Færsluflokkur: Bloggar

Næstu þjóðagjaldþrot raða sér í biðröðina hjá IMF. Sennilega hálft ár eða svo í að Bretland, Ítalía og BNA bætist í hópinn

Vísir, 23. okt. 2008 07:17

Ungverjar sækjast eftir aðstoð IMF

mynd
Frá Budapest, höfuðborg Ungverjalands.

Ungverjaland hefur nú bæst í hóp ríkja sem sækjast eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þar með eru löndin orðin fimm því fyrir eru Ísland, Úkraína, Pakistan og Hvíta-Rússland.

Engin niðurstaða er enn fengin í það með hvaða hætti sjóðurinn kemur til með að aðstoða okkur Íslendinga. Hér eru staddir sérfræðingar frá sjóðnum, einnig sendinefnd frá Bretlandi, sameiginleg sendinefnd frá Noregi og Svíþjóð og á morgun er væntanleg sendinefnd frá bandaríska fjármálaráðuneytinu.


Þeir munu áfram reyna að halda ykkur sofandi með innihaldslausu mjálmi á meðan restin af eignum ykkar brennur upp

Mjálmið í Geir Haarde er alveg án innihalds en virðist þó enn virka á hina alheiladauðu ef marka má blávinstri hluta bellkúrfu álitsgjafa íhaldsins hér á blogginu. En þessi míkróskópíski jaðarhópur hefur sem fyrr ekkert að segja hversu mikið sem ruslveitan reynir að flagga honum. Fólk einfaldlega veit betur nú orðið og fáir eru nógu vitlausir til að trúa endalaust raðlygurum og aftaníossum þeirra. Lifið heil.

Minni hagkerfi munu fyrst fara á hausinn og síðan smám saman hin stærri

Þetta er fremur augljóst ferli. Þau stærri munu reyna að halda þeim minni á floti en þar sem vonlaust er að lækna gjaldþrot með enn frekari skuldsetningu þrotabúsins þá mun þetta aðeins flýta gjaldþroti hinna stóru. Þetta er þegar fyrir nokkru komið á dómínókubbastigið og markaðsaðilar vita vel að heimurinn er margyfirveðsettur og þar með fallít og því heldur flótti úr gjaldþrota hlutabréfamörkuðum áfram þrátt fyrir endalaust örvæntingarpump seðlabanka og ríkisstjórna. Þannig er það, bræður og systur, það eru kraftar komnir í gang sem engin leið er að hemja. Þú skipar ekki snjóflóði að stoppa þegar það er á annað borð komið af stað. Flóðbylgja verður ekki kjöftuð niður. Stay tuned.

Óeðlilegt að ísl. skattgreiðendur þurfi að standa undir lífvarðakostnaði við eitthvað erlent leppadót

að er því eðlileg frumkrafa að erlendir eigendur leppadótsins hér byrji á að taka þann kostnað af hérlendum skattgreiðendum og skapi þannig trúverðugleika gagnvart eignarhaldi sínu á landinu áður en þeir og eignir þeirra byrja að reyna að ljúga fram frekari "björgunaraðgerðir". Best væri að sturta þessu leppadóti eins og það leggur sig niður um Arnarhól og upp í Washington enda er það best geymt saman sem deilir viðhorfum, vinnubrögðum, hugmyndafræði og eftir atvikum geðveilu.

Villi Egils reynir þó enn að vera hreinskilinn, öfugt við lygamaskínuna sem hann tilheyrir

Viðskipti | mbl.is | 21.10.2008 | 18:28
Spá 10% efnahagssamdrætti

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að SA geri nú ráð fyrir því að íslenska hagkerfið muni dragast saman um allt að 10% í kjölfar hruns fjármálakerfisins. [sem sjálfsagt þýðir 25% þegar bókhaldsleikfimi hagtalnahönnuða hins opinbera verður reiknuð úr ljósaskiptunum hingað niður á jörðina] Hann segir að atvinnuleysi á næsta ári gæti orðið 6-8%. [spurning hvort hann heldur að atvinnuleysið núna sé 1% eins og Lísa í undralandi í Vinnumálastofnun heldur fram eða rúmlega 3% eins og kemur fram hjá Hagstofunni. kannski er hann raunverulega að meina 10-15%.]

„Við sjáum fyrir okkur að verg landsframleiðsla muni dragast saman um í kringum 10%," segir Vilhjálmur við Reutersfréttastofuna. [við settum fimm miða með 10, 12, 15, 20 og 25 í hatt og drógum einn og vorum svona líka ljónheppnir.]

Hann segir að landsframleiðslan í ár verði líklega nánast óbreytt frá því sem var í fyrra því aukningin fyrr á þessu ári vegi upp þann samdrátt sem verði nú í árslok.

Vilhjálmur segir, að búast megi við að hagvöxtur verði á ný árið 2010 því tækifæri séu fyrir nýja aðila á íslenskum markaði, einkum í fjármálageiranum.

„Ég held, eða vona, að við munum ná okkur á strik fyrr en margir halda," segir Vilhjálmur. Hann segist búast við að 7000 störf muni tapast á næstu vikum og mánuðum og atvinnuleysi verði 3,5-4% [með öðrum orðum 20% þegar risavöxnum atvinnuleysisgeymslum ríkisins og dagvistun skólakerfisins hefur verið bætt við]. Það gæti farið í 6-8% á næsta ári sem yrði það mesta í meira en áratug.

Hann segir að afar fá fyrirtæki hagnist á þessari stöðu og útflutningsfyrirtæki verði fyrir tjóni, þrátt fyrir gengisfall krónunnar, vegna þess að markaðir hrörna. [og innflutt aðföng hækka í verði vegna uppgufunar krónunnar]

Verst verði staðan þó væntanlega hjá byggingarfyrirtækjum og þjónustufyrirtækjum [jamm, þetta brandarahagkerfi byggist að miklu leyti á því að hver þjóni undir rassgatið á öðrum og hefur því lengi verið dæmt til að hrynja eins og spilaborg]. Nú sé mikilvægast, að styrkja krónuna sem muni auðvelda viðskipti við útlönd.

Þá segir Vilhjálmur, að verðbólga, sem hafi verið vandamál á Íslandi árum saman, muni hjaðna þegar ró færist yfir gjaldmiðilinn. „Við munum ekki sjá neina varanlega verðbólgu," segir hann. „Við erum að horfa á breytingu á hlutfallslegu verði. Það mun ekki hefjast víxlverkum launa og verðlags og það sem við mælum sem verðbólga mun lækka. [rétt, heimurinn er gjörsamlega að drukkna í offramleiðslugetu og æðislegur innflutningur á verðhjöðnun og offramleiðslugetu frá Asíu mun áfram vinna gegn heimatilbúinni verðbólgu. verðhækkanageta fyrirtækja er auk þess engin vegna gífurlegrar skuldsetningar almennings og hrikalegs eignatjóns hans undanfarið.]

Hann segir að stöðugur gjaldmiðill sé einnig lykillinn að því að koma í veg fyrir að kaupmáttur launa hrapi. [krónan er gufuð upp en það er huggun harmi gegn að vakúm er vissulega stöðugt] Nú sé hins vegar útlit fyrir að kaupmáttur minnki um 15% á næstu 6-9 mánuðum. [það munaði svona miklu að Villi nefndi stöðugleikann en annars forðaðist hann ódýr auglýsingatrix pólitíkusa, þó fyrrum pólitíkus sé - mér finnst hann fremur aðlaðandi kostur sem fjármálaráðherra í bráðabirgðastjórninni]


Efla ber af öllum kröftum þjónustu við erlenda ferðamenn

Við þurfum að efla þjónustu við erlenda ferðamenn og gera hana bæði fjölbreytta og eftirsóknarverða. En hér vantar sárlega ýmsa grunnþjónustu sem lengi hefur þótt sjálfsögð í ýmsum rótgrónum menningarsamfélögum. Því legg ég til að kvartköruðu tónlistarholunni við höfnina, fjárhagslegu svartholi og komandi martröð skattgreiðenda verði þegar í stað breytt í kombínerað hóruhús og spilavíti. Förgunarúrræðið norðan við Arnarhól gæti einnig nýst ágætlega í sama tilgangi og væri raunar bara bitamunur en ekki merkjanleg eðlisbreyting að taka förgunarúrræðið til þeirra nota. Byggja mætti brú milli þessarra hóruhúsa/spilavíta til að samnýta þau. Síðar mætti hugsanlega bæta við starfsemina öðru hentugu húsnæði við Arnarhól. Hugsanir?

Hálfvitaglott nýja bankastjórans passar nákvæmlega í klúbbinn sem réði hann til starfa

Bavíanar ráða apakött til starfa. Þetta er eftir öðru. Litlu við það að bæta.

Segir bréf SÍ til erlendra seðlabanka hafa farið beint í ruslið

mynd

Indriði Ívarsson sölustjóri hjá Ögurvík segir að greinilegt sé að bréf Seðlabanka Íslands til erlendra seðlabanka um að þeir liðki til fyrir gjaldeyrisviðskiptum við Ísland hafi farið beint í ruslið.

"Við reyndum í krafti þessarar tilkynningar frá Seðlabankanum í gær að fá senda gjaldeyrisyfirfærslu frá viðskiptavini í Portúgal til Íslands en hún var stoppuð í Belgíu," segir Indriði. "Þannig að við ætlum alfarið að hætta þessum tilraunum að fá yfirfærðar greiðslur að utan þar til Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er tekinn við hér á landi."

Indriði segir að þrátt fyrir tilraunir Seðlabankans til að koma á eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum til landsins sé allt helfrosið ytra. "Aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að málum hérlendis er orðið að lífsspursmáli fyrir okkur sem og alla aðra sem stunda út- og innflutning til landsins," segir Indriði.

Fram kemur í máli Indriða að Ögurvík geti sent skip sín tvö til veiða í vikunni en ef gjaldeyrisviðskiptin við útlönd komist ekki í lag fyrir vikulokin sé ekkert annað en stöðvun framundan hjá fyrirtækinu.

http://visir.is/article/20081021/VIDSKIPTI06/816772368/-1


Seðlabankinn er opinberlega gjaldþrota og ekki lengur hægt að ljúga sig frá því

Megnið af lánakröfum bankans vegna endurhverfra viðskipta við bankakerfið er tapað fé eins og kemur fram í FBL í dag. Þegar ríkið setti gömlu bankana í kennitöluskipti urðu kröfur seðlabankans eftir á gömlu kennitölunum og eru því lítils eða einskis virði og seðlabankinn því augljóslega gjaldþrota. Hér er um að ræða hundruði milljarða króna.

Mikki mús gaf ekki kost á sér í forstjórastöðu Landsvirkjunar og því heldur núverandi teiknimyndafígúa áfram

Málefni eru ekki rædd. Pólitíkusar og ruslveitur (sem enginn heilvita maður kallar lengur því hátíðlega nafni fjölmiðla) og keyptir álitsgjafar velta sér upp úr þjóðernisrembingi og tilfinningaklámi og útúrsnúningum sem fyrr. Landsvirkjun er algjörlega gjaldþrota. Orkusölusamningar við húsbændur erlendra eigna eru skrípaleikur. Lán geta ekki bjargað gjaldþrota búi. Við höfum fyrir löngu tapað okkar efnahagslega sjálfstæði og það pólitíska var heldur aldrei til nema hjá málpípum erlendra leppa. Þetta er því miður niðurstaðan og hún blasir við. Erlendis tekur enginn lengur mark á þessum skrípaleik. Við teflum fram jaðarmongólítum og nytsömum sakleysingum og lélegum bílasölum sem peningar og ruslveitur hafa einhvern veginn svikið inn á okkur og þetta dót er verra en gagnslaust eins og hver maður ætti orðið að sjá.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband