Gjaldþrota ríkissjóður í ábyrgð fyrir hátt í fjögur þúsund milljarða króna

Íslenska ríkið er í ábyrgð fyrir hátt í fjögur þúsund milljörðum króna, ef tekið er tillit til Icesave og yfirlýsingar ríkisins um að tryggja innlendar innistæður í bönkum. Ábyrgðir ríkisins hafa margfaldast á síðustu árum.

Ríkið er í ábyrgð fyrir lánum ýmissa opinberra fyrirtækja og stofnana. Ábyrgðirnar hafa aukist jafnt og þétt frá árinu 2000.
Ríkisábyrgðir námu 377 milljörðum árið 2009 og standa nú, samkvæmt yfirliti Seðlabankans, í tæpum þrettán hundruð milljörðum. Lánastofnanir eru fyrirferðarmestar, en þar er Íbúðalánasjóður langstærstur. Næst kemur Landsvirkjun, en skuldir þessara tveggja aðila hafa aukist svo um munar. Annað er fyrirferðarminna.

Eins og áður sagði eru þetta samtals þrettán hundruð milljarðar. Hins vegar er ekki tekið tillit til tveggja veigamikilla þátta í þessum tölum. Í fyrsta lagi eru allar innistæður í bönkum ríkistryggðar samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands. Hér er um að ræða um 2 þúsund milljarða sem ríkið er í ábyrgð fyrir. Yfirlýsingin hefur ekki verið afturkölluð en hefur þó ekki heldur verið bundin í lög, og því væntanlega ekki talin með í þessum formlegu tölum.

Icesave skuldbindingin er heldur ekki með í yfirliti Seðlabankans, þrátt fyrir samþykki Alþingis á ríkisábyrgð. Ómögulegt er að segja til um hvað fellur á íslenska ríkið vegna Icesave reikninga Landsbankans en ábyrgðin í heild er um 750 milljarðar króna.

Ríkisábyrgðir nema því um fjögur þúsund milljörðum þegar allt er tekið með.

Þess ber að geta að ef samkomulag við erlenda kröfuhafa um að þeir eignist Kaupþing og Íslandsbanka gengur í gegn og þegar bankakerfið kemst í eðlilegt horf á ný mun ríkið væntanlega falla frá ótakmarkaðri ríkisábyrgð á innlendum innistæðum.

visir.is

http://www.visir.is/article/20090914/FRETTIR01/354780275


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband