Langalræmdur ruglustrumpur vill láta reka Egil Helgason fyrir hlutdrægni

Fyrrum dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, krefst þess á vefsvæði sínu að sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason verði rekinn af RÚV, þar sem hann heldur úti sívinsælum þætti sínum, Silfur Egils.

Ástæða þess að Björn vill láta reka sjónvarpsmanninn geðþekka er sú að hann sé svo hlutdrægur í afstöðu til manna og málefna að það gerir hann óhæfan til þess að stjórna þætti um þjóðmál á Ríkisútvarpinu, sem lýtur lögum um hlutleysi.

„Lögleysan í kringum þátt Egils, verður ekki afsökuð með því, að hann sé einhver öryggisventill fyrir almenningsálitið, sem annars brytist fram á enn hroðalegri hátt en í nafnlausri illmælgi á bloggsíðu Egils," segir Björn sem einnig var menntamálaráðherra á tíunda áratugnum en RÚV heyrir undir menntamálaráðuneytið.

Björn spyr svo að lokum: „Hver hefur heimild til að leysa Egil Helgason undan lögum um ríkisútvarpið? Páll Magnússon, útvarpsstjóri? Sé svo, ætti hann að sýna eigendum RÚV hana."

visir.is

[Fyrirsögnin endurbætt af B.F.]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nú sammála því að það megi alveg setja ofan í við hann og Rúv í heild sinni. Smfylkingarslagsíðan er ekki bara pínleg þarna, heldur beinlínis hættuleg. Persónulegt mat Egils er það að við skulum taka Icesave þegjandi, halda AGS og ganga í evrópusambandið.  Það birtist svo í viðmælendavali og efnistökum (einnig hjá öðrum fréttaskýrendum á ruv)

Það er fáránlegur strámaður hjá Agli að mála þetta sem einhverja persónulega árás og dragnast með einhvern píslarvættiskross. Samfylkingin gegnsýrir alla fölmiðun hér og það er algerlega óviðunandi að hún ráði efnistökum og fréttamati á ríkisfjölmiðli. Egill þarf áminningu þar eins og fleiri á þessu batteríi.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.10.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hef ekki séð nokkurn skapaðan hlut frá ruslveitu ríkisins síðustu tvö árin og gafst upp á kellingaspjalli Egils þegar hann var með það á ruslveitu stöðvar tvö. En þetta væl í BíBí (einum alöruggasta gagnvísi landsins) bendir óneitanlega til þess að Egill sé að gera eitthvað rétt.

Baldur Fjölnisson, 21.10.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband