Bankar þykjast ekki vita ekki hverjir eiga félög sem þeir stofnuðu sjálfir

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar:
Íslensku bankarnir segjast ekki hafa upplýsingar um hverjir eru eigendur um sjötíu aflandsfélaga sem þeir stofnuðu sjálfir. Bankarnir hér á landi stofnuðu um tvö hundruð og fimmtíu félög í skattaparadísum.

Ríkisskattstjóri hefur undanfarið unnið að því að greina eignarhald á íslenskum fyrirtækjum og tengsl íslenskra aðila, einstaklinga sem fyrirtækja, við erlend félög í skattaskjólum. Félögin sem eru til skoðunar eru um 400 talsins.

Til þess að greina tengslin við Ísland hefur ríkisskattstjóri farið yfir opinberar skráningar hérlendis og erlendis, til að mynda hvort heimilisfang félaganna sé skráð hjá til dæmis erlendum dótturfélögum íslensku bankanna eða hvort íslenskir aðilar hafi komið að því að skrá erlendu félögin hér á landi vegna bankaviðskipta.

Samkvæmt heimildum fréttastofu stofnuðu íslensku bankarnir um 250 aflandsfélög. Íslensku bankarnir í Lúxemborg og lögmenn stofnuðu hin 150 sem eru til skoðunar.

Ríkisskattstjóri sendi fyrirspurn til umsýslu- og umboðsmanna aflandsfélaganna um hverjir væru raunverulegir eigendur þeirra. Engin svör bárust frá Lúxemborg en íslensku bankarnir hafa nú svarað fyrirspurninni þar sem fram kemur að engar upplýsingar finnist um eignarhald á um 70 félögum.

Með öðrum orðum bankarnir sem stofnuðu félög í skattaparadísum vita ekki hverjir eiga félögin.

Heimildir fréttastofu herma að Ríkisskattstjóri muni á næstunni fara yfir þau félög þar sem eignaraðild liggur fyrir og athuga hvort eigendurnir hafi gert grein fyrir erlendum eignum sínum með viðeigandi hætti.

http://visir.is/article/20090825/VIDSKIPTI06/216819035


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 116353

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband