5.9.2007 | 16:43
Bush fjölskyldan keypti land í Paraguay í fyrra
Það er alltaf gott að vera á undan kúrfunni og búa sér í haginn fyrirfram.
Ætli Blair, Berlusconi, Davíð og Halldór og aðrir stórvinir Gogga setjist ekki
á endanum upp hjá honum þarna í nasista/fasistageymslunum í S-Ameríku.
George W. Bush: Ég tárast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Björgvin Gunnarsson
- Brynjar Jóhannsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Eygló Þóra Harðardóttir
- FreedomFries
- Fríða Eyland
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gullvagninn
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Hjálmar
- Hagbarður
- Halla Rut
- Haraldur Haraldsson
- Hilmar Kári Hallbjörnsson
- Hlekkur
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ragnarsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Tómasson
- Kári Magnússon
- Loopman
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Promotor Fidei
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sandra María Sigurðardóttir
- SeeingRed
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- el-Toro
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Tryggvi Hjaltason
- TómasHa
- Túrilla
- Upprétti Apinn
- gudni.is
- haraldurhar
- proletariat
- Ívar Pálsson
- Ómar Ragnarsson
- Ónefnd
- Óskar
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórir Kjartansson
- Arnar Guðmundsson
- Bara Steini
- Birgir R.
- Birgir Rúnar Sæmundsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dingli
- eysi
- Gestur Kristmundsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- kreppukallinn
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Neo
- Orgar
- Ragnar L Benediktsson
- Rauði Oktober
- Skákfélagið Goðinn
- Sveinn Þór Hrafnsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
"""George W. Bush Bandaríkjaforseti segist reyna að láta lítið á því bera, en á stundum felli hann tár. „Ég reyni að leyna ótta mínum,“ sagði hann við ævisöguritara sinn, og kvaðst eftir mætti sýna styrk á opinberum vettvangi, einkum nú á stríðstímum. Engu að síður komi það fyrir að hann tárist.
„Ég geri mér fyllilega grein fyrir því, að óvinurinn fylgist með mér, Írakar fylgjast með mér, hermennirnir fylgjast með mér og almenningur fylgist með mér,“ sagði Bush við blaðamanninn Robert Draper, sem ritaði bókina „Dead Certain: The Presidency of George W. Bush,“ en hún kom út í gær.
„Ég græt á öxl Guðs,“ sagði Bush. „Og ég græt mikið. Í þessu starfi fer ég oft að gráta. Ég er viss um að sem forseti hef ég fellt óteljandi tár. Ég mun fella tár á morgun.“"""
mbl.is
Klassískt. Fjölda- og raðmorðingjar og aðrir síkópatar hafa gegnum aldirnar kennt þessum guði um sína glæpi. Þessi tiltekni sækó lét hafa eftir sér í júní árið 2003 að guð hefði sagt sér að ráðast á Írak og al-Queida og einnig fékk hann fyrirmæli frá guði um að fara í forsetaframboð að eigin sögn. Og svo framvegis.
Baldur Fjölnisson, 5.9.2007 kl. 17:32
Ég efast um að hann tárfelli neitt sérstaklega yfir þessum tæplega 2 milljónum Íraka sem hann og pabbi hans hafa murkað lífið úr á 17 árum. Persóna Bush skiptir annars ekki nokkru máli. Bush er lélegur orator, vélmenni - trúður.
Það sem skiptir máli eru stríðsglæpamennirnir og stórþjófarnir sem halda í strengina á honum og láta hann dansa.
Menn hafa setið í stríðsglæparéttarhöldum í Nürnberg og Haag fyrir margfalt minni sakir en þessi hópur ber ábyrgð á einn og sér.
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 15:58
Fréttir af grátklökkum Bush sem grætur á öxl almættisins, eru nú samt bara djók miðað við þá ,,fréttamennsku“ sem virðist vera orðin regla fremur en undantekning: Stórar fréttastofur virðast taka að sér einhvers konar verktakavinnu í útbreiðslu ákveðinna frétta sem hafa það eitt að markmiði að sverta andstæðinga eða semja ímyndaðan raunveruleika.
Þeir sem ráða stærsta herveldi heimsins hafa í dag óheftan aðgang að nokkrum stórum fréttastofum, sem dreifa efni um allan heim. Gegnum þessar fréttastofur fáum við runu af skipulögðum áróðursherferðum, réttlætingum og endurteknum fölsunum á ,,staðreyndum".
Endurtekningin er lykilatriðið; hún er lykiltrikkið bæði við beitingu áróðurs og dáleiðslu.
Ég gæti sett inn hér langan lista af þess háttar tilbúnum ,,fréttaflutningi“. Gagnrýn fréttamennska er á undanhaldi. Hún einkennist æ meir af sk. ,,Copy/Paste“- aðferðum. Það er eins og menn sem vinna í skrifum við erlendar fréttir hafi engan tíma eða áhuga lengur til að sinna djobbinu. Það má sjá þetta með því að skoða hvernig nákvæmlega sömu staðhæfingarnar birtast okkur af umdeildum atburðum eða viðhorfum, hvort sem er í fréttum RÚV, Moggans, Fréttablaðsins eða Blaðsins:
„Aðgerðir Írana eru ógn við öryggi hvarvetna í heiminum, og Sameinuðu þjóðirnar safna nú liði til að einangra stjórnvöld í Íran og beita efnahagsþvingunum,“ sagði Bush.
[visir.is 29.8.2007]
Ergo: Íranir vondir. Fakta. Sprengja þá aftur á steinöld, eins og suma Moggabloggara dreymir um, - þó að Írönum hafi verið hótað í 3 áratugi og búið að umkringja þá á 6 árum.
Þetta er sama áróðurstaktíkin og Orwell skrifaði um 1946 (Politics and the English Language), eftir að hafa unnið sem stríðsfréttaritari, og kynnst öllum trikkunum við að fegra og sverta þjóðir, menn og atburði. Ég er samt ekki viss um að Orwell hafi grunað að þetta væri hægt á svona stórum skala eins og við sjáum í dag.
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 16:45
Jamm, hann er fyrst og fremst sölumaður. Síkópatísk lygamaskína.
Bandar. geðlæknar hafa fyrir nokkru fundið út með rannsóknum á geðsjúklingum að hrifning á Bush
tengist geðveilu og ætti það ekki að koma nokkrum manni sérstaklega á óvart. Það laðast jú hvað að
öðru sem deilir sameiginlegri heimssýn, hugmyndafræði, siðferði og viðhorfum. Vini Bush og aðdáendur
ber vissulega að skoða í því ljósi.
Linkurinn á þetta virkar nú ekki lengur en þið getið gúglað lykilorð og fundið það ...
Bush Nuts
Are George W. Bush lovers certifiable?
November 23, 2006
By Andy Bromage
A collective “I told you so” will ripple through the world of Bush-bashers once news of Christopher Lohse’s study gets out.
Lohse, a social work master’s student at Southern Connecticut State University, says he has proven what many progressives have probably suspected for years: a direct link between mental illness and support for President Bush. .........
Baldur Fjölnisson, 6.9.2007 kl. 18:28
Nei, Bush er frekar sölumaður en síkópati. Og hrifning á honum og Haukunum tengist miklu frekar fáfræði heldur en geðveiki. - Eða eigum við að segja ofureinfaldaðri heimsmynd ..
Ég væri t. d. ekki hissa á því að ef einhver myndi rannsaka það, kæmi í ljós að fylgdust að:
- viðhorf þeirra sem styðja óhefta útþenslu Haukanna
- og þeirra sem fá allar upplýsingar sínar úr stýrðum fjölmiðlum (þ. e. sjónvarpi, útvarpi og blöðum).
Halldór C. (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:45
Fjöldamorðingjar og raðlygarar eru haldnir alvarlegri geðveilu. Það segir sig sjálft.
Þegar þetta tvennt kemur saman í einstaklingi sem þar að auki hefur að eigin sögn
samráð við óskýranlegar guðlegar verur (sem eru þar með eins konar súperyfirvald
í gervilýðræðiskerfi því sem hefur "kosið" viðkomandi til forystu) nú þá þurfum við
víst ekki að vera í miklum vafa.
Baldur Fjölnisson, 6.9.2007 kl. 21:23
Annars skil ég vel að landinn (sem er upp til hópa hundheiðinn, guði sé lof)
skuli líta á blaður ruglaðra jesúfríka sem einhvers konar djók en málið er bara
að téð frík trúa ritningunni algjörlega og trúa því líka að hún hafi komið beint
frá ósýnilegum kalli í himninum, allar heimsendaspárnar, allt heila helv. klabbið.
Hafið í huga að þessir ruglustrumpar halda raunverulega að þeir og aðrir sem eru
á sama stigi fái einhvers konar flýtimeðferð í himnaríki eftir heimsendi. Þannig að
þegar rugludallar af þessu tagi komast í aðstöðu til að hrinda heimsendaferli af
stað getur gamanið virkilega farið að grána.
Það er að sjálfsögðu afar skaðlegt og beinlínis hættulegt fyrir stjórnmálamenn að
ganga með trúargrillur í hausnum þar sem slíkt ýtir undir svart-hvíta heimsmynd
þar sem alhæfingar ráða og hið "góða" stríðir við hið "illa" og diplómatí og málamiðlanir
koma ekki til greina. Hinu "illa" ber einfaldlega að útrýma að fyrirmælum guðs gegnum
Bush. Það er engin tilviljun að mönnum á þessu stigi og aðdáendum þeirra er afar illa
við svok. "samræðustjórnmál" enda þolir hugmyndafræði þeirra og guðs ekki vel umræður.
Baldur Fjölnisson, 6.9.2007 kl. 22:07
Allt tal um að Bush sé geðveikur vitleysingur er mýta. Á ég bara að hlæja góðlátlega að því hvað hann er vitlaus, eða spila endalausar YouTube - upptökur með mismælum hans, á meðan hann og vinir hans hafa varla látið eina einustu mínútu af 21. öldinni fara til spillis í agressívum áætlunum sínum? Voru Napóleon og Hitler geðveikir? Ef græðgi er geðveiki, eru íslensku bankarnir allir fullir af sækóum?
Davíð Oddsson er ekki geðveikur. Hann kunni bara listina að ná völdum. Þessir menn (nýhaldssinnarnir eða haukarnir) stúdera bæði Macchiavelli og Leó Strauss, - þeir eru ekki geðveikari en það.Menn haldnir geðveilu geta ekki fylgt jafn nákvæmum áætlunum og þessi hópur gerir.
Spjall við guði er nákvæmlega útreiknuð taktík sem virkar á stóran hluta Bandaríkjamanna - þeirra fáfróðu og afturhaldssömu. Þegar Bush segir: ,,Either You´re with Us, or You´re with the Terrorists", eða: ,,The hate our Freedom", er hann ekki að bulla út í loftið. Hann talar til fjöldans - og oft frekar til þeirra sem eru illa ígrundaðir - en ekki einhverra örfárra, einangraðra menntamanna sem sjá í gegnum hann.
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 22:11
Geðveikur?
Paul Dundes Wolfowitz a visiting scholar at the American Enterprise Institute, working on issues of international economic development, Africa and public-private partnerships.[5] A former academic, diplomat, political and military strategist.
Geðveikur?
Richard Bruce "Dick" Cheney Vice President of the United States, the President of the Senate. Previously, he has served as White House Chief of Staff, as a member of the U.S. House of Representatives from Wyoming, and as Secretary of Defense. In the private sector, he has been the Chairman and Chief Executive Officer of Halliburton Energy Services. Under Cheney, the size of the Office of the Vice President has expanded in size under Chiefs of Staff I. Lewis "Scooter" Libby, Jr. and David S. Addington.[1]
Geðveikur?
Richard N. Perle an American political advisor and lobbyist who worked for the Reagan administration as an assistant Secretary of Defense and worked on the Defense Policy Board Advisory Committee from 1987 to 2004. He was Chairman of the Board from 2001 to 2003 under the Bush Administration. A member of several conservative think-tanks, such as Project for the New American Century (PNAC), the Hudson Institute, the Washington Institute for Near East Policy (WINEP) Board of Advisors, and (as a resident fellow) the American Enterprise Institute for Public Policy Research. He is also a Patron of the Henry Jackson Society. Perle has written extensively on a number of issues; his cited research interests including defense, national security, and the Middle East. Aside from these engagements, Perle is co-chairman and director of Hollinger, Inc., a partner of Trireme, a non-executive director of Autonomy and a director of the Jerusalem Post.
Geðveikt?
Project for the New American Century:
http://www.informationclearinghouse.info/article3249.htm
Halldór C. (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 22:25
Ég held að lygasjúkir fjöldamorðingar sem einskis svífast við að koma
fram markmiðum sínum séu haldnir alvarlegri geðveilu en menn mega
að sjálfsögðu hafa þær skoðanir á því sem þeim sýnist. Ég lít á þennan
Bush sem einhverfan skissófren, möo tilvalið viðfang til að dubba upp í
að vera sjálfvirk lygamaskína - hinn fullkomni sölumaður í þeirri stöðu
sem hann er í. Þeir sem selja dauða og eyðileggingu þurfa að mínu mati
að vera alvarlega brenglaðir til að geta staðið í slíku og víst er að böns
af slíkum aðilum með mikla reynslu síðustu áratugina hópaðist í stjórn
Bush árið 2001 og síðan höfum við séð sækóana rótera þar út og inn.
Baldur Fjölnisson, 6.9.2007 kl. 22:26
Þeir völdu hann, ekki hann þá. Og ekki geðveikari en svo að þeir eru búnir að festa sig alveg í sessi og koma sínum mönnum í svo margar lykilstöður, að það er ekki víst að þverrandi áhrif á þingi eða forseti demókrata geti komið í veg fyrir stefnubreytingu á næstu árum.
En ég er alveg sammála þér þegar þú segir að Bush sé ,,tilvalið viðfang til að dubba upp í að vera sjálfvirk lygamaskína - hinn fullkomni sölumaður .." Þeir sem selja dauða og eyðileggingu þurfa fyrst og fremst að vera góðir sölumenn.
Bush getur alls ekki verið einhverfur. Einhverft fólk fúnkerar ekki innan um aðra. Bobby Fischer væri frekar dæmi um einhverfan mann.
Halldór C. (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 23:05
Ég hef víst alveg sérstakt lag á að stuða bæði trúleysingja og aktívista
og liklega vegna þess að ég vil ávallt reyna að komast að kjarnanum og
takist það lýkur umræðunni í raun og eftir stendur óleysanleg vitleysa sem
ekki er afgreidd og hangir yfir og eitrar út frá sér. Óvissa er það versta af
öllu, lausir endar og grunsamleg mál. Eitthvað sem getur gjörsamlega
kollvarpað heimsmynd manna verði það gert upp almennilega.
Ég er til dæmis með mjög góða línu um Jesú og þjóðkirkjuna sem byggist á
því að mýtan sem er grundvöllur milljarðabatterís er í raun óræðanleg (sem
strax sýnir að hún er tóm steypa). Sem sagt kristnin og hennar stofnanir
byggjast algjörlega á vafasömum sögnum um gæja sem var sendur af ósýni-
legum og óskýranlegum kalli í himninum (sem þarf peninga og aftur peninga
og endalausan heilaþvott til að viðhalda sinni stöðu) og síðan reyna menn að
jarðtengja þessa dellu með því að afguða þennan Jesús til að reyna að réttlæta
tilveru hans án þess að skilja að með því eru þeir að kippa öllum grundvelli undan
kristninni, Þjóðkirkjunni og risabatterí sem lifir á þessum vonlausu þjóðsögum.
Eins er það með Bush, þessa heilaskemmdu fyllibytttu sem heyrði raddir í hausnum
á sér og er af ætt síkópata sem hafa verið vel nothæfir lengi fyrir fáræðisruglustrumpa
sem í rauninni ráða gervilýðræðiskerfi heimsins. Það er víst of sársaukafullt að viður-
kennna að þetta glæpahyski og fjöldamorðingjar séu siðvilltir rugrudallar.
Baldur Fjölnisson, 6.9.2007 kl. 23:50
Ég stjórna ekki hálfvitablaðri einhverra ruglustrumpa úti í bæ. Ég skrifaði ekki handritið fyrir kirkjumálaráðherrann þegar hann sagðist ekki sjá neitt athugavert við að stjórnmálamenn hefðu samráð við óskýranlegar guðlegar verur og ég ég á ekki von á að að aðrir trúarruglustrumpar í ríkisstjórninni hafi hið minnsta að athuga við þann ruglanda. Úr því að maðurinn er tekinn alvarlega á þingi og í ríkisstjórn er það augljóslega vegna þess að aðrir bakka upp þessar þokukenndu huldufólkssögur sem hann og Bush byggja sína hugmyndafræði á. Orsök - afleiðing.
Baldur Fjölnisson, 7.9.2007 kl. 00:50
Það skiptir ekki nokkru máli hvort Bush er heilaskemmd fyllibytta (ef hann er það). Hann komst ekki í forsetaembættið af því að hann heyrði raddir, heldur vegna þess að hann er fulltrúi valdamikilla manna og risafyrirtækja.
Pólitískt gerræði sprettur ekkert allt í einu fram af því einhver geðveikur sækópat fær óvart völd, þó að við heyrum þá lífsseigu goðsögn stöðugt um Hitler, t. d.
Valdataka þessa hóps er alls engin tilviljun. Tilviljanir eru mjög sjaldgæfar í pólitík.
Siðvilltir? Já. Rugludallar? Nei.
*
Auðvitað gengur dilemma kirkjunnar ekki upp. Þess vegna tala boðberar hennar tveimur tungum; annars vegar um að vísindin og trúin ættu nú að geta lifað góðu lífi hlið við hlið, og á hinn bóginn ríghalda þessir ríkisstyrktu æðstustrumpar í gamlar goðsagnir sem standast enga nánari skoðun. Ég er hins vegar alls ekki sammála þér með það að kaþólska kirkjan hafi búið þessar mýtur til. Eða að það sé eitthvað hægt að ,,gera upp“ mörg þúsund ára mýtur á einhvern hátt.
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 16:50
Já, en þessir valdamiklu menn og stórfyrirtæki handpikka reglulega þessar sækópatísku
típur og það er vegna þess að til þess að selja fáránlegar tröllasögur um ógnir og skelfingar
þarf samviskulausa raðlygara. Öll stríð stafa af efnahagslegum ástæðum en það þýðir ekkert
að bera slíkt á borð fyrir almenning. Þess vegna klifa sölumennirnir á trúarrugli, þjóðernisofstæki
og hræðsluáróðri. Þetta er tilfinningadrifin sölumennska og söluvaran er dauði og eyðilegging og
þjáningar blásaklauss fólks sem þetta síkópatahyski lítur bara á sem hverja aðra skiptimynt.
Stríð er auk þess risabísness og tröllaukin einkavinavæðing. Viðskipti, Wall Street og barátta um
auðlindir, það er rauði þráðurinn.
Baldur Fjölnisson, 7.9.2007 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.