Heldur seint að fatta þetta fyrst núna

Til að geta stolið heilu landi og flutt það út þarf ákveðið skipulag og aðdraganda og tryggja þarf öðru fremur að fyrirtækjakostað ríkisvald og alveg sérstaklega yfirstjórn menntamála, og ruslveitur (helstu veruleikahönnuðir almennings) sé algjörlega heiladautt og/eða siðblint eftir atvikum. Það gildir sem sagt að halda lýðnum sofandi og með falska öryggiskennd á meðan hann er rúinn inn að skyrtunni. Mafían þarf að kafa fullt kontról á eftirliti og innrætingu að ég tali nú ekki "löggæsluna". Og þetta höfum við séð gerast síðustu 1-2 áratugina. Það er full seint fyrir fjóskipta einflokkinn að koma með það af fjöllum núna.

-------------------------------------------------------------------------------------------

 

Fréttablaðið, 23. sep. 2009 06:45

Herskáir hugvísindamenn

 

 

 

Katrín boðar breytingar

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sat fund Sagnfræðingafélagsins í gær.

fréttablaðið/stefán

 

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir það að reka skóla eftir lögmáli framboðs og eftirspurnar geta komið niður á hugvísindum. Þetta kom fram á málfundi Sagnfræðingafélags Íslands í gær um hugvísindi á krepputímum.
Framlög til mismunandi greina háskóla eru ákveðin eftir reikniflokkum og eru hugvísindi langneðst í þeim flokki. Katrín sagði að verið væri að endurskoða þetta kerfi í ráðuneytinu.

Íris Ellenberger, formaður Sagnfræðingafélagsins, lagði á það ríka áherslu að vísindasamfélagið tryggði sjálfstæði sitt, bæði gagnvart atvinnulífinu og ríkisvaldinu. Ríkisstjórnin hefði afhent atvinnulífinu námið í góðærinu. Standa yrði vörð um vísindalegt frelsi.

Viðar Hreinsson, framkvæmdastjóri Reykjavíkurakademíunnar, sagði hugvísindafólk hafa brugðist í aðdraganda kreppunnar. Þeir hefðu til að mynda ekki gagnrýnt „vitfirrt gjálfur" Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um eðlisþætti Íslendinga umfram aðrar þjóðir. Skortur á gagnrýnni hugsun væri á ábyrgð hugvísindanna.

Margir sem tóku til máls kvörtuðu yfir því að hugvísindin hefðu lengi verið fjársvelt og nú væru sóknarfæri í þeim geira. Ráðherra sagði ljóst að tími hinna herskáu hugvísindamanna væri upp risinn.- kóp

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband