Nakinn hentar hann fagurfræðilega illa sundlaugum

En hann gæti hins vegar hentað vel tilteknum sérþörfum passandi hugmyndum mínum um nýtingu Arnarhólsreitsins.

Vísir, 10. ágú. 2009 20:59

Vill sjá glæsisundlaug við Lækjargötu

mynd
Egill Helgason, sjónvarpsmaður. Mynd/GVA

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar:

„Er þörf á fleiri minjagripabúðum eða kaffihúsum eins og líklegast koma þarna í staðinn? Við erum gjörn á að missa tækifærin til að gera skemmtilega hluti frá okkur," segir sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason í samtali við fréttastofu.

Hann stingur upp á því á heimasíðu sinni í dag að reist verði glæsileg sundlaug á reitnum á horni Lækjargötu og Austurstrætis, sem staðið hefur auður síðan húsaþyrping þar brann á þarsíðasta ári.

„Við göngum svo oft þarna fram hjá fjölskyldan og þetta kom upp í einhverju spjalli okkar á milli. Við höldum að þetta gæti verið flott," segir Egill, sem vill reisa þarna fallega hannaða laug sem nýtir jarðhita til hins ítrasta; sumsé engan poll.

„Mér finnst þetta alls ekki galið," segir Egill, sem telur aðspurður raunhæfan möguleika á að hægt sé að framkvæma hugmyndina.

Hann segist þó ekki ætla að einbeita sér frekar að því að vinna hugmyndinni fylgis, heldur hafi hann einfaldlega kastað henni fram á heimasíðu sinni.

Egill segir þó kíminn ekki loku fyrir það skotið að hann gerist sundlaugarvörður laugarinnar í ellinni yrði hún að veruleika, enda sé hann mikill miðbæjarmaður.

Færslu Egils má lesa hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég var að spá í að hafa fyrirsögnina Flóðhestaleiga í miðborginni? en fannst það ekki alveg nógu pólitískt korrekt.

Baldur Fjölnisson, 10.8.2009 kl. 21:58

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Annars er þetta í rauninni alls ekki svo galin hugmynd hjá Agli ef ég sleppi þessum aulafyndnihugmyndum.

Það er gott og nauðsynlegt að svamla í vatni og mannskepnunni afar eðlilegt og hún fær jafnframt að sýna sig og sjá aðra án einkennisbúninga og eins og hún kemur fyrir af náttúrunnar hendi. Ef ég væri 150 kílóa spikhlunkur myndi ég gefa skít í álit einhverra horrengla vegna þess að ég vissi að það væru alltaf einhverjir sem myndu fíla einmitt hvernig ég væri. Það eru alltaf sérþarfir. Það er td. alveg sama hvernig pólitíkusar rugla sig út úr kortinu alltaf er ákveðinn hópur sem fylgir þeim. Þetta eru trúarbrögð og þú deilir ekki við gudda og kó.

Baldur Fjölnisson, 10.8.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 116326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband