Opinber eign mafíunnar og sýndarlöggæsla fær tvö mál úr lánabók Kaupþings

Mafían ætlar sennilega að þykjast fórna einum úr sínum röðum til að draga athyglina frá aðilum nálægt toppi samsteypunnar og jafnframt vissum pólitískum eignum og gúmmístimplum á álþingi sem þeir vilja eiga áfram í friði. Glæpafaraldur getur sem alltaf áður í sögunni ekki fengið að geysa óáreittur endalaust nema gervilöggæsla sé alfarið í eigu glæpaaflanna. Þetta hefur verið alþekkt um allan heim forever og einstaklega augljóst hér á litlu Sikiley síðasta áratuginn þar sem þetta kunnuglega ferli hefur eiginlega sett heimsmet sem verður áreiðanlega seint slegið.

Amen og kúmen.

---------------------------------------------------------------------------

 

Vísir, 06. ágú. 2009 15:04

Tvö mál úr lánabók Kaupþings send sérstökum saksóknara

mynd

Gunnar Örn Jónsson skrifar:

Samkvæmt heimildum Vísis hefur Fjármálaeftirlitið sent mál er varða lánveitingar Kaupþings til Holly Beach, í eigu Skúla Þorvaldssonar, og Trenvis Ltd. í eigu Kevin Stanford, til embættis sérstaks saksóknara vegna gruns um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Félögin eru bæði skráð á Tortola eyjum.

Félögin voru stofnuð af Kaupþingi í ágúst 2008 og síðar skráð á þá Skúla og Kevin Stanford.

Lánaheimildir Kaupþings í Lúxemborg til Skúla og félögum honum tengdum, námu 665 milljónum evra samkvæmt lánabók Kaupþings frá 25. september síðastliðnum.


Einn stærsti hluthafi Kaupþings kaupir skuldatryggingar á bankann


Trenvis Ltd fékk lán hjá Kaupþingi til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþing á sama tíma og verðmyndun á markaði með skuldatryggingar Kaupþings var bankanum mjög óhagstæð.

Eins og áður hefur komið fram fór skuldatryggingarálag íslensku bankanna stighækkandi á öllu síðasta ári og fram að bankahruni síðastliðið haust.

Velta með slíka fjármálagerninga var hins vegar mjög takmörkuð og oft og tíðum var hægt að telja vikuleg viðskipti með skuldatryggingar á íslensku bankanna á fingrum annarrar handar.

Skuldatryggingarálag hefur almennt óbein áhrif á lánshæfismat banka og þar með fjármagnskostnað þess banka sem um ræðir í viðkomandi tilfelli.
Hækkandi skuldatryggingarálag á banka hefur því neikvæð áhrif á hlutabréfaverð og rekstur hans.

Því er svo gott sem útilokað að Kaupþing hafi lánað Trenvis Ltd. til að kaupa skuldatryggingar á bankann til að hagnast á því.

Skýringin er því vafalaust sú að Kaupþing lánaði Trenvis Ltd. fé til að kaupa skuldatryggingar í þeim tilgangi að ná niður skuldatryggingarálagi bankans eins og Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður bankans, lýsti í bréfi sem Vísir hefur undir höndum og kom að hluta til fram í dagsljósið í byrjun þessa árs.

Taka skal fram að bankar mega ekki, lögum samkvæmt, kaupa skuldatryggingar á sjálfa sig.

Hvort það sé hins vegar löglegt, að lána einum stærsta eiganda og viðskiptavini bankans fé í þeim tilgangi að kaupa skuldatryggingar á sem lægstu verði til að ná niður álaginu, er undir sérstökum saksóknara að rannsaka.

Lánaheimildir Kaupþings til Kevin Stanford og félaga tengdum honum námu tæpum 520 milljónum evra samkvæmt upplýsingum úr lánabók Kaupþings þann 25. september síðastliðinn.


Hér má sjá hluta úr bréfi Sigurðar Einarssonar:

Að tillögu Deutsche Bank var ákveðið að láta reyna á hvað myndi gerast ef bankinn myndi sjálfur fara að kaupa þessar tryggingar.

Það var hins vegar ekki einfalt mál, þar sem bankinn gat ekki keypt tryggingar á sjálfan sig. Því var gripið til þess ráðs að fá viðskiptavini okkar sem við treystum vel og höfðum átt langvarandi samskipti við sem byggðust á trausti og hollustu til að eiga þessi viðskipti fyrir hönd bankans.

Vitanlega hefðum við aldrei átt þessi viðskipti nema vegna þessara sérstöku aðstæðna. Viðskiptin voru gerð með hagsmuni bankans að leiðarljósi og í fullu samræmi við lög og reglur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: eysi

Það verður alltaf einhver að vera fórnaður þegar koma upp svona stór mál, yfirleitt er það einhver kall sem elítunni finnst allt í lagi að missa og fjölmiðlarnir fjalla um það villt og galið.

Í Ameríku var það Bernard Madoff í litlu ameríku(aka Ísland) er það Skúli Þorvaldsson.

eysi, 6.8.2009 kl. 20:16

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jamm, fyrir nokkrum árum var Árni Johnsen hengdur í bili og ruslveiturnar hjökkuðu á því og allt var gott og fínt um stund. Og svo var hægt að halda áfram að ljúga svindlið fram. Og enn er logið í akkorði. Þetta er win-win staða, því það skiptir engu hvaða armar fjórskipta einflokksins eru við völd í þessu keypta gervilýðræðiskerfi.

Baldur Fjölnisson, 6.8.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: eysi

 Ég er enþá að pæla í því af hverju í andskotanum er ekki búið að gerast eithvað meira hérna á Íslandi. Ekkert gert við þetta pakk sem stjórnar öllu, nema umhverfisverndarsinnar búnir að sulla einhverri málningu á hús og bíla. Er fólk virkilega bara að blogga sig í drep og gera ekkert í því að það sé að missa aleiguna þó það sé búið að vinna helling í gegnum ævina og missa síðan alltaf allt í einhverri tilbúnni kreppu.

Hvenar heldurðu að næsta alda af mótmælum verði? Þegar fólk hættir að fá atvinnuleysisbætur ??

Það vantar svo mikið einhvern íslenskan Alex Jones, Egill Helgasson er bara ekki nóg.

Annars er helvíti skemmtilegt átak komið í gang hjá Alex Jones

eysi, 8.8.2009 kl. 00:16

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ja, þekkt stjórnmálagögn og valdamikil og önnur svæfingarmeðöl sem fjórskipti einflokkurinn og kostendur hans hafa teflt fram - sem margir taka mark á - hafa hamrað á því að við eigum ekki að pæla í hinu liðna, eigum ekki að persónugera vandann, þetta sé eiginlega öllum að kenna (og þar af leiðandi engum sérstökum að kenna) og svo framvegis. Þú kannast við allt þetta opinbera heiladrepandi spinn. Síðan er skólakerfið algjörlega heiladrepandi undir stjórn þessarra vitsmunalegu terrorista og ruslveiturnar líka. Draslið hefur sem sagt siglt skipulega á hausinn við undirleik hryllilegrar hljómsveitar úr helvíti sem hefur haft forheimskun, heilaþvott og heilaskemmandi innrætingu á efnisskránni.

Baldur Fjölnisson, 8.8.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 116326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband