Ekkert að því að nota ævintýrapersónur á borð við Jesú, Hans og Grétu oþh. í auglýsingum

Skil ekki þessa viðkvæmni biskupsins en auðvitað eru ævintýrin, sem hann og margir aðrir hafa lifibrauð af, að molna undan upplýsingunni. Það veldur greinilega mikilli taugaveiklun í hinni risavöxnu atvinnuleysisgeymnslu ríkisins, Þjóðkirkjunni.
mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú virðist vera e-ð illa upplýstur ef þú telur Jesús vera ævintýrapersónu. Jesús var til, það er söguleg staðreynd.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 15:28

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið til. Þetta er bara samsett ævintýrapersóna, annars vegar úr ýmsum jesúsum og öðrum heimsendaspámönnum sem voru hlaupandi um í landinu helga þarna í denn, og hins vegar úr stælingum og þjófstuldi úr öðrum trúarbrögðum. Öll trúarbrögð eru hönnuð af mönnum og því að sjálfsögðu haugalygi frá rótum.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 15:49

3 identicon

Biblían er örugglega með betri skáldsögum sem skrifaðar hafa verið.

Stulli (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 15:56

4 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Svona álíka mikil staðreynd og að Pocahontas hafi verið til.

Ekki blanda saman orðunum staðreynd og líklega

Baldvin Mar Smárason, 4.9.2007 kl. 15:57

5 identicon

Ég veit ekki hvaða "jesúsa" Baldur er að tala um en ég er að tala um Jesús sem var skírður af Jóhannesi skírara, dæmdur fyrir guðlast gegn rómarveldi og dæmdur til krossfestingar af Pontíasi Pilatusi (sem þið kannski efist um að hafi líka verið til?).

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 16:07

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þessi Jesús er eina stórmenni sögunnar sem er án ævisögu, ekki er til af honum nein mynd, hann skrifaði ekki stafkrók og kraftaverk á borð við að reisa menn upp frá dauðum (væri stórkostlegur heimsviðburður nú jafnt sem þá) breyta vatni í vín og þess háttar fór alveg framhjá þeim fjölmörgu sem sátu við að rita söguna í rauntíma í Alexandríu, Grikklandi, Róm og víðar - enda eru þessar kraftaverkasagnir bara tilbúningur.

Svo er náttúrlega algjörlega elementarí að einhver guð sem vildi láta taka mark á sér hefði ekki birst í útnára heimsins talandi tungumál sem 0,01% jarðarbúa skildu. Hann hefði auðvitað verið flugmælskur á grísku. Nei, þessi ævintýri eru fyrst og fremst stað- og hagsmunadrifin eins og ljóst má vera.

Þá er rétt að hafa í huga að lyga- og falsanamaskína kaþólsku kirkjunnar úrskurðaði þessa ævintýrapersónu fyrst í guðatölu á sjöttu öld (frekar en fimmtu, er ekki alveg með það nákvæmlega í höfðinu eins og er). Þannig að þessi ævintýri öll voru í langtímahönnun og eru enn. Menn eru sífellt að enduruppfinna þennan jesús og endurskilgreina og það fer eftir tíðaranda hvers tíma. Þið kannist við hippajesúsinn, sósíalistajesúsinn, byltingarjesúsinn, endurreisnarjesúsinn og svo framvegis. Persónan er sem sagt afar þokukennd og losaraleg enda heldur hroðvirknislega kokkuð upp þarna á fyrstu öldum okkar tímatals.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 16:15

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jón Gunnar, veist þú yfirleitt hvað þessi persóna hét raunverulega? Hvert hið arameíska nafn hennar var?

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 16:16

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hann hét sem sagt Jesúa eða Jósúa sem var mjög algengt nafn og það eru til raunverulegar heimildir um slatta af jesúsum sem rómverjarnir krossfestu fyrir andspyrnu og undirróður. Jesús er að sjálfsögðu gríska útgáfa nafnsins enda datt mönnum að sjálfsögðu ekki í hug að rita þessi ævintýri á máli sem enginn utan landsins helga skildi.

Það voru vissulega til jesúsar og þeir sögðust vera spámenn og á vegum jahve og hvað svo sem hafði auglýsingagildi fyrir þá. Hins vegar er ekkert sem bendir til að ævintýrapersónan Jesús hafi verið til sem slík sem aftur þýðir að við sitjum á einum allsherjar lygahaug og borgum milljarða árlega fyrir að sitja undir barnalega vitlausum heilaþvotti.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 16:31

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Annars byggist kristnin algjörlega á því að þessi ævintýrapersóna sé sonur guðs og þar með guð og það er grunnur aldalangs heilaþvotts og ég skil því ekki hvernig menn geta fundið út að það skipti ekki máli þegar það ævintýri fellur um sjálft sig. Ef menn hörfa úr sjálfri ævintýradellunni og hafa einskonar "limited hangout" í því að að maðurinn hafi verið til en án kraftaverkanna og guðlegs eðlis - nú þá neyðast þeir líka til að afneita grunni kristninnar. Það segir sig sjálft.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 16:37

10 identicon

Mér þykir ljóst að þú lítur aðeins til þeirra röksemda sem styrkja skoðun þína Baldur, sem ég tel ekki mjög góð vinnubrögð. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 16:38

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jón Gunnar, þú gerir ekki minnstu tilraun til að taka á þeim röksemdum og hlýtur það að segja sína sögu.

Auðvitað veit ég vel að fjöldi fólks trúir þessum ævintýrum án minnstu krítískrar skoðunar enda hefur innræting þeirra byggst á afar svæsnum og einhliða heilaþvotti gegnum tíðina. Hins vegar er ekki nokkur einasta leið til lengdar að sanna ósanna hluti - skv. skilgreiningu- og ævintýrið um jesú er því dæmt til að falla um sjálft sig. Það gerist ekki á einum degi heldur verður um þróun að ræða og hún verður því hraðari sem almenn upplýsing eykst.

Annars mega menn mín vegna trúa því sem þeim sýnist og ég hef alls ekkert á móti því. Menn mega gjarnan trúa þessum austurlensku ævintýrum. En við eigum ekki að spandera milljörðum árlega í áhugamannaklúbba um gömul, uppdiktuð og úrelt ævintýri.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 16:49

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

GPL, annað hvort trúir þú því að þessi persóna hafi verið til og sendur af guði og því sjálfur guð eða þú trúir því ekki. Ef þú trúir því ekki að hann hafi verið sendur frá himnaríki til að hvítþvo syndirnar af lýðnum nú þá augljóslega afneitarðu kristninni og aldalöngum heilaþvotti og hlýtur að krefjast þess að ævintýrin verði kostuð af einhverjum öðrum en almennum skattgreiðendum. Þú getur ekki bæði haldið og sleppt. Ef þú ræðir þessa hluti þarftu að ræða þá útfrá grunni kristninnar.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 17:06

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hinn sögulegi Jesús? Hvað áttu við með því? Eftir hvaða sögu og frá hverjum? Að einhver óskýranleg vera uppi í himninum hafi sent hann hingað og hann hafi því verið hluti af einhverjum guðdómi? Ef þú virkilega trúir slíkum kellingabókum ertu alls ekki trúlaus - augljóslega.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 17:27

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hvaða sagnfræðinga ertu að tala um?

Það er til lítils að vera að gefa afslætti á ævintýrið um Jesús, afneita guðdómi hans osfrv. án þess að taka jafnframt afstöðu til sjálfs grunns kristninnar, það er guðdóms Jesúsar. Etv. eru einhverjir sagnfræðingar að elta sjálfs síns skott í kringum heitan graut, bara veit ekki af þeim. Annars vona ég að þeir sem ræða þessi mál skilji á hverju kristnin byggist og einhverjir hérna þurfa greinilega að læra betur heima.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 17:44

15 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Kaþólska kirkjan hannaði þetta ævintýri. Eins og þú hlýtur að vita var hún uberköltið lengi vel og telur sig vera enn.

Það þýðir ekkert að reiðast þó menn séu reknir á gat í umræðum. Bara reyna að gera betur næst.

Persónulegt nagg skilar engu í umræðum og sýnir slæma málefnalega stöðu. Hvorki þú né þessi sagnfræðingur virðist

skilja að ævintýrið um Jesús og guðdóm hans er grundvöllur kristninnar og það er að sjálfsögðu ykkar mál. En þegar menn

skilja ekki grundvallaratriði af þessu tagi er ekki von á góðu frá þeim í umræðum. Vonandi hættirðu með þetta ad hominem

nagg.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 18:09

16 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hvaða kirkja heldurðu eiginlega að hafi verið allsráðandi allt til þess er mótmælendur klufu sig úr henni? Maður verður að gera kröfu til þess að þeir sem tjá sig hérna um þetta málefni þekki einföldustu grundvallaratriði, hafi heyrt af samþykktum kirkjuþinga kaþólsku kirkjunnar þar sem ævintýrið um Jesú var hannað osfrv. Annars er skrýtið að yfirlýstur trúleysingi skuli hlaupa í slíka stólpafýlu yfir hrynjandi kristnum fabúlum sem hér ber greinilega vitni.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 19:21

17 Smámynd: Haukur Hólmsteinsson

Baldur, þú ert að reka þig aftur og aftur á að láta trúleysishitann í þér flækjast fyrir um hvað er um verið að ræða. Það eru flestir hérna sammála þér um að Jesú hafi ekki verið þessi kraftaverkakall eins og kirkjan meinar. Ef við hættum öllu því bulli og tölum um efnið þá býst ég við að næsta svar þitt verði 5 sinnum styttra.

Ég er á báðum áttum með hvort að Jesú sem menn tala um í guðspjöllunum og einhverjar heimildir eru hafðar um þennan mann sem "átti" að hafa gert þessi kraftaverk (smá varnagli svo að ég detti ekki í gryfjuna hans Baldurs, ég er eins viss og maður sem var ekki upp á þessum tíma getur verið viss um að hann framkvæmdi engin "kraftaverk" sem eftir honum er höfð) var til. En eins og skynsamur einstaklingur verð ég að sjá hvað báðar hliðar hafa að segja.
Ég býst við að þú hafir séð heimildarmyndina/samsærismyndina Zeitgeist en þar er verið að reyna að sýna fram á mikið af því sem þú heldur fram. Mismunandi nöfn sem líkjast Jesú og jafnvel mikið gefið að um sé verið að ræða sama manninn. Þar er samt líkja verið að halda fram að einhverjar heimildir séu falsaðar, og ég er bara ekki tilbúinn til að taka einhverja menn bara á orðinu um það. Engu að síður er ég opinn fyrir því og eftir að hafa lesið fyrrnefnda grein á vísindavefnum er ég engan vegin sannfærður um að Jesú hafi verið til (enn og aftur, meðal-Jóninn Jesú).
Hins vegar finnst mér bæði loðið að halda því annars vegar fram að Jesú hafi verið til, að það sé söguleg staðreynd; sem og að hann sé alls ekki til, bara af því að það er ekki til Guð. 

Haukur Hólmsteinsson, 4.9.2007 kl. 21:04

18 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Haukur, þetta er óleysanleg þversögn. Ef þú viðurkennir að þú trúir opinberu ævintýrunum um Jesús ertu að útrýma þínum eigin trúverðugleika (núna erum við á 21. öldinni) en ef þú samþykkir útþynntan Jesús sem hafi verið mannlegur og ekki sendur af neinum ósýnilegum kalli í himninum, þarftu jafnframt að taka fram að þú viljir að milljarðastofnanir sem eru byggðar á því sem þú trúir ekki verði lagðar af. Það væri rosalega skemmtilegt ef menn gætu fest fingur á þessarri grundvallarröksemd. Ég er ekki neinn trúleysingi þó einhverjir vilji klína þeim stimpli á mig. Ég vil bara losna við ómögulega vitleysu af framfæri skattgreiðenda eins og ég er sífellt að taka fram. Vilji menn taka þátt í umræðum þurfa þeir að taka tillit til þess sem viðmælandinn segir. Mín vegna mega menn trúa hverju sem þeim sýnist, þeir mega trúa á hundinn sinn og holt og hæðir eða hvað sem er. Mér er nákvæmlega sama um það. Þeir eiga bara sjálfir að fjármagna slíkan átrúnað, mínum skattpeningum er varið í skárri verkefni. 

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 22:01

19 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við þurfum að tengja hlutina saman. Eins og ég hef bent á þá framleiðir skólakerfið hreinlega treg- og ólæst fólk. Það er engin leið að ljúga sig frá þessarri staðreynd. Þetta er samkvæmt stefnu. Hvað er verið að verja með þessarri stefnu? Ómögulegar mýtur? Þetta gerðist ekki í gær heldur hefur það verið að þróast. Og það versnar. Ég tala við kennara daglega og veit vel við hvað þeir eiga að etja. 

Treg- eða ólæs maður er ofurseldur fyrirsögnum ruslpósta og ofurgrunnum þrjátíu sekúndna talandi  hausum í imbakassanum. Síðustu menntamálaráðherrar hafa verið jesúfrík sem ekki trúa á samræðustjórnmál. Vakna nú.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 22:12

20 Smámynd: Haukur Hólmsteinsson

Ok jæja, svarið hefði mátt vera 5 sinnum styttra hjá þér...
En ég skil ekki hvernig þú lest að ég trúi opinberu ævintýrunum um Jesú... ég var einmitt að segja andstæðuna, fínt að lesa kannski bréfið áður en þú svarar því.
Og þegar ég segi trúleysishitan er ég að meina þá andkirkjuhitann, það hefði kannski verið betur orðað hjá mér, ég gerði bara óvart ráð fyrir trúleysi þínu eftir les mín á fyrri svörum, ég vona að fólk ekki aðeins fyrirgefi mér þá villu heldur skilji hana.
En enn og aftur ertu ekki kominn með einn einasta punt úr áreiðanlegri heimild sem styður fyrirsögnina þína og pistilinn sem henni fylgir... sem þessi umræða er búin að reyna að þróast í áttina að, en þú nærð einhvernvegin alltaf að leika Gunnar í krossinum og afvegaleiða þetta með alls konar trúleysisáróðri.
Sem ég myndi annars fíla, talandi sem alger trúleysingi. En mér langar bara að þú gerir þetta almennilega ef þú gerir þetta á annað borð. Trúðu mér, ég væri himinlifandi ef þú myndir ná að sannfæra mig um að Jesú hafi ekki verið til, ég er þinn maður. Þú átt bara nokkuð í land...

Haukur Hólmsteinsson, 5.9.2007 kl. 00:54

21 identicon

Sumir trúa því að Bigfoot sé til aðrir trúa því að Loch Ness skrímslið sé til og enn aðrir trúa á álfa og huldufólk, hvað er það sem gerir eldri sögur illa menntaðra frummanna trúverðugri en video og ljósmyndir nútímamanna?

DoctorE (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 12:43

22 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Haukur, ég verð að biðja þig að hætta þessum barnalegu ad hominem árásum.

Fólk sér í gegnum þessi trix og enginn nennir að ansa þeim sem þurfa að flýja

í slík trix.

Baldur Fjölnisson, 5.9.2007 kl. 13:37

23 identicon

Þú virðist ekki fyrir nokkurn mun skilja eitt Baldur. Ég hélt því aldrei fram að þessi Jesú sem ég var að tala um hafi verið getinn af heilögum anda og gert kraftaverk. Ég er bara að segja að til hafi verið maður sem hét Jesús frá Nazaret og var krossfestur fyrir guðlast. Til eru nokkuð margar heimildir sem staðfesta tilvist þessa manns og er það einmitt verk manna eins og þig að hrekja þessar heimildir. Ekki halda því fram að hann hafi ekki verið til og biðja okkur um að afsanna það, því þá munum við alltaf vitna í þessar heimildir.

Ég get komið með annað dæmi. Akkíles. Núna eru líka til fleiri en tvær óháðar heimildir um tilvist hans (t.d. Illíonskviða og Hómerskviða). Samt er til sú goðsögn að Akkíles hafi verið sonur gyðju og að honum hafi verið dýft í ánna Styx og því verið ódauðlegur. Þótt ég efist um trúverðuleika þess verð ég að hafa mig allan frammi til að afsanna að maðurinn Akkíles hafi verið til. 

Það er margt  í mannkynssögunni sem hægt er að véfengja en ekki um tilvist manna sem næsta víst er að voru til, án þess að hrekja þær heimildir sem til staðar eru.

Ég veit ekki hvort Nero spilaði á fiðlu á meðan Róm brann, en Nero var til.

Ég veit ekki hvort Calicula gerði hestinn sinn að ræðismanni, en Calicula var til.

Ég efast um að Herakles (Herkúles) hafi verið sonur Seifs, en Herakles var að öllum líkindum til.

Listinn heldur áfram og áfram. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 13:52

24 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þessi Jesús er án ævisögu, ekki er til af honum nein mynd, ekki nein lýsing á útliti hans - möo um er að ræða afar þokukennda þjóðsagnapersónu.

Baldur Fjölnisson, 5.9.2007 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 115878

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband