9.9.2009 | 09:41
Ævintýraleg vitleysa úr vændisræðinu
Sveinn hinn Ungi, 19.10.2008 kl. 23:48

Undanfarið hefur gefið á bátinn í fjármálaheiminum í kjölfar lausafjárkreppu erlendis og undirmálslána í Bandaríkjunum. Í því umróti og lækkunar á mörkuðum hafa sjónir beinst að stöðu íslensku bankanna sem hafa á liðnum árum fjárfest af kappi erlendis og hefur umfang þeirra margfaldast á nokkrum árum.
Staða þeirra er hinsvegar traust. Þeir standa vel og er lausafjárstaða þeirra prýðileg og fjármögnun þeirra allra lokið til lengri tíma. Ég hef ásamt mínu fólki í viðskiptaráðuneytinu fundað með fjölda manns á liðnum dögum um stöðu og horfur á fjármálamarkaði og stöðu fjármálafyrirtækjanna okkar. M.a. með stjórn Félags fjármálafyrirtækja og formanni stjórnar Fjármálaeftirlitsins.
En Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gegna lykilhlutverki við það að fylgjast með og kortleggja stöðuna.
Niðurstaða þeirrar yfirferðar er sú að íslensku bankarnir standa vel. Þá bendir margt til þess að umróti loknu náist ágætt jafnvægi í íslensku efnhagslífi þar sem verðbólga er nálægt viðmiðunarmörkum Seðlanbanka, gengi krónunnar gangi hægt og jafnt niður og að vaxtalækkunarferli hefjist innan skamms.
Því eru horfur um margt góðar og miklu skiptir að bæði athafnamenn og stjórnmálamenn haldi ró sinni og tali ekki aukin eða óþarfa ótta í stöðuna sem vissulega er viðkvæm enn um sinn.
Sveinn hinn Ungi, 19.10.2008 kl. 23:49

Fyrir nokkru lagði hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins undir forystu Ástu Möller fram tillögu til þingsályktunar sem kveður á um að viðskiptaráðherra sé falið "að gera athugun á því hvort og á hvaða sviðum fyrirtæki og stofnanir í eigu ríkis og sveitarfélaga eru í samkeppni gagnvart einkaaðilum, einnig að kanna hvort þessi fyrirtæki hafi eflt samkeppnisstöðu sína gagnvart einkafyrirtækjum á undanförnum árum. Þá er viðskiptaráðherra jafnframt falið að gera athugun á því í hversu miklum mæli stofnanir og fyrirtæki hins opinbera sinna verkefnum sem sérhæfðir aðilar í atvinnulífinu gætu leyst jafnvel eða betur fyrir minna fé.
Ráðherra skili Alþingi skýrslu um málið fyrir 1. apríl 2008." Segir í inngangi tilögunnar.
Áfram segir til að glöggva lesendur á efni hennar: "Á síðustu 1015 árum hefur ríkið markvisst dregið sig út úr samkeppnisrekstri. Fjölmörg fyrirtæki á vegum ríkisins hafa verið einkavædd og má þar m.a. nefna bankastarfsemi og fjarskiptaþjónustu. Á hinn bóginn hefur fjölgað þeim stofnunum ríkisins sem sinna stjórnsýsluverkefnum og öðrum samfélagslegum verkefnum sem talið er eðlilegt að séu fjármögnuð af ríkinu.
Oft eru stofnanir settar á laggirnar til að sinna afmörkuðum verkefnum, sem síðan snúa upp á sig og aukast að umfangi með tilheyrandi auknum kostnaði. Til þessara stofnana eru ráðnir vel menntaðir og metnaðarfullir starfsmenn, með víðtæka yfirsýn á þeim vettvangi sem þeir starfa á. Af þeim sökum og oft einnig vegna kröfu um sértekjur viðkomandi stofnana sjá þeir ákveðin tækifæri í því að útvíkka starfsemi stofnunarinnar. Þetta þýðir fleira starfsfólk, aukið fjármagn til reksturs og aukin umsvif ríkisstofnana, en slík útþensla stofnana er oft kennd við Parkinson-lögmálið".
Rekstur á vegum ríkis og sveitarfélaga hefur sökum umfangs síns mikil áhrif á starfsumhverfi og starfsmöguleika fyrirtækja í landinu. Þegar opinber stofnun víkkar út starfsemi, hvort heldur er af eigin hvötum eða sökum rúmrar skilgreiningar á þeim lögum sem hún starfar eftir, eða vegna aukinna skyldna sem sett eru á stofnunina, er veruleg hætta á að hún fari að rekast í horn starfsemi sem einkaaðilar hafa markað sér bás."
Ritstjóri Fréttablaðsins henti þessa tillögu á lofti fyrir nokkrum dögum og sá í henni tækifæri fyrir undirritaðan til að taka utan um þessi mál sem snerta samkeppnisstöðu fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga. Ég tek undir það með ritstjóranum og tel rétt að taka jákvætt í tillögu þingmannanna um að fram fari athugun á því á hvaða sviðum fyrirtæki og stofnanir í eigu ríkis og sveitarfélaga eru í samkeppni gagnvart einkaaðilum. Þetta eru grundvallarviðfangsefni stjórnmálanna. Hverju á hið opinbera að sinna og hvað er betur og eðlilega fyrir komið hjá einkafyrirtækjum.
Gott dæmi um það er fjármálaþjónustan. Aðeins fimm árum eftir að einkavæðingu íslensku ríkisbankanna lauk hefur útrás og velgengi þessarar fyrirtækja verið með ólíkindum. Bankarnir eru orðnir megin fyrirtækin í okkar samfélagi sem skaffa þúsundum góð og vel launuð störf. Og þjóðarbúinu um 10% tekna sinna. Frábær árangur og dæmi um þá krafta sem leystir voru úr læðingi með löngu tímabærri einkavæðingu.
Því er sjálfsagt að skoða vel og stöðugt hvar mörkin eiga og mega liggja á milli opinbers reksturs og starfsemi einkaaðila. Með það fyrir augum að efla frjálsa samkeppni og stykja þá starfsemi sem að ríkið á í raun að sinna. Velferð og menntun fólksins.
Ef á annað borð á að fara út í slíka athugun sem þingmenn Sjálfstæðisflokks leggja til er þó eðlilegt að mínu mati að viðfangsefnin séu víðtækari en felst í tillögunni og nái til hvers kyns hugsanlegra takmarkana á samkeppni sem stjórnvöld kunna að stuðla að með lögum og reglum. Í því sambandi er til að mynda full ástæða til að skoða rekstrarumhverfi í landbúnaði og afleiðingar undanþágu ákvæða frá samkeppnislögum. Það er hægt að víkka út og skoða í vinnu viðskiptanefndar með málið.
Ég á ekki von á öðru að sá þingmannahópur sem stendur að þingsályktunartillögunni sé mér sammála í þessu efni, enda mikilvægt grundvallarsjónarmið að kraftar einkaframtaks og afl samkeppni séu sem virkastir.
Sveinn hinn Ungi, 19.10.2008 kl. 23:52

Stjórnarsáttmálinn sem Samfylking og Sjálfstæðisflokkur samþykktu í gær ber með sér söguleg tíðindi. Samvinna flokkanna byrjar vel með fyrirheitum um að ráðist verði í mörg brýn verkefni á sviði efnahags- og velferðarmála.
Það kom mér ánægjulega á óvart að fá í minn hlut viðskiptaráðuneytið. Auðvitað eru það tímamót á ferli hvers stjórnmálamanns að taka við ráðherraembætti og ekki óraði mig fyrir því að ég yrði í þeirri stöðu 36 ára gamall en svona er lífið.
Nú taka við nýjir tímar og ný og spennandi verkefni.
Viðskiptaráðuneytið er eitt af atvinnuvegaráðuneytunum og undir það falla samkeppnismál, neytendamál og öll fjármálastarfsemin í landinu. Útrás fjármálafyrirtækjanna sem nú skaffar í kassann stóran hluta af tekjum ríkisstjóðs og starfsemi bankanna almennt.
Nú er þessu ráðuneyti gert hærra undir höfði enda hefur fjármálastarfsemi og mikilvægi samkeppnismála vaxið hratt og örugglega á fáum árum. Nú er tækifæri til þess að efla rammann utan um þessa starfsemi verulega og auka ábata samfélagsins af útrás fjármálafyrirtækja. Sem er einstök.
Um leið þarf að skerpa á ábyrgð og skyldum slíkra fyrirtækja við samfélagið. Sanngjarnt hlutfall réttinda og skyldna.
Nú er að setja sig vel inn í málin og ná utan um málaflokkinn á næstu vikum og mánuðum. Og fá gott fólk með í föruneytið.
Meira um stóru verkefnin síðar.
Sveinn hinn Ungi, 19.10.2008 kl. 23:54

Eitt helsta erindi jafnaðarstefnunnar er að efla frjáls viðskipti og virkja samkeppni á mörkuðum til hagsbóta fyrir neytendur. Þannig eflum við verðmætasköpun til að standa undir velferðinni, breytum hlutverki ríkisvaldsins með minni ríkisrekstri en aukinni áherslu á eftirlit með skýrum leikreglum og skattkerfi sem hindrar að skattasamkeppni í heimi alþjóðavæðingar veiki undirstöður velferðarríkisins.
Þessvegna er mikilvægt að tryggja virka og öfluga samkeppni og byggja undir útrás nýrra atvinnugreina á sviði verslunar og þjónustu.
Öflugar og traustar eftirlitsstofnanir liggja t.d. útrás bankanna til grundvallar. Þær byggja upp traust á þeim sem fjármálafyrirtækjum í fremstu röð njóti þær sjálfar trausts.
Eitt af markmiðum ríkisstjórnarinnar er að efla þessar stofnanir og að því tilefni mæli ég á Alþingi í dag sem viðskiptaráðherra fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um greiðslu kostnaðar vegna opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi og er þar lagt til að rekstrarkostnaður FME aukist um 52% á milli ára. Það er í takt við umfang útrásar fjármálafyrirtækjanna en frá þeim hefur FME tekjur sínar. Ekki úr ríkissjóði.
Við þurfum fjármálaeftirlit í fremstu röð til að tryggja stöðugleika og öryggi í rekstri fjármálaþjónustufyrirtækja. Fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í hagkerfinu, s.s. varðandi greiðslumiðlun, vörslu sparnaðar og þau eru farvegur fjármagns til arðsamra verkefna.
Við þurfum fjármálaeftirlit til að stuðla að trausti í viðskiptum og trúverðugleika markaðarins. Fjárfestar og sparifjáreigendur verða að hafa trú á því að undirstöður fjármálaþjónustufyrirtækjanna séu í lagi og leikreglum sé fylgt, t.d. varðandi jafnræði fjárfesta. Að öðrum kosti verður virkni markaðarins minni og fjármagnskostnaður meiri.
Trúverðugleiki og fjármálastöðugleiki eru sérstök samgæði. Fjármálakreppur geta haft djúpstæð og langvarandi efnahagsleg. Þess vegna leggja flest lönd mikið upp úr því að tryggja öflugt eftirlit með fjármálastarfsemi.
Auk þess er þörf á fjármálaeftirlitii sem er forsenda útrásar og alþjóðavæðingar. Starfsleyfi útgefið á Íslandi og trú á því fjármálaeftirliti sem hér er framkvæmt er forsenda útrásar innan EES og í raun um allan heim.
Aðeins um sjálfa eftirlitsstofnunina en sjálfstæði hennar sem stjórnvalds er mikilvægt og ber að undirstrika.
Í fyrsta lagi þarf eftirlitsaðilinn að vera sjálfstæður gagnvart öðrum hagsmunum en þeim sem felast í sjálfu eftirlitinu. Tel ég að þetta hafi verið tryggt með lagasetningunni 1998 þegar Vátryggingaeftirlitið sem hafði verið bein undirstofnun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og síðan viðskiptaráðuneytisins og bankaeftirlit Seðlabankans, sem hafði verið deild í Seðlabankanum, voru sameinaðar og gerðar að sjálfstæðri ríkisstofnun.
Í öðru lagi þarf eftirlitsaðili fullnægjandi valdheimildir til þess að geta rækt eftirlitshlutverk sitt og framfylgt ákvörðunum sínum. Þetta atriði tel ég að hafi náðst með lagabreytingunum 2006 þegar styrktar voru eftirlitsheimildir Fjármálaeftirlitsins - og síðan að fullu með samþykkt viðurlagafrumvarpsins í fyrra vetur.
Og í þriðja lagi þarf eftirlitsaðili nægilegt fjármagn til reksturs eftirlitsins. Og það er umfjöllunarefni frumvarps til greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Á árinu 1999 voru samþykkt á Alþingi lög um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Með lögunum var gjald sem eftirlitsskyldir aðilar greiða til að standa straum af rekstri Fjármálaeftirlitsins breytt á þann veg að tryggt væri að það uppfyllti skilyrði stjórnarskrárinnar um skattlagningarheimildir.
Þetta þýddi m.a. að festa þurfti álagningarhlutfall í lögum í stað þess að kveða einungis á um hámark álagningar. Þessum álagningarhlutföllum þarf að breyta á hverju haustþingi enda ógerlegt að ákveða nákvæm hlutföll álagningar á flokka eftirlitsskyldra aðila til lengri tíma en eins árs í senn.
Samkvæmt þessu hefur frumvarp til breytinga á þessum lögum verið lagt fram á hverju haustþingi að fenginni skýrslu Fjármálaeftirlitsins um áætlaðan rekstrarkostnað næsta árs, athugun ráðuneytisins á skýrslunni og að fengnu áliti samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila.
Með frumvarpinu er álagningarhlutfalli einstakra tegunda eftirlitsskyldra aðila breytt. Eru álagningarhlutföll á viðskiptabanka, sparisjóði, lánafyrirtæki, rekstrarfélög, kauphallir og verðbréfamiðstöðvar lækkuð en álagningarhlutföll vegna annarra eftirlitsskyldra aðila hækkuð. Mismunur á breytingum hvað þetta varðar skýrist af mismunandi þróun álagningarstofna einstakra flokka eftirlitsskyldra aðila en rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2008 gerir í meginatriðum ráð fyrir óbreyttri hlutfallslegri skiptingu eftirlitsgjaldsins milli þessara flokka.
Nýmæli er að frumvarpið gerir ráð fyrir nýjum álagningarstofni, þ.e. sérstöku eftirlitsgjaldi á útgefendur fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga. Leggur frumvarpið til að eftirlitsgjald á útgefendur hluta- og skuldabréfa verði þrepaskipt fastagjald og taka þrepin mið af markaðsvirði viðkomandi fjármálagerninga.
Áætlað álagt eftirlitsgjald á yfirstandandi ári nemur 602 millj. kr. en frumvarpið gerir ráð fyrir tæpum 915 millj. kr. á næsta ári sem er 52 % hækkun. Áætlað er að rekstrarkostnaður Fjármálaeftirlitsins á þessu ári nemi um 608 millj. kr. en áætlaður rekstrarkostnaður á næsta ári verður 946 millj. kr. sem er rúmlega 55 % hækkun. Lægri hlutfallsleg aukning á eftirlitsgjaldinu en á rekstrarkostnaðinum skýrist af hærra álögðu eftirlitsgjaldi á árinu 2007 en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir, áhrifum yfirfærslu á eigin fé milli ára og auknum vaxtatekjum.
Vissulega eru þetta háar upphæðir. Þess ber þó að geta að eftirlitsskyldir aðilar standa að öllu leyti undir kostnaði við rekstur Fjármálaeftirlitsins og þarf ekki að lesa álit samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila gaumgæfilega til að sjá að þeir gera sér vel grein fyrir mikilvægi öflugs fjármálaeftirlits. Eiga þeir enda mikið undir því að Fjármálaeftirlitið sé ábyggilegt gagnvart greiningar- og matsfyrirtækjum sem heimsækja eftirlitið tugum saman á ári hverju. Hver hundraðshlutur úr prósentustigi eða punktur - skuldatryggingarálags er enda talinn kosta innlend fjármálafyrirtæki um 550 milljónir króna.
Það er því til mikils að vinna að trúverðugleiki Fjármálaeftirlitsins sé sem mestur.
Sveinn hinn Ungi, 19.10.2008 kl. 23:56

Umbreyting íslensks atvinnulífs á undanförnum árum hefur meðal annars leitt til framrásar ýmiss konar alþjóðlegar þjónustustarfsemi, þar á meðal fjármálaþjónustu. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, sem nýtekin er til starfa, hefur lýst vilja sínum til þess að slík starfsemi haldi áfram að vaxa hér á landi og sæki inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði.
Í árslok 2006 má áætla að hlutdeild fjármálafyrirtækja hafi numið um 10% af landsframleiðslu og verðmæti útflutnings þekkingar og þjónustu um 60 milljörðum. Í fyrra komu um 52% af tekjum viðskiptabankanna erlendis frá og þótt erlendar tekjur vátryggingafélaga séu enn ekki svipur hjá sjón miðað við viðskiptabankanna stefnir þróunin þar í sömu átt. Þessar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að útrás fjármálageirans hefur orðið afgerandi þýðingu í okkar efnahagslífi.
Innganga Íslands í Evrópska efnahagssvæðið 1994 og innleiðing Evrópureglna í íslenska löggjöf gerðu EES-löndin að mögulegum heimamarkaði íslenskra fyrirtækja. Þeir möguleikar sem sameiginlegar reglur sköpuðu hafa síðan verið nýttir með myndarbrag. Það skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli að á leikreglum viðskiptalífsins sé gagnkvæm þekking og skilningur, og að fjármálakerfi og fjármálamenning á Íslandi njóti trausts og góðs álits. Það er sameiginlegt verkefni markaðarins og opinberra aðila að viðhalda góðu orðspori.
Of seint í haust
Í stjórnarsáttmála segir að tryggt skuli að íslensk fyrirtæki búi við bestu samkeppnis- og rekstrarskilyrði sem völ er á. Af því leiðir að nauðsynlegt er að innleiða hér á landi með tímanlegum hætti þær gerðir ESB sem að fjármálaþjónustu snúa til þess að lög og reglur um fjármálageirann á Íslandi verði í meginatriðum sambærileg við það sem gildir í öðrum EES-löndum frá og með 1. nóvember næstkomandi. Fyrir Alþingi liggja nú þrjú frumvörp til innleiðingar á tilskipun Evrópusambandsins um fjármálagerninga sem í daglegu tali hefur gengið undir nafninu MiFID (Directive on Markets in Financial Instruments). Tilskipunin kemur til framkvæmda á Evrópska efnahagssvæðinu þann 1. nóvember næstkomandi. Það væri ábyrgðaleysi að bíða haustþings með að ljúka innleiðingunni og til þess fallið að rýra orðspor fjármálakerfisins á Íslandi ef Alþingi lenti í tímahraki með málið.
Þrjú frumvörp
Hér er í fyrsta lagi um að ræða ný heildarlög um verðbréfaviðskipti, í öðru lagi ný heildarlög um kauphallir og í þriðja lagi frumvarp um breytingar á ýmsum lögum sem fjalla um fjármálafyrirtæki og opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Í frumvarpi til nýrra verðbréfaviðskiptalaga er ennfremur gert ráð fyrir innleiðingu svokallaðrar gagnsæistilskipunar.
Tilskipun ESB um fjármálagerninga er engin smásmíði og Lamfalussy ferlið sem hún byggir á gerir einnig ráð fyrir fjölda afleiddra reglna. Nýju lögin munu leggja margvíslegar kvaðir á fjármálafyrirtæki um upplýsingar, gegnsæí í viðskiptum og eftirlit með starfseminni, en um leið mun aukið samræmi og sambærilegar leikreglur um alla Evrópu skapa bæði íslenskum og evrópskun fjármálafyrirtækjum ný sóknarfæri.
Skyldur og kvaðir
Tilskipun um markaði fyrir fjármálagerninga hefur að geyma reglur um starfsleyfi fjármálafyrirtækja til að stunda verðbréfaviðskipti og kauphalla til að reka skipulega verðbréfamarkaði. Í henni er kveðið á um innra skipulag fjármálafyrirtækja og viðskiptahætti þeirra gagnvart viðskiptavinum. Þar eru ennfremur reglur um upplýsingagjöf um tilboð og viðskipti með verðbréf og gilda þær reglur um skipulega verðbréfamarkaði, markaðstorg fjármálagerninga svo og fjármálafyrirtæki. Þá er að finna í tilskipuninni ákvæði um tilkynningarskyldu fjármálafyrirtækja um viðskipti með fjármálagerninga. Í lok hennar eru ákvæði um eftirlit og samvinnu eftirlitsyfirvalda innan EES-svæðisins.
Gagnsæi er regla
Gagnsæistilskipunin mælir einkum fyrir um samræmingu reglna um birtingu reglulegra upplýsinga er varða útgefendur verðbréfa sem tekin hafa verið til viðskipta í kauphöll. Þá fjallar hún um birtingu upplýsinga um breytingu á verulegum hlut atkvæðisréttar eða svokallaðar flöggunarreglur. Þær reglulegu upplýsingar sem útgefendum verðbréfa sem tekin hafa verið til viðskipta í kauphöll ber að birta opinberlega samkvæmt frumvarpinu eru eftir atvikum ársreikningur, árshlutareikningur vegna fyrstu sex mánaða reikningsársins og greinargerð frá stjórn.
Betri upplýsingagjöf
Með frumvörpunum eru gerðar auknar kröfur til fjármálafyrirtækja með leyfi til verðbréfaviðskipta, hvernig þau skipuleggja rekstur sinn og til viðskiptahátta þeirra gagnvart viðskiptavinum. Er kveðið á um auknar kröfur til upplýsingagjafar fjármálafyrirtækja til viðskiptavina sinna og skyldu þeirra til að meta hvort verðbréfaviðskipti séu á færi einstakra viðskiptavina. Lagt eru til að fjárfestingarráðgjöf og rekstur markaðstorgs fjármálagerninga verði starfsleyfisskyld starfsemi og lagðar til nýjar reglur um markaðstorgið. Ennfremur eru gerðar tillögur um auknar kröfur um upplýsingagjöf útgefenda verðbréfa sem tekin hafa verið til viðskipta í kauphöll og auknar kröfur um flöggun í kjölfar breytinga á verulegum hlut atkvæðisréttar. Loks eru lögð til fyllri ákvæði varðandi hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra og tilkynningarskyldu fjármálafyrirtækja um breytingar á skipan slíkra aðila.
Nýir starfshættir
Lagt er til að skipulegur tilboðsmarkaður verði lagður af og hugtakið kauphöll verði notað yfir hlutafélag sem rekur skipulegan verðbréfamarkað. Þá er gerður skýr greinarmunur á opinberri skráningu verðbréfa, sem verður framvegis á könnu Fjármálaeftirlitsins, og töku fjármálagerninga til viðskipta í kauphöll. Í frumvörpunum er jafnframt gerð tillaga að nýjum reglum um gagnsæi á skipulegum verðbréfamarkaði. Ennfremur er gerð tillaga um að Fjármálaeftirlitið muni eftirleiðis veita og afturkalla starfsleyfi kauphalla. Loks er lagt til að hægt verði með tilteknum skilyrðum að taka verðbréf til viðskipta í kauphöll án samþykkis útgefanda.
·Hér hefur verið stiklað á stóru enda tilgangur greinarinnar ekki að vera tæmandi upptalning á einstökum ákvæðum þriggja lagafrumvarpa heldur sá að vekja athygli á mikilvægi fjármálaþjónustu fyrir þjóðarbúið og nauðsyn þess að leiða Evrópureglur um fjármálagerninga í íslensk lög fyrir lok yfirstandandi sumarþings.
Sveinn hinn Ungi, 19.10.2008 kl. 23:59

Ákvörðun Kaupþings um að ekki verði af yfirtöku bankans á hollenska bankanum NIBC er einkar skynsamleg í ljósi aðstæðna á markaði. Þetta er ábyrg ákvörðun sem er Kaupþingi til álitsauka í ljósi þeirra erfiðu aðstæðna sem sköpuðust á alþjóðalánamörkuðum undir lok ársins.
Ákvörðunin er skynsamleg þar sem að lausafjárkreppan gerir fjármögnun kaupanna erfiða og leiddi til mikillar hækkunar á skuldatrygginaálagi bankans. Þá er ljóst að óvissan um kaupin skapaði aukinn óróa og lækkun á gengi fjármálafyrirtækjanna íslensku.
Þetta er varnarleikur hjá Kaupþingi í ólgusjó aðstæðna á markaði sem enginn sá fyrir að yrðu með þeim hætti sem orðið hafa. Vel heppnaður varnarleikur sem að mínu mati er ekki álitshnekkir fyrir bankann heldur þvert á móti þar sem svo erfiðar aðstæður sköpuðust.
Nú er óvissunni aflétt og það er fagnaðarefni um leið og það eru vonbrigði að ekki gat orðið af þessum kaupum.
Niðurstaða Kaupþings og NIBC er sameiginleg. Undirstrikar það mikilvægi hennar enda gífurlegir hagsmunir undir.
Þetta eru jákvæðar fréttir fyrir markaðinn, líkt og skýrsla Moody's í gær um mjög gott lánshæfismat íslenska ríkisins. Þrefalt A áfram og ríkið talið geta staðið undir hlutverki sínu sem bakhjarl bankanna þótt að stórir séu orðnir eftir ævintýralega útrás erlendis.
Einu blikurnar á lofti eru frekari vöxtur bankanna vegin saman við smæð myntsvæðis íslensku krónunnar.
Það er stóra verkefni okkar stjórnmálamanna að leiða til lykta. Kostirnir eru nokkrir; allt frá óbreyttu ástandi til aðildar að Myntbandalagi Evrópusambandsins. Litrófið er nokkuð þar á milli og okkar að finna bestu stöðuna fyrir íslensku þjóðina á kvarðanum.
Sveinn hinn Ungi, 20.10.2008 kl. 00:04

Í dag fer fram ársfundur Fjármálaeftirlitsins. Í fyrsta sinn ávarpar viðskiptaráðherra slíkan fund og fer ávarp mitt hér á eftir:
Það er mér mikil ánægja að ávarpa ársfund Fjármálaeftirlitsins 2007.
Á síðustu vikum höfum við orðið þess áskynja hvernig íslenskt fjármálakerfi er orðið órjúfanlegur hluti af alþjóðlegum fjármálamarkaði þar sem ókyrrðin á erlendum mörkuðum virðist hafa bein áhrif á þróunina hér á landi.
Þessi alþjóðavæðing færir okkur heim sanninn um mikilvægi þess að þær undirstöður og sú umgjörð sem fjármálafyrirtæki búa við séu traustar og skilvirkar.
Í því sambandi skiptir miklu máli að eftirlitaðilinn séu nógu öflugur til þess að hafa virkt eftirlit með fjármálasarfsemi og fylgja eftir vexti fjármálafyrirtækjanna.
Í ársriti Samtaka fjármálafyrirtækja í maí sl. kom fram að hlutdeild fjármálastarfsemi í landsframleiðslu á Íslandi hafi vaxið svo hratt að landið skipi sér nú á bekk með þeim ríkjum þar sem framlag fjármálageirans til landsframleiðslu er hvað hæst. Áætlað er að hlutdeild fjármálageirans til landsframleiðslu hafi numið um 10% á síðastliðnu ári og ætla má að hlutdeild hans verði enn hærri í ár.
Þannig má segja að Ísland hafi í raun þróast í þá átt að verða alþjóðleg fjármálamiðstöð og er sú þróun meðal annars tilkomin vegna þess frumkvæðisanda sem ríkir meðal stjórnenda og starfsmanna íslenskra fjármálafyrirtækja.Íslensk fjármálafyrirtæki hafa vaxið gríðarlega hratt á skömmum tíma. Til þess að setja þetta í samhengi má nefna að tekjur viðskiptabankanna fimm voru um 390 milljarðar á síðasta ári. Heildartekjur ríkissjóðs á sama tíma voru um 412 milljarðar. Á árinu 2006 jukust eignir bankanna um 56%, hreinar eignir lífeyrissjóða jukust um 23% og eignir vátryggingafélaga um 21%.
Samkvæmt þeirri skýrslu sem Fjármálaeftirlitið leggur hér fram í dag námu erlendar tekjur íslensku bankanna sem hlutfall af heildartekjum um 54% á miðju þessu ári og það er ljóst að þetta hlutfall á eftir að vaxa enn frekar á árinu. Þetta hlutfall endurspeglar vel umfang útrásar íslensku fjármálafyrirtækjanna en þau eru nú með umsvif í 21 landi.
Íslensku fjármálafyrirtækin hafa notið þess meðbyrs sem verið hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarin ár og nýtt vel þau tækifæri sem gefist hafa á mörkuðum með fyrirtækjakaupum og stofnun útibúa erlendis.
En sú staða sem í dag ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum getur verið snúin. Við slíkar aðstæður reynir töluvert á þolrif fjármálafyrirtækjanna og ekki síður á virkni og stöðu eftirlitsaðilans á markaðnum.
Eitt af markmiðum ríkisstjórnarinnar er að að íslenskur fjármálamarkaður njóti fyllsta trausts og haldi áfram að skila auknum tekjum og arði í þjóðarbúið, skapi sérþekkingu og hátekjustörf á Íslandi og auki stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Þetta markmið hefur kannski aldrei verið jafnfmikilvægt og einmitt nú þegar þykknað hefur upp á alþjóðlegum mörkuðum.
Fjármálaeftirlitið er í mínum huga mikilvægur hluti af grunngerð íslensks fjármálamarkaðar. Á undanförnum tveimur árum hefur eftirlitið staðið frammi fyrir þeirri miklu áskorun að fylgja eftir og halda í við framrás íslenskra fjármálafyrirtækja auk þess að takast á við umræðuóróann vorið 2006. Að mínum dómi hefur stofnuninni tekist vel til í þeim efnum.
Engu að síður er ljóst að miðað við stærð og útbreiðslu íslenskra fjármálafyrirtækja þarf að halda áfram að treysta stöðu Fjármálaeftirlitsins þannig að það geti með skilvirkum hætti stundað eftirlitsstarfsemi í alþjóðlegu umhverfi. Ég ítreka að það er fullur skilningur ríkisstjórnarinnar á því mikilvæga hlutverki sem Fjármálaeftirlitið gegnir; og ég er sannfærður um að íslensk fjármálafyrirtæki ? og reyndar neytendur þjónustu þeirra ? eru sama sinnis.Sveinn hinn Ungi, 20.10.2008 kl. 00:07

ferðinni átti ég fundi með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins á fagsviðum stofnunarinnar, Neelie Kroes, framkvæmdastjóra á sviði samkeppnismála, Meglena Kuneva framkvæmdastjóra á sviði neytendamála og Charlie McCreevy framkvæmdastjóra á sviði innri markaðar og þjónustu.
Í framhaldi af fundi okkar með Neelie Kroes þáði hún boð hans um að koma til Íslands í júlí n.k. og taka þátt í ráðstefnu um samkeppnismál en þau mál eru mjög í brennidepli á vettvangi Evrópusambandsins einsog hér heima og var hún mjög áhugasöm um þróun mála hér sem er um margt á meðal þess fremsta sem gerist á sviði samkeppnismála.
Þá tók ég þátt í morgunverðarfundi um stefnu ESB í neytendamálum og heimsótti skrifstofu EFTA og ESA í Brussel. Neytendamálin eru mál málanna í Brussel þessi misserin, sumpart í kjölfar þess að málaflokkurinn fékk sjálfstæðan kommisar fyrir skömmu síðan. Nú stendur yfir umfangsmikil stefnumörkun á vettvangi neytendamála sem er samofin hinum ýmsu sviðum og málaflokkum.
Upphaf útrásarinnar
Ennfremur heimsóttum við höfuðstöðvar íslenskra banka í Lúxemborg. Þar áttum við afar fróðlegar samræður við forystumenn bankanna þriggja þar í borg en segja má að útrásin hafi byrjað þar seint á tíunda áratugnum þegar Búnaðarbankinn International hóf þar starfsemi. Bönkunum hefur farnast einkar vel í Lúx og reka þar allir kraftmikla og umfangsmikla bankaþjónustu af ýmsu tagi.
Ekki skal undandregið að mikið var rætt um á öllum fundunum með þeim um vaxtastefnu og gjaldmiðilsmál Íslendinga og hvaða leiðir færar séu og vænlegar.
Heimsókninni lauk með óformlegum fundi í boði sendiherra Íslands með háttsettum embættismönnum og sérfræðingum á sviði gjaldmiðlamála og ekki af tilefnislausu. Deiglan í Evrópumálum/gjaldmiðilsmálum er greinilega mikil og vaxandi. Því þurfa stjórnvöld að taka ábyrgan þátt í þróun mála með rannsóknum og upplýsingsöfnun um framtíðarþróun og horfur. Þunginn af umræðunni er kominn inn í miðju atvinnulífsins einsog fréttir af fundi Samtaka atvinnulífsins um Evrópumál bera með sér.
Rannsóknir á áhrifum Evrunnar
Viðskiptaráðuneytið tók mikilvægt skref í þessum málum fyrir nokkrum dögum en þá var ákveðið að styrkja Rannsóknastofnun í Fjármálum við Háskólann í Reykjavík, Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, Evrópufræðasetur Háskólans á Bifröst og Rannsóknarsetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst til rannsókna á áhrifum aukinnar notkunar erlendra mynta á vörumarkað, fjármálamarkað og samfélag á Íslandi almennt. Þetta þarf að liggja skýrt fyrir áður en við tökum næstu skref eða frekari ákvarðanir í þessum málum. Ennfremur er fyrirhugað að skoða áhrif mismunandi tenginga við evru á ofangreinda þætti.
Meginspurningarnar eru tvær: 1) hvort á Íslandi sé að verða til fjölmyntasamfélag og hvaða áhrif það hefur á markaði og samfélag og 2) hvaða afleiðingar ólíkar tengingar við evru hafa á íslenskan fjármálamarkað og fjármálastöðugleika. Fyrirhugað er að niðurstöður liggi fyrir í ágúst 2008 í formi skýrslna og/eða rannsóknaritgerða og verði kynntar opinberlega í kjölfarið.
Tilgangur rannsóknarinnar um áhrifin á vörumarkaðinn er annars vegar að skýra að hve miklu leyti erlend mynt er notuð í verslun og á vörumarkaði hér á landi, hvaða erlendu gjaldmiðlar eru mest í umferð í versluninni og hvað hindrar að erlend mynt sé notuð hér við kaup á vörum og þjónustu. Hins vegar verður þess freistað að kanna hversu víðtækar breytingar þyrftu að eiga sér stað á vörumarkaði til að taka upp annan gjaldmiðil hér á landi.
Töluvert hefur verið fjallað um áhrif evruvæðingar á hagstjórn og er þá einkum litið til peningamála og áhrifa á hagsveiflur, verðlag og slíka þætti. Minna hefur verið fjallað um áhrif á fjármálastöðugleika sem er einn mikilvægasti þáttur málsins. Alþjóðavæðing bankakerfisins hefur í för með sér að íslenskt fjármálakerfi er nú háðara sveiflum á alþjóðamarkaði en áður. Verkefnið um fjármálamarkaðinn miðar því að því að rannsaka áhrif upptöku eða tengingar við evru á íslenskan fjármálamarkað. Jafnframt verður kannað hver áhrifin verða á stöðugleika fjármálakerfisins.
Í rannsóknarsamningnum segir að eftirfarandi valkostir varðandi upptöku evru eða tengingu við hana verða skoðaðir:
Einhliða tenging krónunnar við evru með vikmörkum. Þetta er sama fyrirkomulag og var við lýði áður en krónan var sett á flot og tekið upp verðbólgumarkmið árið 2001, nema hvað þá var miðað við myntkörfu fremur en eina mynt.
Tenging krónunnar við evru með myntráði (currency board). Þetta þýðir að stjórnvöld skuldbinda sig til að skipta krónum í evrur á föstu gengi og viðhalda forða af evrum þannig að þetta sé tryggt.
Einhliða upptaka evru. Þetta þýðir að krónunni er skipt út fyrir evru, þ.e. grunnfé Seðlabankans er skipt út fyrir evrur og evran tekin upp sem lögeyrir.
Upptaka evru með tvíhliða samstarfi við Evrópska Seðlabankann eða aðild að Efnahags- og myntbandalaginu.
Hitt sem rannsaka á, og Viðskiptaráðuneytið styrkti Evrópufræðasetur til að fara í, miðar að því að skoða hvort og þá að hve miklu leyti evran eða aðrir erlendir gjaldmiðlar eru að ryðja sér til rúms á Íslandi. Í rannsókninni á að skoða að hve miklu leyti fyrirtæki sem eru skrásett á Íslandi eru farin að notast við evru eða aðra erlenda gjaldmiðla í starfsemi sinni. Kastljósinu er beint að vinnumarkaði auk samfélagslegra og stjórnmálalegra þátta. Til að mynda er spurt hvort það sé yfir höfuð hægt að innleiða erlenda gjaldmiðla sem lögeyri á Íslandi, annars vegar við hlið krónu og hins vegar í stað krónu. Einnig er spurt hvort Ísland sé að verða fjölmyntasamfélag og hvort evran sé jafnvel að taka sig upp sjálf.
Í rannsókninni sem Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík fékk styrk til að framkvæma verður lagaleg hlið þeirra kosta sem íslenskum stjórnvöldum stendur til boða við tengingu við eða upptöku evru. Kostir og gallar ólíkra leiða vera skoðaðir ítarlega.
Eftirfarandi kostir verða skoðaðir sérstaklega: Aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu, aðild að myntbandalaginu án aðildar að Evrópusambandinu, tvíhliða samningur við Evrópusambandið um upptöku evru og einhliða upptaka ýmist með myntráði eða með svokallaðri dollarization.
Einnig verður litið til áhrifa breytinga af þessu tagi á samningin um Evrópska efnahagssvæðið sem skiptir miklu máli þegar við tökum ákvarðanir á vettvangi stjórnmálanna um framtíðarfyrirkomulag samskipta við Evrópusambandið.
Upplýsingar um kosti, galla og þróun mála skipta öllu máli og þar liggur frumskylda stjórnvalda. Því förum við þessa leið á þessum tímapunkti. Að rannsaka þróun, áhrif notkunar fjölmynta og hvaða kostir okkur Íslendingum standa raunverulega til boða þegar og ef þarf að taka næsta skref. Það eru ábyrg skref í Evrópumálum.
Sveinn hinn Ungi, 20.10.2008 kl. 00:15
Athugasemdir
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Björgvin Gunnarsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
FreedomFries
-
Fríða Eyland
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gils N. Eggerz
-
Gullvagninn
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gísli Hjálmar
-
Hagbarður
-
Halla Rut
-
Haraldur Haraldsson
-
Hilmar Kári Hallbjörnsson
-
Hlekkur
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ragnarsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Karl Tómasson
-
Kári Magnússon
-
Loopman
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Promotor Fidei
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sandra María Sigurðardóttir
-
SeeingRed
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Þórðarson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
el-Toro
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
TómasHa
-
Túrilla
-
Upprétti Apinn
-
gudni.is
-
haraldurhar
-
proletariat
-
Ívar Pálsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Ónefnd
-
Óskar
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórir Kjartansson
-
Arnar Guðmundsson
-
Bara Steini
-
Birgir R.
-
Birgir Rúnar Sæmundsson
-
brahim
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Dingli
-
eysi
-
Gestur Kristmundsson
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
kreppukallinn
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Neo
-
Orgar
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rauði Oktober
-
Skákfélagið Goðinn
-
Sveinn Þór Hrafnsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
Þegar KB banki opnaði útibúið í Lúxemburg fyrir nokkrum árum óraði líklega engan fyrir því hve vel íslensku fjármálafyrirtækjunum ætti eftir að ganga við að hasla sér völl á erlendri grundu. Ævintýralega vel er kannski rétta orðið yfir það.
Kraftur, kjarkur og góð þekking íslensku útrásarmannanna skilaði skilaði meiri árangri hraðar við fjárfestingar erlendis en hægt var að sjá fyrir og víkingurinn hefur vakið athygli á alþjóðavísu. Ekki síst þegar lagt er saman við aðra útrás Íslendinga erlendis í verslun, iðnaði og þjónustu ýmisskonar.
Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingaævintýri Íslendinga erlendis niður. Þannig eru nú hlutirnir einusinni og því er það mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinni vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flagsskipa atvinnulífs okkar ríkulega til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum efnahagskerfis okkar til lengri tíma litið.
Í árslok 2006 má áætla að hlutdeild fjármálafyrirtækja hafi numið um 10% af landsframleiðslu og verðmæti útflutnings þekkingar og þjónustu um 60 milljörðum. Í fyrra komu um 52% af tekjum viðskiptabankanna erlendis frá og þótt erlendar tekjur vátryggingafélaga séu enn ekki svipur hjá sjón miðað við viðskiptabankanna stefnir þróunin þar í sömu átt. Þessar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að útrás fjármálageirans hefur orðið afgerandi þýðingu í okkar efnahagslífi.
Íslensku bankarnir hafa sums staðar sætt nokkurri gagnrýni undanfarið erlendis. Sérstaklega fyrir að vera ekki nógu burðugir og um of háðir skammtímafjármögnun. Um forsendur gagnrýninnar sem skapaðist vorið 2006 hefur verið fjallað um rækilega, meðal annars af Fredrik Mishkin og Tryggva Þór Herbertssyni. Niðurstaðn er sú að gagnrýnin var að verulegu leyti tilhæfulaus. Hins vegar var ljóst að bankarnir þyrftu að fjármagna sig betur og til lengri tíma og að koma þyrfti betur á framfæri upplýsingum um rekstur þeirra.
Sams konar gagnrýni skýtur upp kollinum á ný í kjölfar þeirrar lausafjárkreppu sem kennd er við undirmálslán. Hún er þó ekki einskorðuð við íslenska banka , þar sem vandinn er alþjóðlegur.
Athygli vekur þó að háværasta gagnrýnin kemur frá samkeppnisaðilum bankana á erlendum vettvangi. Löngum hafa sérfræðingar Danske bank haft horn í síðu íslensku bankanna en fyrir skemmstu bættust Finnskir bankamenn í grátkórinn.
Aðstoðarforstjóri Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði.
Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslenskum bönkum. Nýleg ítarleg úttekt á stöðu þeirra og íslenska fjármálakerfisins alls, eftir þá Friðrik Má Baldursson og Richard Portes, gefur til að minnta ástæðu til að ætla að staðan sé tiltölulega góð í alþjóðlegu tilliti.
Gagnrýnin hlýtur því að skoðast í því samhengi að a.m.k. tveir íslenskri bankar, Glitnir og Kaupþing, hafa hafið sókn inná markað fyrir sparifé í Finnlandi, með svipuðum hætti og Landsbankinn hefur áður gert í Bretlandi. Þessi markaðssókn kemur sér vitanlega illa fyrir Nordea sem til þessa hefur ekki treyst sér til að bjóða jafn góð kjör og íslensku bankarnir bjóða.
Ásakanir þessar eru alvarlegar þar sem þær beinast einnig að íslenskum eftirlitsaðilum. Sérstaklega Fjármálaeftirlitinu en einnig að hluta Seðlabankanum. Ítarleg greining þessarra tveggja lykilstofnanna gefa ekkert annað til kynna en að íslenska bankakerfið sé mjög stöndugt.
Í ofanálag eru innlán Finna í íslenskum bönkum tryggð með innistæðutryggingum. Að því leyti sem finnskar reglur þaraðlútandi veita betri réttindi en íslenskar myndu finnskir bankar bæta tjón sparifjáreigenda ef svo ólíklega vildi til að einhverjir bankar kæmust í lausafjárskort.
Því er rétt að halda því til haga sem rétt er þegar reynt er að kasta rýrð á fjármálastofnanir okkar þegar kreppir að.
Til að fara yfir stöðuna og til að efla samvinnu stjórnvalda og fjármálafyrirtækja um fjárfestingar erlendis mun Viðskiptaráðneytið kalla til fundar með Samtökum fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráði í janúar. Ætlunin er að skapa varanlegan vettvang fyrir slíkt samstarf og verður janúarfundurinn fyrsta skrefið í þá átt.