Líklegt að niðurhal efnis af ruslveitum sé mjög aftarlega á verkefnalista lögreglu og annarra apparata gjaldþrota ríkisvalds

30. sep. 2009 - 10:45 pressan.is

Margir vilja stela Fangavaktinni gegnum Torrent: Netþjónn Alþingis í ólöglegu niðurhali?

Svo virðist sem íslenskir netverjar séu sólgnir í ólöglegt niðurhal á sjónvarpsþættinum Fangavaktinni á Stöð 2, því mörg þúsund Íslendingar sóttu fyrsta þáttinn á vefsíðunum thevikingbay.org og ýmsum torrent-síðum í gær og fyrradag. Svo virðist sem netþjónn Alþingis hafi verið notaður í þeim vafasama tilgangi.

Fyrsti þátturinn af Fangavaktinni var frumsýndur á sunnudagskvöld á Stöð 2 og er haft eftir Snæbirni Steingrímssyni, framkvæmdastjóra SMÁÍS, sem eru samtök rétthafa, í Fréttablaðinu í dag að samtökin hafi haft mikinn viðbúnað vegna þessa og séu í nánu sambandi við lögreglu. Hart verði tekið á öllum þjófnaði, til séu nú margfalt betri upplýsingar en áður um notendur skráarskiptasíðna og þeir sem sæki sér ólöglegt efni verði kærðir fyrir þjófnað. Fulltrúar SMÁÍS hafi setið fyrir framan tölvurnar og safnað sönnunargögnum, eins og Snæbjörn orðar það.

Presssan fékk senda ljósmynd af niðurhali gegnum skráarskiptasíðu, þar sem augljóslega er verið að hala efni niður með ólöglegum hætti. Fangavaktin er þar á meðal. Svo virðist meira að segja sem einhver netverji sé að nota netþjón Alþingis í þessum vafasama tilgangi.

Snæbjörn segir að þeir sem hafi hlaðið Fangavaktinni ólöglega niður megi alveg vera með í maganum í dag. Menn liggi misvel við höggi þegar kemur að sönnunargögnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég sé að Fangavaktin er komin öðru sinni á vikingbay og þúsund eru að seeda það, sem án efa þýðir að amk. tvö þúsund hafa sótt þetta. Fyrra eintak sóttu amk. sex þúsund og svo er þetta líka á tengdur.net. Allt í allt gerir þetta í það minnsta 10-12 þúsund sem hafa orðið sér úti um eintak og ef aðeins kostar milljón að kæra og lögsækja og sekta hvern og einn þá gerir pakkinn ekki nema hvað 10-12 milljarða. Sýslumaður þarf síðan vafalaust að ráða amk. hundrað manns til að sjá um árangurslaust fjárnám vegna þessa skara og athugið að hér er ég bara að tala um fyrsta þáttinn af átta, hahahaha. Vafalaust verða sökudólgarnir 20-25 þúsund talsins amk. þegar allt er talið og er ég samt að áætla þetta allt afar varlega.

Baldur Fjölnisson, 30.9.2009 kl. 18:02

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er greinilega orðin brýn nauðsyn fyrir fjölgun sýslumannsembætta.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2009 kl. 19:36

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég hef verið mikið innan um unglinga á torrentunum sl. fjögur ár og haft mikla ánægju af því.

Þeir hlógu geðveikt að eigin sögn að eftirfarandi innleggi sem ég var með um málið.

"""Bullið í þessum Snæbirni er alveg yfirgengilegt.

Það er ljóst að amk. 10-12 þúsund manns hafa sótt þennan þátt nú þegar á vikingbay og tengdur og mér finnst líklegt að þegar allir átta þættirnir hafa skilað sér á torrentana verði sökudólgarnir amk. 25 þúsund.

Snæbjörn ætlar sem sagt að eyða ótöldum milljónum í að setja saman lista yfir sökudólgana og fara síðan á löggustöðina og kæra allt safnið. Þá mun annað tveggja gerast:

1. Löggan flýtir sér að ráða 100-200 manns í málið og leggur allt annað til hliðar og fjármálaráðherrann heimilar 10-15 milljarða króna aukafjárveitingu til málsins með opna heimild til 10 milljarða í viðbót eftir því sem málið gengur fram. Fjölga þarf líka um amk. 100 manns hjá sýslumanni vegna flóðbylgju sem skellur á embættinu í formi innheimtu á sektum, fjárnáms osfrv.

2. Löggan pantar menn í hvítum sloppum til að sækja Snæbjörn og nafnalistana hans.

Möguleikinn á 1. verður að teljast sirka 0.001%

og möguleikinn á 2. því um 99.999%."""

Baldur Fjölnisson, 30.9.2009 kl. 19:49

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er gaman að ræða við unglinga ekki síst vegna þess að þeir virðast fremur óvanir því að fullorðið fólk tjái sig við þá á vitrænum nótum. Þeir eflast því yfirleitt í tjáningunni ef þeir finna fyrir einhverju respekt í sinn garð frá slíkum.

Annað dæmi úr torrentaormagarðinum:

"""Það er kreppa og mikil reiði í þjóðfélaginu yfir NAUÐGUN sem framin hefur verið gagnvart okkur."""

Sagði bridde og þetta er síður en svo ofsagt. Raunar er þetta akkúrat hamarinn á naglahausinn. Það er í lagi að básúna suman þjófnað og býsnast yfir honum en ef heilu landi er stolið og það flutt út eru víst þjófarnir hafnir yfir gagnrýni í fjölmiðlum í þeirra eigin eigu. Ef glæpalýðurinn hefur löggæsluna í vasanum og getur að öðru leyti keypt allt og alla sem honum sýnist verður hann víst líka ósnertanlegur. Þannig að hugtakið þjófnaður verður smám saman afstætt og hagsmunatengt og því meira sem þú nærð að stela því meira vald færð þú í krafti peninga og því betur gengur þér aftur að fría þig frá því að vera opinberlega úrskurðaður þjófur.

Baldur Fjölnisson, 30.9.2009 kl. 21:22

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Meira.

FARBIOND sagði:

"""hins vegar finnst mér að við ættum að bera virðingu fyrir þeim sem brasa við að framleiða hágæða íslenskt efni ..efni sem kostar peninga og gefa þeim svona 6 mánuði áður en við förum að skoða vöruna ..ég kaupi ef efnið er gott ..ef efnið er drasl eins og 70% af framleiddu rándýru efni þá kaupi ég það ekki ..ég kaupi ekki 20 mínútna grín þátt vegna þess að titillinn er hlægilegur .. Ég kaupi fangavaktina vegna þess að 90% af gangavaktina er hreinlega skelfilega fyndið og hlægilegt..

ég mæli með því að við sýnum smá virðingu og sendum framleiðendum fangavaktarinar smá aura .. og gerum það bara beint tökum smáís útúr myndini já og alla hina peninga plokkarana sem eru á milli okkar og fangavaktarinar"""

Og mitt svar var:

"""Þetta er vissulega mjög svo heilbrigt sjónarmið hjá þér FARBIOND og metsala á þessu efni sem sumir býsnast yfir að sé stolið virðist benda til þess að almenningur sé yfirhöfuð miklu betur siðferðilega þroskaður en stjórnendur hans sem hann kýs í kosningum í boði fjármálalegra þjófa. Ég býst við að hinn almenni maður viti í raun alltaf hvað klukkan í rauninni slær þrátt fyrir allan heilaþvottinn en menn vilja í lengstu lög trúa á kosningar og lýðræði og aðra álíka heilaga auglýsingafrasa og svo miða þeir yfirleitt aðra við sjálfa sig og eiga því erfitt með að skilja raðlygara og aðra siðblindingja - sem að sjálfsögðu vinna einmitt með þennan skilningsskort."""

Baldur Fjölnisson, 30.9.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband