Færsluflokkur: Bloggar

Hrynjandi aðsókn að hóruhúsi fjórskipta einflokksins.

Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta og 8 borgarfulltrúa af 15 samkvæmt könnun, sem Stöð 2 og Fréttablaðið hafa gert. Vika er til borgarstjórnarkosningannma.

Samkvæmt könnuninni ætla 43,8% að kjósa Besta flokkinn og hann fær samkvæmt könnuninni 8 borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fá 21,1% fylgi hvor flokkur og 3 borgarfulltrúa. Vinstri grænir fá 9,8% fylgi og 1 fulltrúa. Framsóknarflokkur fær 2,7% og engan mann kjörinn. Önnur framboð fá um hálft prósent hver.

Hringt var í 800 manns í gærkvöldi og tóku 69% afstöðu í könnuninni. mbl.is


Hóruræðið á litlu Sikiley, frh.

Magma Energy fær samtals 14,7 milljarða króna að láni frá opinberum aðilum vegna kaupa á 98,53% hlutafjár í HS Orku. Þegar Geysir Green Energy (GGE) keypti stóran hlut í HS Orku af Reykjanesbæ fékk félagið seljendalán frá bæjarfélaginu. Nú þarf bæjarstjórn Reykjanesbæjar að taka afstöðu til þess hvort lánið verði framlengt til Magma Energy, en það hefur ekki verið gert formlega.

Morgunblaðið greindi frá því í gær að tæp 40% kaupverðs Magma Energy á hlut Geysis Green Energy fælust í yfirtöku á skuldabréfi sem gefið var út til Reykjanesbæjar. Sveitarfélagið sendi frá sér tilkynningu í kjölfarið þar sem meðal annars sagði að tilboðið yrði skoðað af bæjarstjórn, þar sem Magma Energy væri sterkari bakhjarl en GGE. Magma verður því að öllum líkindum endanlegur greiðandi skuldabréfsins, en ekki GGE, að því gefnu að Reykjanesbær geri ekki kröfu um að Magma greiði skuldabréfið upp við kaupin á hlutnum.

Þegar Orkuveita Reykjavíkur (OR) seldi ríflega 30% hlut í HS Orku til Magma Energy sl. haust voru um 70% greidd með skuldabréfi sem Magma gaf út til OR, eða um 8,4 milljarðar króna.

mbl.is


Another Happy Hooker

Vísir, 03. maí. 2010 20:55

Jón Gnarr vill leysa erfið mál með gleði

Jón Gnarr segir að 
Besti flokkurinn ætli ekki að bjóða fram annarsstaðar en í Reykjavik. 
Mynd/ Vilhelm.
Jón Gnarr segir að Besti flokkurinn ætli ekki að bjóða fram annarsstaðar en í Reykjavik. Mynd/ Vilhelm.

Jón Hákon Halldórsson skrifar:

Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, segist taka málefni borgarinnar, á borð við skattamál og samgöngumál, alvarlega. Það sé vel hægt að leysa mál með gleði þó þau séu alvarleg.

„Við tökum þau mál mjög alvarlega og hugleiðum þau mjög vel. Það er fullt af erfiðum málum sem bíða úrlausnar. Við erum alveg sannfærðir um það að þó að mál séu erfið að þá má leysa þau með gleði," sagði Jón Gnarr í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Jón segir jafnframt að Besti flokkurinn stefni að því að finna leiðir til hagræðingar og hann vill lækka útsvar Reykvíkinga.

Jón segir að Besti flokkurinn stefni ekki að frekari framboðum að sinni. „Við ætlum að klára þetta verkefni fyrst, áður en við förum að taka að okkur fleiri. Þetta er nú alveg nógu stórt verkefni," segir Jón. Hann segir því að ekki verði boðið fram í fleiri sveitarfélögum í vor þótt á tímabili hafi verið stefnt að framboði í Kópavogi.

Jón Gnarr stefnir að því að kynna fullmannaðan og kynbættan lista, eins og hann orðar það, á næstu dögum. „Við erum búin að fjölga konum inni á listanum og munum tilkynna það á næstu dögum hverjar þær eru og hvar á lista," segir Jón.

Jón segir að Besti flokkurinn standi fast við þau stefnumál sín að fá ísbjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, íkorna í Hljómskálagarðinn og froska á Reykjavíkurtjörn. „Okkur langar þetta og ég held að það megi alveg leysa svona mál ef fólk hittist og talar saman," segir Jón, aðspurður hvort það sé verkefni borgarstjórnar að fást um þessi mál.

Jón segir að Besti flokkurinn stefni að því að ná 10 mönnum inn í borgarstjórn. Það þýðir hreinn meirihluti.

Rúður brotnar í hóruhúsum, þó ekki hóruhúsinu við Austurvöll

Hórudót hins opinbera hóruræðis á vettvangi kom í veg fyrir frekari spjöll.

""""Nokkrir einstaklingar voru handteknir eftir að þeir brutu rúðu í Landsbankanum. Um er að ræða hóp sem gekk ásamt fjölmenni niður Laugaveginn í kröfugöngu um klukkan hálf tvö í dag.

Hópurinn á svo að hafa klofið sig frá göngunni og brotið rúðuna.

Samkvæmt DV þá hlupu slökkviliðsmenn á eftir skemmdarvörgunum en þeir voru að mótmæla því að þeir væru búnir að vera samningslausir í heilt ár. Þeir náðu þremur skemmdarvörgum sem lögreglan handtók svo.

Þegar haft var samband við varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfesti hann að rúðubrotið hefði átt sér stað en gat ekki gefið frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Mikil reiði beinist að Landsbankanum líkt og öðrum bönkum hér á landi. Ekki er þó vitað hvað einstaklingunum gekk til með athæfi sínu.

Lögreglan er sátt við hátíðarhöld í kringum verkalýðsdaginn.""" visir.is

 

 

 

 


Hyski í sömu frímúraramafíunni

Ég kom þarna í ári síðan við í Monaco og þar hékk uppi mynd AF Margeiri og hórunni á Hverfisgötunni í faðmlögum. Það er víst hægt að kaupa hvað sem er og bara spurning um verð.

Aftökur í heildsölu, sem jafnframt eru þokkalegt sjó

Mér líst best á að framkvæma þetta með þeim hætti að vera með langan pall með sleppanlegum botni og sé hægt að raða á hann þetta 15-20. Pallurinn er síðan hífður upp af krana í þetta 100 metra hæð eða svo þannig að tryggt sé að þúsundir geti fylgst með atburðinum og svo er sleppt. Tölva hefur áður ákvarðað fallhæð hvers aðila og sleppir honum samkvæmt því og því er auðvelt að afgreiða feita menn og granna á einu bretti og skila skrokknum örugglega til endanlegrar vinnslu alltaf í einu lagi. Það væri gaman að sjá samkeppni um hönnun þessa búnaðar hjá verkmenntaskólum landsins. Amen og kúmen.

Hagkvæmar aftökur

Það er miklu meira en nóg af fólki nú þegar en ég held að það þurfi að setja á ungt fólk sem er með raunhæfar hugmyndir og stefnu um að nýta tröllvaxnar auðlindir okkar. Með öðrum orðum við þurfum að snúa frá hóruhugmyndafræði fjórskipta einflokksins og reyna raunhæfari hluti.

Hálfvitar við stjórn vonuðu að þetta væri bara vondur draumur, misskilningur

DO: Ég er ekki að tala um það, ég er alls ekki að tala um það, þá datt mér ekki í hug að fara því að
þá urðu menn bara að reyna að gera sitt besta, en þetta var svona, þegar ég þóttist sjá að bankakerfið mundi ekki standa þetta af sér, ekki nema þá að það kæmi, eins og ég, maður var alltaf að hafa þann fyrirvara að þetta mundi allt saman vera misskilningur og þetta mundi allt saman, markaðirnir opnast og asnarnir með gullkisturnar kæmu aftur og allt þetta. Ég velti fyrir mér þegar maður talar fyrir daufum eyrum, á maður bara ekki að fara? Og hérna, þetta, ég hef gert þetta svo sem áður, ég hérna, þegar ég var búinn að vera tíu ár forsætisráðherra þá kallaði ég á nokkra menn og sagði: Bíddu, ég tel mig standa mig ágætlega, af því að ég hef nægilega sjálfumgleði til þess, en ég bara þekki það af sögum að þegar einhver maður er búinn að vera svona lengi, eins og tíu, ellefu ár að hversu góður sem hann er – ég tala nú ekki um hversu góður sem hann þykist vera – að þá er okkur svo auðvelt að segja: Heyrðu jú, jú, það er allt í lagi með kallinn, hann gerir margt ágætlega, en er nú ekki hægt að fara að skipta? Bíddu, ég er farinn að verða „handicapped―. Mínir félagar sögðu við mig sko kannski að sumu leyti að sömu atvinnu að þeir töldu hann allir af því að hætta, hann væri svo ern og flinkur. Svo þegar hann var ekki lengur ern og flinkur og þeir vildu að hann hætti að þá harðneitaði karlinn þannig að.


VÁ: Mér fannst athyglisvert að þú segir að það hafi ekki hvarflað að þér að hætta eftir að hrunið
varð, vegna þess að – og með því er ég alls ekki að gefa í skyn að þú berir ábyrgð á hruninu umfram
annan – en hérna samt hafði orðið hrun þar sem að þín stofnun lék vissulega stórt hlutverk og
ráðherrar sem komu að þessu og Fjármálaeftirlit. Er það ekki bara eðlileg viðbrögð í lýðræðisríki,
burt séð frá því hvernig maður skynjar sína eigin ábyrgð að ja, víkja?


DO: Nei, það fannst mér ekki, vegna þess að eins og ég segi, ég, Seðlabankinn hafði að sínu leyti
staðið við allt sitt, hann hafði staðið við allt sitt og rúmlega það. Þegar að allt hrundi að þá sá hann
hér um að kerfið, venjulegt bankakerfi og við – þó að ég kannski hafi ekki tekið mikinn þátt í því –
við gerðum þar hluti sem við höfðum engar lagaheimildir til. Við ábyrgðumst öll vísakort allra
landsmanna. Engin lagaheimild fyrir því. Hvar sem þeir voru í heiminum. Það skildi enginn það,
það hrundu allir bankarnir en það gátu allir borgað með vísakortunum sínum, það var út af því að
Seðlabankinn gaf út tilkynningu, sem hann hafði enga heimild til, um það að hann mundi ábyrgjast
öll vísakort manna. Eins gott að menn vissu það ekki, því þá hefðu þeir kannski farið að taka út það
sem þeir áttu ekki fyrir. En þetta var dæmi um það að menn réðu við það sem þeir voru að gera,
menn réðu við það sem þeir voru að gera. Þannig að mér fannst alveg sjálfsagt og eðlilegt og ég taldi áttúrulega þessa aðför sem síðan var gerð að Seðlabankanum stórkostlega skaðlega, eins og hefur ýnt sig, það var sagt að það yrði að reka Seðlabankastjórana til að, þá mundi gengið fara að styrkjast g endurreisnin hafast, gengið hefur hrunið og ekki náð sér á strik síðan, sú er staðreyndin, sú er staðreyndin.

 

6. Ákvörðun um hæfi Vilhjálms Árnasonar – 10. apríl 2010

Á fundi rannsóknarnefndar Alþingis 10. apríl 2010 er tekið fyrir bréf Davíðs Oddssonar, fyrrverandi
formanns stjórnar Seðlabanka Íslands, sem barst nefndinni 24. febrúar 2010. Í bréfinu lýsti Davíð m.a. því viðhorfi sínu að starfsmaður nefndarinnar, sem Davíð nafngreinir ekki, hefði gert sig vanhæfan með spurningum sem hann lagði fyrir Davíð við skýrslutöku. Davíð Oddsson var kvaddur til skýrslutöku fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 7. og 12. ágúst 2009, svo og 4. janúar 2010. Miðað við efni þeirra ummæla sem Davíð vísar til virðist þar átt við spurningar sem Vilhjálmur Árnason, prófessor og formaður vinnuhóps um siðferði, beindi til Davíðs Oddssonar 12. ágúst 2009. Erindi Davíðs er tekið til afgreiðslu í nefndinni samkvæmt 3. gr. laga nr. 142/2008.

6.1. Erindi Davíðs Oddssonar Í bréfi Davíðs Oddssonar frá 24. febrúar 2010 segir m.a svo:
„Þá vil ég láta þess getið, að er ég kom til skýrslugjafar fyrir nefndinni tók að spyrja mig
einstaklingur, er starfar á vegum nefndarinnar. Hóf hann spurningar sínar á því að upplýsa mig um
að hann teldi mig að minnsta kosti „ekki einan bera ábyrgð á bankahruninu. Þá varð hlutaðeigandi
maður ítrekað skilinn svo að hann lýsti mikilli furðu á að ég hefði ekki fyrir löngu sagt af mér embætti mínu. Þarf ekki að hafa mörg orð um hversu vandlega umræddur einstaklingur hefur með
þessum yfirlýsingum gert sig vanhæfan til starfs fyrir nefndina. Vænti ég staðfestingar nefndarinnar á því, að umræddur einstaklingur hafi á engan hátt komið að því að móta skoðanir eða aðrar
niðurstöður er tengjast mínum störfum, minna samstarfsmanna eða annarra er á sama sviði hafa
starfað.


Skemmtilegt hvernig nefndin tók Dabba í nefið

Hann reiðir nú ekki vitið í þverpokum blessaður og öll viðleitni til að mennta hann hefur farið inn um annað og svo beint út um hitt. Bullið í honum fyrir nefndinni er ótrúlegt, annað hvort hefur hann verið á mjög sterkum lyfjum eða gleymt að taka þau. Ekki er von að vel hafi farið með slíkan speking við stjórnvölinn og álíka þunna náhirð til ráðuneytis. Napóleon Bonaparte lét víst svo um mælt að heimska þyrfti yfirleitt ekki að vera til trafala í pólitík og hefur það glögglega birst hér lengi. Amen og kúmen.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 116343

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband