Færsluflokkur: Bloggar

Síkópatahyski framleiðir á færibandi terrorsjó og stríð og fjármálabólur og aðrar mjög svo ábatasamar ógnir

Á sjötta hundrað manns biðu bana eða særðust í fimm sprengjuárásum í miðborg Bagdad í dag. Árásirnar eru taldar tengjast kosningum í mars á næsta ári. Lögreglumenn eru grunaðir um að hafa aðstoðað árásarmennina sem bera ábyrgð á ódæðinu.

Yfirvöld segja að minnsta kosti 127 hafi fallið og yfir 450 særst. Mörgum hinna særðu er ekki hugað líf. Sprengjurnar sprungu með skömmu millibili sem bendir til þess að einhver einn aðili hafi skipulagt öll tilræðin. Fjórar af sprengjunum sprungu í grennd við opinberar byggingar. Fjölmörg börn og unglingar voru meðal þeirra sem létu lífið eða særðust.

Mikil öryggisgæsla er í miðborg Bagdad og því er talið að lögreglumenn hafi aðstoðað árásarmennina.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, fordæmir ódæðin. Miklar framfarir hafi átt sér stað í Írak að undanförnu þegar komi að stjórnmálum og öryggis- og efnahagsmálum. Öfgamönnum muni ekki takast að grafa undan uppbyggingarstarfinu í Írak.

Vísir, 08. des. 2009 22:24

Lögreglumenn taldir hafa aðstoðað árásarmennina

visir.is

 

 


Þú mátt ekki lemja mig núna þá trekki ég svo illa um helgina, sagði skækjan við dólginn

Released December 4, 2009
Summary
(en) This document presents an e-mail communication chain between Indriði H. Þorláksson, appointed to negotiate the Icesave debt on behalf of the Icelandic government, and Mark Flanagan of the International Monetary Fund (IMF). Flanagan is the IMF's mission chief for Iceland, and was appointed subsequent to the recent Icelandic banking crisis.

Most notably, Indriði suggests to postpone the negotiations on "a loan agreement along the previous lines (increased governmental debt)" until after the elections on April 25, calling it "politically impossible to accomplish".

In an interview with IMF Survey in February 2009, Flanagan suggested that the "elections need not interrupt the program", stating that other countries had experienced similar negotiations while elections were held[1].

Although Indriði is negotiating one of the most serious agreements in Iceland's history, he tells the IMF's Mark Flanagan to contact him at his personal "mac.com" email address, potentially taking subsequent negotiations outside the Icelandic government's archive (former Alaskan governor and Vice-presidential candidate Sarah Palin, whose email's were released by WikiLeaks faced legal action for using private email addresses to hide government correspondence chains.)

Part of the email chain appears on a list of classified documents related to Icesave which are viewable only by members of the Icelandic parliament.[2].

The email shows that at least some of the negotiation between the IMF and Iceland took place over insecure email, sent via British internet links. According to numerous press investigations, the British intelligence agency GCHQ automatically intercepts such emails as they pass through British territory.
Help us create a just and corruption free world.
DOWNLOAD/VIEW FULL FILE FROM
fastest (Sweden), current site, slow (US), Finland, Netherlands, Poland, Tonga, Europe, SSL, Tor

Opinber ævintýri vísindalega staðfest af keyptum vísindahórum

Grófustu og jafnframt augljósustu dæmin um þetta á síðari tímum eru Hollywoodsjóið 11. sept. 2001 og global warming svindlið. Í báðum tilvikum er opinberlega útgefin vitleysa gerð góð og gild af vísindalegum gúmmístimplum sem þiggja laun og styrki frá þeim sem panta gúmmístimplunina og síðan jarma ruslveiturnar með í þessum siðlausa lygahórukór.
En að sjálfsögðu er með öllu ómögulegt að halda til streitu til lengdar upplognum og ósönnum hlutum og því hefur lygavefurinn um global warming sprungið í loft upp og vafalaust fer hollywoodsjóið sömu leiðina. En þar er miklu meira í húfi; aftökur eða fangelsanir vegna landráða og fjöldamorða og stríða á upplognum forsendum, raunar allsherjarhrun alls heila hóruhússins sem kallast stjórnkerfi hins frjálsa heims ásamt ruslveitum. En raunar er allt það auma hrófatildur farið að hallast nú þegar hvort eð er.

Þúsundir tonna af gervigulli valda paník á markaði

Tungsten (wolfram) hefur nánast sömu eðlisþyngd og gull og hefur því lengi verið mjög ábatasamt að nota það sem kjarna í skartgripum, mynt og gullstöngum og húða síðan með alvöru gulli. Tonn af tungsten kostar nokkrar milljónir en tonn af gulli milljarða þannig að það er hægt að nota mikið af gulli í þetta en græða samt rosalega. Undanfarið hefur borið á vaxandi erfiðleikum við að þegja þetta óþægilega vandamál í hel, sérstaklega eftir að Kínverjar fluttu nokkur tonn af gulli frá hvelfingum glæpahyskisins í City of London til Hong Kong og tékkuðu á góssinu. Þetta gerðist fyrir rúmum mánuði og síðan hefur gullið rokið stjórnlaust upp. Það stendur víst til að endurskíra Fort Knox sem Fort Tungsten og þýski seðlabankinn er orðinn mjög órólegur vegna gullforða sem glæpahyski í Federal Reserve í New York er með í geymslu fyrir hann og hefur án efa stolið fyrir lifandis löngu.

Bankastjórar á neyðarfundi heima hjá Davíð Oddssyni í mars 2006

Sunnudagskvöldið 26. mars árið 2006 var haldinn neyðarfundur á heimili Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra með bankastjórum stóru bankanna þriggja að beiðni þeirra sjálfra, vegna ískyggilegrar stöðu íslensku bankanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Styrmis Gunnarssonar, Umsátrið - Fall Íslands og endurreisn.
Fundinn heima hjá Davíð sátu seðlabankastjórarnir þrír, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis og Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, var ekki sjálfur á staðnum, en var í símasambandi.

Í bók Styrmis segir að á fundinum hafi komið fram að bankarnir hafi fjármagnað sig á þessum tíma með skammtímalánum í verulegum mæli, jafnvel til þriggja mánaða í senn. Bankastjórarnir óttuðust, að daginn eftir, mánudaginn 27. mars, yrði slíkum lánum ýmist sagt upp eða þau ekki endurnýjuð og bankarnir myndu samstundis hrynja.

Niðurstaða fundarins varð sú, að gera ekkert fyrir mánudagsmorgun en taka á vandanum ef hann kæmi upp. Þann dag gerðist ekkert. Styrmir segir að þessi atburður hafi hins vegar orðið til þess að bankastjórunum varð mjög brugðið og að ákveðin straumhvörf hafi orðið í afstöðu þeirra til þeirrar gagnrýni sem á þeim hafði dunið frá erlendum greiningardeildum. Þeir hafi hafist handa við að lengja í lánum og endurskipuleggja fjármögnun bankanna, en fundurinn átti sér stað tveimur og hálfu ári fyrir bankahrunið.

Fréttastofa ræddi við einn fundarmanna á téðum fundi og fékk staðfest að atvikalýsing Styrmis í bókinni væri rétt.

Þá greinir vefsíðan eyjan.is frá því, og vísar í bók Styrmis, að Jean Claude Trichet hafi hringt ævareiður í Davíð Oddsson í apríl 2008 og hótað að grípa til aðgerða sem myndu leiða til gjaldþrots íslensku bankanna. Trichet hafi haldið því fram, að íslensku bankarnir stunduðu óeðlileg gerviviðskipti við Seðlabanka Evrópu í gegnum Seðlabanka Lúxemborgar.

Þorbjörn Þórðarson skrifar:

Visir.is

http://visir.is/article/20091118/VIDSKIPTI06/947337006


Mjög fljótleg 10 þús. prósent ávöxtun fyrir skattgreiðendur

Væri að kaupa inn lygamæla og tengja þá við helstu veruleikahönnuði
almennings, pólitíkusa, embættismenn og gögn á ruslveitum og birta
almenningi niðurstöðurnar jafnóðum. Þetta myndi snarlega skila
milljörðum, jafnvel milljarðatugum vegna massauppsagna. Ruslveita ríkisins myndi geispa golunni
innan mánaðar, til mikilla hagsbóta fyrir skattgreiðendur og restin af
ruslveitunum myndi fljótlega fylgja í kjölfarið. Fjórskipti
einflokkurinn myndi leysast upp ásamt álþingi og mestallri
stjórnsýslunni og nokkrir tugir þúsunda neyðast til að flýja land í
snarheitum þar sem þeim væri ekki lengur vært hér. Þetta er að öllu
leyti nákvæmlega það sem við þurfum.

Fyrsta af raðgjaldþrotum seðlabankans kostaði skattgreiðendur 300 milljarða

Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Tapaðar veðlánakröfur seðlabankans á gjaldþrota bankakerfi eru upp á 300 milljarða. Síðan lagði ríkissjóður til aðra 300 milljarða til að taka yfir bankakerfið sem var nýbúið að spila ábyrgðarlausa óvita í seðlabankanum upp úr skónum og þar með að fullkomna sitt viðskiptamódel - að stela landinu og flytja það út, allt undir kontról pólitískra eigna sinna og sýndarlöggæslu og skrípaeftirlits.

AGS og Norðurlöndin lánuðu til áframhaldandi starfsemi þrotabús seðlabankans  og færist það til málamynda í bókhald þrotabúsins. En að sjálfsögðu færast næstu gjaldþrot þess á skattgreiðendur, það er ekki nein önnur endastöð hvað það varðar. Þessi lán upp á hundruði hafa víst átt að styrkja krónuna, sem er nánast bannað að selja, en er samt krónískt í sögulegum botni og ætti það að segja sitt um það traust sem markaðurinn hefur á mafíusjónhverfingum þessum öllum. Spekúlantar munu án efa mergsjúga þetta rotna kerfi skipulega á næstu misserum og seðlabankinn fara reglulega á hausinn á kostnað skattgreiðenda. 


Ekki uggur í Brussel

Vá hvað mér létti mikið að frétta að Össur Skarphéðinsson hefði fundið út að það væri ekki teljandi uggur yfir því í Brussel að svo til aðeins erlendar eignir hér og annað botnskrap í dæmalausa pólitíska hóruhúsinu hér vildu koma okkur í EB. Þetta er víst bara geispi í mesta lagi þarna úti en hlýtur samt að vera uppörvandi fyrir þetta nýsovétveldi Evrópu að fá enn til meðferðar trúgjarna kjána sem hægt er að heilaþvo að vild, það hefur nú gengið misjafnlega þarna niðri í Evrópu og gengur víst inn. Leiðitöm hóra sem lætur kúnnann alfarið ráða ferðinni er náttúrlega ávallt gulls ígildi.

Svona virka sem fyrr lög og reglugerðir gúmmístimpla álþingis og seðlabanka

Fyrirtæki á undanþágu uppvís af milljarða gjaldeyrisbraski

Um það bil fjörtíu fyrirtæki hafa orðið uppvís af því að misnota undanþágu um gjaldeyrishöft frá Seðlabanka Íslands með stórfelldu gjaldeyrisbraski samkvæmt fréttastofu RÚV.

Um er að ræða tugmilljarða viðskipti samkvæmt heimildum RÚV en Seðlabankinn hefur þegar vísað tuttugu málum til Fjármálaeftirlitsins.

Þá kemur einnig fram í fréttinni að um sé að ræða fámennan hóp eða um tuttugu einstaklinga.

Fyrirtækin eru ekki brotleg gagnvart lögum en gjarðir (sic) þeirra ganga gegn anda laganna um gjaldeyrishöftin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband