Bankastjórar á neyðarfundi heima hjá Davíð Oddssyni í mars 2006

Sunnudagskvöldið 26. mars árið 2006 var haldinn neyðarfundur á heimili Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra með bankastjórum stóru bankanna þriggja að beiðni þeirra sjálfra, vegna ískyggilegrar stöðu íslensku bankanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Styrmis Gunnarssonar, Umsátrið - Fall Íslands og endurreisn.
Fundinn heima hjá Davíð sátu seðlabankastjórarnir þrír, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis og Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, var ekki sjálfur á staðnum, en var í símasambandi.

Í bók Styrmis segir að á fundinum hafi komið fram að bankarnir hafi fjármagnað sig á þessum tíma með skammtímalánum í verulegum mæli, jafnvel til þriggja mánaða í senn. Bankastjórarnir óttuðust, að daginn eftir, mánudaginn 27. mars, yrði slíkum lánum ýmist sagt upp eða þau ekki endurnýjuð og bankarnir myndu samstundis hrynja.

Niðurstaða fundarins varð sú, að gera ekkert fyrir mánudagsmorgun en taka á vandanum ef hann kæmi upp. Þann dag gerðist ekkert. Styrmir segir að þessi atburður hafi hins vegar orðið til þess að bankastjórunum varð mjög brugðið og að ákveðin straumhvörf hafi orðið í afstöðu þeirra til þeirrar gagnrýni sem á þeim hafði dunið frá erlendum greiningardeildum. Þeir hafi hafist handa við að lengja í lánum og endurskipuleggja fjármögnun bankanna, en fundurinn átti sér stað tveimur og hálfu ári fyrir bankahrunið.

Fréttastofa ræddi við einn fundarmanna á téðum fundi og fékk staðfest að atvikalýsing Styrmis í bókinni væri rétt.

Þá greinir vefsíðan eyjan.is frá því, og vísar í bók Styrmis, að Jean Claude Trichet hafi hringt ævareiður í Davíð Oddsson í apríl 2008 og hótað að grípa til aðgerða sem myndu leiða til gjaldþrots íslensku bankanna. Trichet hafi haldið því fram, að íslensku bankarnir stunduðu óeðlileg gerviviðskipti við Seðlabanka Evrópu í gegnum Seðlabanka Lúxemborgar.

Þorbjörn Þórðarson skrifar:

Visir.is

http://visir.is/article/20091118/VIDSKIPTI06/947337006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ekkert í pistlinum þínum, Baldur, kemur mér á óvart. Hrunið á sér mun lengri aðdraganda en gerendur í því máli hafa látið í veðri vaka. Ég frétti ítrekað, meira en ári fyrir hrun, að í einkasamtölum sjálfstæðismanna í innsta hring við vissa einstaklinga, hafi þeir vitað að allt var að hrynja. Hinsvegar brugðust þessir óráðsíugemsar ekki á neinn hátt við því sem þeir vissu að var að fara að gerast.

Jóhannes Ragnarsson, 19.11.2009 kl. 19:28

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ríkið var allan tímann í ábyrgð fyrir þeim, þess vegna fengu þeir botnlaus lán.

Eftir ótrúlegan lygavaðal fjármálamafíunnar og pólitísks hóruhúss í eigu hennar voru loks allar lygaskjóður fullar um áramótin 2008/9 og ljóst að ruglið hékk allt á bláþræði og menn í æðstu stöðum fjármálafyrirtækja sögðu þá kokhraustir að þeir vissu ekkert um hvernig ástandið yrði eftir hálft ár. En yfirmaddömurnar í hóruhúsinu þeirra héldu bara áfram að halda fólki sofandi til að hámarka tap þess og hámarka jafnframt hagnað pimpanna sinna.

Baldur Fjölnisson, 19.11.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 116346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband