Ljós í mykrinu: Geigvænlegt offramboð stjórnenda og fræðinga skapar gríðarstór sparnaðarfæri

Um eitt þúsund framkvæmdastjórar og forstjórar eru á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun. Um helmingur atvinnulausra hefur hins vegar einungis lokið grunnnámi.

Hjá Vinnumálastofnun eru tæplega fimmtán þúsund manns skráðir atvinnulausir eða í hlutastörfum. Menntunarstig hefur mikið vægi í atvinnuleysinu, en um 49 prósent þeirra sem eru án atvinnu hafa eingöngu lokið grunnnámi og 14 prósent framhaldsskólanámi. Á atvinnuleysisskrá eru einnig um 1000 manns sem voru áður í forstjóra- eða framkvæmdastjórastöðum og um 2000 manns eru langskólagengnir sérfræðingar á ýmsum sviðum.

Ný samantekt Capacent ráðninga sýnir að umsækjendur um störf slá lítið af kröfum til starfa og launa þrátt fyrir kreppu. Af þeim sökum hefur borið á því að erfitt reynist að manna láglaunastörf, enda er nokkurs konar samkeppni á milli lægstu launa og atvinnuleysisbóta.

Gunnar Haugen, framkvæmdastjóri Capacent ráðninga, segist hafa orðið var við að umsækjendur vilji heldur vera á atvinnuleysisbótum og bíða eftir heppilegri stöðu, en að fara í láglaunastörf.

visir.is

Fyrirsögnin er mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bankarnir og skipulögð glæpastarfsemi í þeim og sápukúlufyritækjum í kringum þá gerðu meira en að setja þjóðarbúið á hausinn, þetta rústaði líka launastrúktúr landsins og alveg sérstaklega togaði það laun stjórnenda og fræðinga upp til móts við launakjör í fjármálakeðjubréfaskímunum. Þetta situr allt eftir hjá hinu opinbera og einkafyrirækjum í þrautyfirmettuðum stjórendamarkaði á hlægilegum launum. Og enn eru gerviháskólar hér og þar í óða önn að dæla út enn meira af spekúlöntum og fræðingum í þessa vonlausu hít. Þannig að það liggur beint við með tilliti til augljósra markaðsaðstæðna að reka megnið af stjórnendum landsins og láta síðan það sem kemur í staðinn vera á launakjörum sem endurspegla framboð og eftirspurn á þessum markaði.

Baldur Fjölnisson, 16.9.2009 kl. 19:24

2 Smámynd: eysi

Vonandi fer fólk að fatta það að það er ekki eins björt framtíð á sumum háskóla brautum eins og var í gamla daga.

eysi, 16.9.2009 kl. 20:11

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Pólitískar eignir skuldapappíra- og ruslpóstsvæðingarinnar kepptust við að fela atvinnuleysið í sífellt fleiri gerviháskólum. Sérpikkaðir hálfvitar fjármálaveldisins hafa skipulega útrýmt allri heilastarfsemi í menntamálaráðuneytinu og nú erum við hér með enn eina bóluna, stjórnendur og vandamálafræðinga sem alltof mikið er af og kerfið bætir enn stanslaust á þann haug í öllum þessum gerviháskólum sínum.

Baldur Fjölnisson, 16.9.2009 kl. 20:52

4 Smámynd: eysi

Sem betur fer valdi ég verknám en ekki pappírs nám

eysi, 17.9.2009 kl. 12:31

5 Smámynd: proletariat

Gaman að sjá að þú getur en kallað hlutina sínum réttu nöfnum

proletariat, 19.9.2009 kl. 22:39

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Lengi lifi verknámið sem að maður var svo heppin að velja sér verðum við bara ekki að koma hér af stað einskonar menningarbyltingu og kenna fólki á skóflur og handverkfæri

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.9.2009 kl. 17:05

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það segir sig sjálft að á yfirmettuðum markaði þarf verð hins útselda að lækka. Það er bara einfalt markaðslögmál - framboð og eftirspurn. Og aðeins vitfirringar myndu vera með stórfellda framleiðslu til að auka enn yfirmettunina. En samt sjáum við hlægilega yfirborgaða stjórnendur hjá hinu opinbera og fyrirtækjum og enn er í gangi massíf framleiðsla á alls konar fræðingum og stjórnendum. Kerfið sjálft er greinilega kengbilað og þarf að fara í alvarlega rannsókn. Það er ekki endalaust hægt að halda upp á handónýtt lið í stjórnkerfinu og alvarlega yfirborgað og senda bara skattgreiðendum reikninginn.

Baldur Fjölnisson, 21.9.2009 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband