hvað setur. Spurningin til skamms tíma litið er hvað á að verja krónuna þegar og ef fjármagnið sem hingað hefur leitað í vaxtamun snýr aftur til síns heima. Það kann líka að neyðast til að fara heim fyrr en okkur grunar, til að dekka töp heima fyrir. Bandarískir bankar og fasteignalánastofnanir virðast hreinlega vera að gufa upp og Wall Street stýrir öðrum hlutabréfamörkuðum þannig að þetta er sameiginleg sýki. Síðan, eins og þú hefur réttilega bent á, er japanska jenið á uppleið sem alvarlega ógnar helsta drifkrafti alþjóðlegs keðjubréfafaraldurs, carry treidinu. Það eru ýmsar ljótar blikur á lofti svo mikið er víst.
Baldur Fjölnisson, 20.11.2007 kl. 20:20
Við höfum nú báðir lýst því yfir held ég að það sé löngu komið að skuldaskilum í „Burðarversluninni", (e. Carry trade) vaxtamunaverslun. Þótt skuldatryggingarálag hafi rokið upp, þá bíta bankarnir í skjaldarröndina og vona það besta („bara einn dag í viðbót“). Ég hélt í vor að fasteignafallið, sem byrjað var í BNA tæki skemmri tíma að taka á sig mynd hér en raunin varð, kannski vegna innflytjenda og flótta til Reykjavíkur. Vextir, gengisfall og verðbólga sjá til þess að fasteignafallið verður verulegt. Næstu mánuðir fara í blammeringar um það hver orsakaði þetta. Seðlabankinn og þau fjármálafyrirtæki sem fóðruðu vaxtamunaverslunina mest gerðu þetta.
Ívar Pálsson, 20.11.2007 kl. 23:57
Ívar, ég er nú hvorki hagfræðingur né viðskiptafræðingur en skil þó að lánveitingar eru ekkert annað en tímabundin framvísun á kaupmætti - sem óhjákvæmilega gengur til baka og að sjálfsögðu hefur sínar óhjákvæmilegu afleiðingar hvað vonlausar lánveitingar varðar. Þetta eru nú ekki beint rakettuvísindi. Maður sem skilur þetta getur allt eins kennt hagfræði við háskólann.
Baldur Fjölnisson, 21.11.2007 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.