Pútín varpar ljósi á hræsni og tvöfeldni bandar. einflokksins

Hann vill að stjórn einflokksins tímasetji og fastsetji heimkvaðningu hernámsliðsins í Írak, nokkuð sem Bandar.menn vilja alls ekki gera. Þeir vilja hafa Írak undir hernámi og hafa verið í óða önn að byggja upp herstöðvar í því skyni. Það síðasta sem þeir vilja er friðsamt Írak þar sem þeir neyddust þá til að hafa sig á brott með hernámslið sitt. Því hafa bandar. og ísraelskir agentar róið skipulega undir ófriði og sundrungu í Írak síðustu árin og það er allt samkvæmt gömlu módeli sem Breska heimsveldið beitti miskunnarlaust í sinni rányrkju og fjöldamorðum víða um heim og snýst um að deila og drottna.
mbl.is Pútín vill að Bandaríkin tímasetji brottför hers síns frá Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þeir ekki aðallega í Írak til verja sína eigin hagsmuni, þeas að tryggja nægt olíuflæði til bandaríkjanna og að Írakar fari ekki að heimta að fá borgað fyrir olíuna með evrum eins og þeir lögðu til einhverntíman. Skert olíuflæði varðar ógn við þjóðaröryggi bandaríkjanna. Svo má nefna það að BNA eiga nú í miklum vandræðum með að manna herinn sinn, þar sem færri skrá sig af eigin vilja eftir þetta Íraks-ævintýri sem veikir hann töluvert. En Írak er þeim líka mikilvægt vegna þess hve góð afsökun það er til þess að hafa svo stóran herafla í miðausturlöndum til að hræða nágranaríkin (aftur næg olía).

Stefán J (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 13:13

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þeir eru þarna vegna eigin hagsmuna, fyrst og fremst.

Hugleiðum nú aðeins þróun olíumála BNA síðan segjum 1950.

Þá voru þeir stærstir allra í olíumálum, bæði hvað framleiðslu og

útflutning varðaði. En um 1970 lentu þeir í "peak oil" og urðu eftir

það sífellt háðari innfluttri olíu og um aldamótin fluttu þeir inn um

60% af olíu sem þeir notuðu. Jafnframt risu upp stórir og vaxandi

neytendur olíu svo sem Kína og Indland þannig að það var ljóst

fyrir áratugum að sífellt harðnandi barátta um olíu (og að meina

keppinautum um aðgang að henni) myndi einkenna heimspólitíkina.

Í þessu sambandi er athyglisvert að bandar. herinn skipti um einkennis-

búninga um miðjan áttunda áratuginn, lagði frumskógabúningana á

hilluna og tók upp búninga sem henta eyðimerkurhernaði (enda hafði

þá hernaðar- og fjármálamaskínan fullmjólkað Víetnamsvindlið og tími

kominn á að setja önnur leikverk á svið).

Verð að hlaupa núna en ætla að reyna að prjóna meira við þetta síðar.

Baldur Fjölnisson, 18.10.2007 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 116232

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband