Erlendar eignir námu 8.389 milljörðum kr. í lok annars ársfjórðungs en skuldir 14.343 milljarða kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 5.954 milljarða kr. og jókst um 571 milljarða kr. frá síðasta fjórðungi.
Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að helsta skýringin á þessari þróun milli ársfjórðunga er aukning skammtímaskulda vegna greiðslna í vanskilum.
Greiðslur í vanskilum koma til hækkunar á skammtímaskuldum þar sem þær eru raunverulega fjármagnaðar af skuldareigendum og mælast sem innstreymi fjár í fjármagnsjöfnuði. Vert er að geta þess að inni í tölum um erlendar skuldir eru ennþá eignir og skuldir viðskiptabankanna þriggja sem nú eru í greiðslustöðvun.
Áætlaðar eignir þeirra námu 5.673 milljarða kr. og skuldir 11.020 milljarða kr. og neikvæð eignastaða þeirra nam því 5.347 milljarða kr. í lok fjórðungsins. Erlend staða þjóðarbúsins án áhrifa þeirra er því neikvæð sem nemur 606 milljörðum kr.
Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir m.a. að komið hefur í ljós að skýrslur um beina erlenda fjárfestingu hafa ekki skilað sér sem skyldi í tilfelli mjög stórra og flókinna viðskipta einkaaðila sem áttu sér stað á síðari hluta ársins 2007.
Áhrif þessara viðskipta koma aðallega fram undir skuldaliðum, bæði sem lán frá tengdum félögum og sem lán frá erlendum fjárfestum, þar sem þau fólu í sér miklar lántökur innlenda félagsins.
Áhrif þessara viðskipta á erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins eru um 1.000 milljarða kr. í lok annars ársfjórðungs 2009. Tölur aftur til fjórða ársfjórðungs 2007 hafa einnig verið leiðréttar samkvæmt nýjustu upplýsingum um þessi viðskipti.
Mikilvægt er að hafa í huga að um er að ræða lánaskuld við erlenda fjárfesta (móðurfélag) og tengda aðila sem allir eru í einkaeigu undir sömu fyrirtækjasamsteypu.
visir.is
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Björgvin Gunnarsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
FreedomFries
-
Fríða Eyland
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gils N. Eggerz
-
Gullvagninn
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gísli Hjálmar
-
Hagbarður
-
Halla Rut
-
Haraldur Haraldsson
-
Hilmar Kári Hallbjörnsson
-
Hlekkur
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ragnarsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Karl Tómasson
-
Kári Magnússon
-
Loopman
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Promotor Fidei
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sandra María Sigurðardóttir
-
SeeingRed
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Þórðarson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
el-Toro
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
TómasHa
-
Túrilla
-
Upprétti Apinn
-
gudni.is
-
haraldurhar
-
proletariat
-
Ívar Pálsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Ónefnd
-
Óskar
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórir Kjartansson
-
Arnar Guðmundsson
-
Bara Steini
-
Birgir R.
-
Birgir Rúnar Sæmundsson
-
brahim
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Dingli
-
eysi
-
Gestur Kristmundsson
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
kreppukallinn
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Neo
-
Orgar
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rauði Oktober
-
Skákfélagið Goðinn
-
Sveinn Þór Hrafnsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
3. september 2009
Erlend staða þjóðarbúsins
2. ársfjórðungur 2009
Næsta birting: 26. nóvember
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir
Annað tengt efni
Baldur Fjölnisson, 4.9.2009 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.