Jesús: Rangfeðruð ævintýrapersóna hönnuð af fégráðugum kontrólfríkum ?

Ævintýrið um Jesús er vissulega samkvæmt módelinu sem svo til öll sagnaritun byggist á - geðþekkur karakter verður fyrir andstreymi. Þið þekkið víst flest þennan gamla rauða þráð sem gengur í gegnum sagnaritun og ævintýri og er að sjálfsögðu afar gott sölutrix. 

En annars er áberandi í nútímanum hversu menn snúast til að útþynna ævintýrið og gera það þolanlegt í ljósi upplýsingarinnar. Þannig frétti ég hér á blogginu af einum ágætum sagnfræðingi sem fékk það verkefni að svara á Vísindavefnum spurningunni Var Jesús til? Hann vildi náttúrlega ekki gjöreyða trúverðugleika sínum með því að segjast trúa því að téður Jesús hefði verið sendur til jarðarinnar af ósýnilegum kalli í himninum og verið þar með guðlegs eðlis og vakið menn upp frá dauðum og sjálfur risið upp frá dauðum og allt það. Þess í stað grípur hann til þess ráðs að endurgera ævintýrið og Jesú verður þar maður en ekki guð, einhver rosalega góður og spakur gæji, mikill spámaður sem boðaði ný gildi og siðfræði. Hins vegar eru tvær risaholur í þessarri nútímahönnun Jesúsar 1. það er ekki eitt frumlegt orð að finna hjá honum, allt er þjófstolið frá fyrri trúarbrögðum og heimspeki sem höfðu verið að þróast í þúsundir ára, og 2. hann presenterar þennan nútímalega Jesús en tekur ekki afstöðu til þess að nýja presentasjónin afneitar í raun kristninni, Þjóðkirkjunni og öðrum valdabatteríum í kringum þennan átrúnað. Kristnin og stofnanir hennar byggjast jú óumdeilanlega á guðdómi sagnapersónunnar Jesúsar. Þegar menn útvatna ævintýrið þurfa þeir jafnframt að hafa þor til að benda á að allt heila trúarklabbið hrynur þá jafnframt eins og spilaborg. En gríðarlegir hagsmunir og milljarðar króna hanga á spýtunni auk heimssýnar þúsunda manna hér á landi hanga jú á spýtunni sem etv. skýra öðru fremur kjarkleysið. Þegar gamlar fabúlur sem hafa verið notaðar sem stjórntæki hrynja, þá hrynur vafalaust ýmislegt annað í framhaldinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei hélt ég að ég myndi verja Sverri Jakobsson en hérna kemur það nú samt:

Heimildum eru aldrei gleyptar í heilu lagi eða hafnað í heilu lagi. Tökum Gallastríð Júlíusar Sesars sem dæmi.

Ritið segir frá því að rómverkur her undir stjórn höfundar, Sesars sjálfs, hafi brotið Gallíu undir rómversk yfirráð rétt fyrir miðja 1. öld f.Kr. Þetta stemmir bæði við það sem kemur fram í óskildum heimildum og fornleifar. Því eru miklar líkur á því að það sem kemur fram sé rétt að þessu leiti.

Við getum líka notað ritið sem heimild um rómverskan hernað á þessu tímabili, t.d skoðað lýsingar á taktík, virkjagerð og birgðaflutningum. Ef við föllumst á fyrra atriðið (að frásögnin sé í meginatriðum sönn) þá eru miklar líkur á að Sesar hafi vitað hvað hann var að tala um. Bókin var skrifuð sem áróðursrit og fólk hefur væntanlega átt að trúa því sem í henni stóð. Þar sem margir lesendur hefðu haft reynslu úr hernum má leiða líkur að því að lýsingarnar á þessum hlutum séu raunsæjar. Á þessum forsendum getum við samþykkt að hún hafi mikið heimildagildi um rómverkan hernað.

Þetta þýðir ekki að við þurfum að trúa öllu sem í bókinni stendur. Við höfum t.d fulla ástæðu til að gera ráð fyrir þeim möguleika að ýmsu óþægilegu kunni að hafa verið sleppt og framganga Sesars skreytt. Eins vitum við ekki hversu áreiðanlegar sumar lýsingarnar á því sem gekk á í herbúðum óvinveittra Galla kunna að vera.

Ef við skoðum guðspjöllin með sömu aðferðum og aðrar heimildir er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að Jesús frá Nasaret hafi verið til. Guðspjöllin eru skrifuð innan hundrað ára frá því að hann á að hafa dáið og það er minnst á hann frásögn Jósefusar af stríði Gyðinga og Rómverja sem er skrifuð um 75 e.Kr. Það er mjög ólíklegt að þjóðsagnapersóna gæti skotið upp kollinum svona hratt og að sögurnar af henni væru svona líkar.

Hinsvegar er það rétt að það voru margir menn í skattlandinu Júdeu á þessum tíma sem sögðust vera Messías, að svipuð kraftaverk eru eignuð öðrum (t.d Appolóníusi frá Týönu) og ýmislegt í sögum af Jesú kallast á við sögur af Míþrasi og Orfeusi. Því höfum við fáar skynsamlegar ástæður til að halda að hann hafi unnið kraftaverk eða verið sonur Guðs. Það er spurning um trú. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:20

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Auðvitað rakkaði Sesar niður óvini sína og hæpaði sjálfan sig. Það hefur verið sögleg hefð sigurvegara árþúsundum saman. Hugleiðum nú tvo fræga söglega frasa, 1) þeir sem ekki læra af sögunni eru dæmdir til að endurtaka mistök hennar og 2. sagan er tóm steypa (Henry Ford). Ég hallast að Ford og tel að sagan þurfi að vera í stöðugri endurskoðun vegna hefðbundinnar fölsunar hennar gegnum tíðina. Þessarri fölsun er ekki síst ætlað að draga athyglina frá ákveðinni þróun, það er að nútíminn er afleiðing fortíðarinnar og framkoma valdaelíta nútímans byggist á langri hefð. Þess vegna segja pólitíkusar okkur að pæla ekki í hinu liðna heldur horfa þess í stað fram á veginn. Hafi menn ekki lesið 1984 eftir Orwell nýlega er algjörlega tilvalið að drífa í því.

En vandamálið með Jesús er að hann þolir ekki umræðu. Þetta er klassísk gildra. Ef þú trúir helgisögnunum um að guð hafi sent hann og allt það ertu þar með að útrýma þínum trúverðugleika en ef þú þynnir goðsögnina niður ertu að kippa grundvelli undan kirkjunni sem byggist algjörlega á órofa átrúnaði á að persónan hafi verið guðlegs eðlis. Þannig að þetta er vonlaus mótsögn og ekki að undra að djókerar á símanum spili á hana.  

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 21:49

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Og ég er ekkert að ráðast á Sverri Jakobsson og skil raunar hans afstöðu eins og ég hef lýst. Hins vegar þegar menn eru að endurhanna gömul ævintýri til að þau passi nútímanum þá þurfa þeir að hafa í huga að breytingar hafa áhrif og raunar geta kollvarpað fyrri skipan - minnist menn á hvers vegna það er svo. Þetta er mjög mikilvægt og ég ætla að biðja ykkur að hugleiða það. Eitthvað er að baki okkar átrúnaði, satt eða logið, séu fræðimenn með sínar túlkanir eða stillingar á þessu einhverju þurfum við að skoða það ávallt með krítískum huga og hverju það breytir gagnvart okkar átrúnaði. Það eru jú orsakanir og afleiðingar. Þetta er allt saman vísindalegt. Skilji vísindamenn eftir lausa enda í sinni greiningu er það líklega vegna þess að þeir vilja verja einhverja hagsmuni eða bara greining þeirra er grunn. 

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 22:32

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hans er með mjög fínt innlegg sem ég þurfti að melta og vil ekki segja kannsi of mikið um það akúrat núna en mæer finnst skína þar í gegn endurskoðunarismi sem er gott mál. Þannig að ég ræði það frekar síðar.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 23:54

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég vil ítreka að menn geta í raun ekki rætt þennan Jesús og hvort hann hafi verið til eður ei

nema annaðhvort 1. bakka upp opinberu söguna um hann með öllu ævintýraklabbinu, ósýnilega

kallinum í himninum og þar með réttlæta milljarðabatterí í kringum það (kristnin og stofnanir hennar

byggja tilveru sína á þessarri opinberu sögu sem kunnugt er).

Eða 2. Velja það sem þeim finnst líklegast úr sögunni en hafna öðru og viðurkenna þar með að

allt þetta milljarða umstang sé í rauninni hagsmuna- og valdadrifin della.

Þetta er nú stóri verkurinn með Jesús og fjölskyldu hans og skýrir hvers vegna margir tala svona

einhvern veginn utan og yfir málinu og tipla í kringum það eins og kettir í kringum heitan graut.

Baldur Fjölnisson, 5.9.2007 kl. 13:22

6 Smámynd: Haukur Hólmsteinsson

Ég er nokkuð viss um að stór meirihluti trúleysingja í dag eru með þennan kost tvö í huga.
Það er að segja skoða þessar heimildir sem eru til og komast að þeirri niðurstöðu að hann hafi verið til, en gerði ekki þessa ótrúlegu hluti sem er meinað að hann hafi gert.

þetta er ekkert flókið Baldur, af hverju viðurkenniru ekki möguleikann að hann hafi verið til, en hann hafi ekki verið sonur guðs heldur bara ósköp venjulegur maður sem hefur leitt af sér mikinn misskilning. 

Haukur Hólmsteinsson, 5.9.2007 kl. 13:54

7 identicon

Þú virðist ekki fyrir nokkurn mun skilja eitt Baldur. Ég hélt því aldrei fram að þessi Jesú sem ég var að tala um hafi verið getinn af heilögum anda og gert kraftaverk. Ég er bara að segja að til hafi verið maður sem hét Jesús frá Nazaret og var krossfestur fyrir guðlast. Til eru nokkuð margar heimildir sem staðfesta tilvist þessa manns og er það einmitt verk manna eins og þig að hrekja þessar heimildir. Ekki halda því fram að hann hafi ekki verið til og biðja okkur um að afsanna það, því þá munum við alltaf vitna í þessar heimildir.

Ég get komið með annað dæmi. Akkíles. Núna eru líka til fleiri en tvær óháðar heimildir um tilvist hans (t.d. Illíonskviða og Hómerskviða). Samt er til sú goðsögn að Akkíles hafi verið sonur gyðju og að honum hafi verið dýft í ánna Styx og því verið ódauðlegur. Þótt ég efist um trúverðuleika þess verð ég að hafa mig allan frammi til að afsanna að maðurinn Akkíles hafi verið til. 

Það er margt  í mannkynssögunni sem hægt er að véfengja en ekki um tilvist manna sem næsta víst er að voru til, án þess að hrekja þær heimildir sem til staðar eru.

Ég veit ekki hvort Nero spilaði á fiðlu á meðan Róm brann, en Nero var til.

Ég veit ekki hvort Calicula gerði hestinn sinn að ræðismanni, en Calicula var til.

Ég efast um að Herakles (Herkúles) hafi verið sonur Seifs, en Herakles var að öllum líkindum til.

Listinn heldur áfram og áfram.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 13:59

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við erum þá sem sagt sammála um að kristnin sé byggð á einni lygasúpu (grundvöllur kristninnar er jú guðdómur þessa Jesúsar og hvernig hann átti að hafa fórnað sér til að hvítþvo syndirnar af okkur, og svo videre) og því lítið annað en glæpsamleg svikastarfsemi sem beri að taka af framfæri skattgreiðenda?

Baldur Fjölnisson, 5.9.2007 kl. 16:26

9 identicon

Það er eins og hér talist menn á um sitt hvort umræðuefnið.

Auðvitað er líklegt að Jesú hafi verið til. Það myndast sjaldan goðsagnir úr engu. Er ekki líklegt að hann hafi verið uppreisnarmaður?

En það hvort hann var til, á ekkert skylt við sögurnar sem spunnust upp um hann síðar. Ég fyrir mitt leyti trúi því samt ekki að kaþólska kirkjan hafi spunnið upp alla kraftaverkamýtuna úr engu; miklu frekar að hún hafi ,hannað" þessar goðsagnir til að falla að sinni boðun. Þannig yfirtók kirkjan t. d. hátíðir og hindurvitni heiðinna manna, eins og vitað er. Forkólfar kaþólsku kirkjunnar höfðu ekki sama hugmyndaflug og almenningur, og auk þess var miklu heppilegra að nýta sér mýtur sem jafn vel voru mörg þúsund ára (eins og margar frásagnirnar af Jesú eru án efa)  - því að goðsögur sem byggja á gömlum grunni eru þegar greiptar í vitund fólks.  

Íslenskar þjóðsögur spretta ekki úr engu. Sæmundur fróði var í Svartaskóla, - en hvort hann fór heim á selsbaki má svo deila um. 

Sagan af Díönu prinsessu verður óþekkjanleg - og ansi ýkt - eftir 500 ár, sannið þið til.

Dýrlingasögur spretta um menn sem voru til, þó að mest dýrðin sé steypuhrærigrautur.

Ef frásögnin af Jesú í sögu Jósefusar (Antiquitates Judaicae, næst-víðlesnasta handrit á miðöldum, á eftir Biblíunni) er fölsuð, eins og haldið er fram í myndinni ,Zeitgeist,'  standa bara guðspjöllin eftir sem heimildir um Jesú. Það eru ekki beint ,hlutlausar' eða traustar heimildir, - en hvaða heimildir eru það hvort eð er frá þessum tíma?

Sverrir Jakobsson segir á að margir séu þeirrar skoðunar að saga Jósefúsar af Jesú sé innskot síðari tíma sagnaritara - sem segir um leið, að ekki er til neitt upphaflegt handrit. (Það er vitað um mörg svona ,innskot´í Íslendingasögum, t.d. - ljóð eignuð Agli Skallagrímssyni o. s. frv.)

Þetta  deilumál ykkar veltur þannig mest á því hvort til er óyggjandi svar við einu: Er saga Jósefusar síðari tíma fölsun?

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 00:23

10 identicon

Það er samt mjög varasamt að taka mark á þessum gaurum í Zeitgeist því þeir leggja af stað í sína rannsóknarvinnu einungis til að styrkja eigin sjónarmið í stað þess að líta hlutlaust á hlutina.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 00:35

11 identicon

Rétt. En fyrsti hluti Zeitgeist setur fram kenningar sem ég hef hvergi séð áður svona ,compact´, - um uppruna goðsagna margra trúarbragða í stjörnuspeki og stjörnufræði. Er Jesú bara tákn fyrir sólina?

Hc (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 02:27

12 identicon

Það er eins og hér talist menn á um sitt hvort umræðuefnið.

Auðvitað er líklegt að Jesú hafi verið til. Það myndast sjaldan goðsagnir úr engu. Er ekki líklegt að hann hafi verið uppreisnarmaður?

En það hvort hann var til, á ekkert skylt við sögurnar sem spunnust upp um hann síðar. Ég fyrir mitt leyti trúi því samt ekki að kaþólska kirkjan hafi spunnið upp alla kraftaverkamýtuna úr engu; miklu frekar að hún hafi ,hannað" þessar goðsagnir til að falla að sinni boðun. Þannig yfirtók kirkjan t. d. hátíðir og hindurvitni heiðinna manna, eins og vitað er. Forkólfar kaþólsku kirkjunnar höfðu ekki sama hugmyndaflug og almenningur, og auk þess var miklu heppilegra að nýta sér mýtur sem jafn vel voru mörg þúsund ára (eins og margar frásagnirnar af Jesú eru án efa)  - því að goðsögur sem byggja á gömlum grunni eru þegar greiptar í vitund fólks.  

Íslenskar þjóðsögur spretta ekki úr engu. Sæmundur fróði var í Svartaskóla, - en hvort hann fór heim á selsbaki má svo deila um. 

Sagan af Díönu prinsessu verður óþekkjanleg - og ansi ýkt - eftir 500 ár, sannið þið til.

Dýrlingasögur spretta um menn sem voru til, þó að mest dýrðin sé steypuhrærigrautur.

Ef frásögnin af Jesú í sögu Jósefusar (Antiquitates Judaicae, næst-víðlesnasta handrit á miðöldum, á eftir Biblíunni) er fölsuð, eins og haldið er fram í myndinni ,Zeitgeist,'  standa bara guðspjöllin eftir sem heimildir um Jesú. Það eru ekki beint ,hlutlausar' eða traustar heimildir, - en hvaða heimildir eru það hvort eð er frá þessum tíma?

Sverrir Jakobsson segir á að margir séu þeirrar skoðunar að saga Jósefúsar af Jesú sé innskot síðari tíma sagnaritara - sem segir um leið, að ekki er til neitt upphaflegt handrit. (Það er vitað um mörg svona ,innskot´í Íslendingasögum, t.d. - ljóð eignuð Agli Skallagrímssyni o. s. frv.)

Þetta  deilumál ykkar veltur þannig mest á því hvort til er óyggjandi svar við einu: Er saga Jósefusar síðari tíma fölsun?

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 05:49

13 Smámynd: Haukur Hólmsteinsson

Já Baldur, loksins náðiru þessu, allavega í mínu tilviki. Við erum báðir tveir alveg sammála um ósanngirni halds þjóðkirkjunnar á íbúa ríkisins og að mínu mati óréttlætanlega einokun á autómatrískri skráningu allra nýfæddra barna í "flokkinn" sinn.
Eina sem ég vildi ekki vera sammála þér um er að viðurkenna það að Jesú sem maður hafi ekki verið til. Ég held því heldur ekkert fram, en ekkert hingað til hefur sannfært mig um annað hvort.

Haukur Hólmsteinsson, 6.9.2007 kl. 13:14

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Haukur, "vandamálið" er að hætti ríkið að borga laun presta og préláta og að dæla milljörðum í þjóðkirkjubatteríið þá hrynur það strax eins og spilaborg. Jafnframt koma þá kröfur um að stórfelldar eignir kirkjunnar verði teknar af henni, hverjum hún náði undir sig með misjafnlega geðslegum aðferðum. Fyrr á öldum var jú mörgum það óbærileg tilhugsun að eiga á hættu að fara til helvítis og borguðu sig og sína frá því með glöðu geði. Þetta er raunar eitt margra afar grunsamlegra atriða sem benda til þess að kristnin sé að stórum hluta fjárhagsleg svikamylla. Guð fær eins og þú sérð aldrei nóg af peningum og heimtar endalaust meira og meira af þeim, eða öllu heldur staðgenglar hans á jörðu hér, enda afar kostnaðarsamt að halda úti endalausum messum og samkomum og heilaþvotti til að viðhalda trú manna. Þetta minnir á vissan hátt á fíkn og menn þurfa sífellt skammtinn sinn á samkomum. Við heyrum af hínum ýmsu költum í kringum hið aðskiljanlegasta trúarkukl sem heilaþvo meðlimina og hirða af þeim eignir til að hlaða undir gúrúinn eða æðstaprestinn og hirð þeirra. Ég get því í rauninni ekki kallað þetta annað en glæpsamlega fjárplógsstarfsemi byggða á lygum og blekkingum.

Baldur Fjölnisson, 6.9.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband