Borga 3,2 milljarða vegna samskipta við Icesave innistæðueigendur

Kostnaður Íslendinga vegna samskipta breskra og hollenskra yfirvalda við Icesave innistæðueigendur nemur rétt rúmum 3 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í athugasemd sem fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér vegna þeirra staðhæfinga Ragnars H. Hall hæstaréttarlögmanns að íslenska ríkið hafi með uppgjörssamningi á milli íslenska- og breska innstæðutryggingasjóðsins ábyrgst tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta við að ná fram ríkisábyrgð Íslendinga.

„Hið rétta er að íslensk stjórnvöld féllust sl. haust á það að þeim bæri að greiða innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi hluta af innstæðum þeirra í Landsbanka Íslands(LÍ) í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um innstæðutryggingar. Hluti af skuldbindingum innstæðutryggingasjóða samkvæmt reglugerðinni er að sjá um útborganir og samskipti við innstæðueigendur. Innstæðutryggingasjóðir Bretlands og Hollands sáu um þetta verkefni hvað varðar innstæðueigendur hjá LÍ í þessum löndum. Íslenski og breski innsstæðutryggingasjóðirnir gerðu með sér samkomulag um að deila með sér þeim kostnaði sem hlytist af uppgjöri þess fyrrnefnda við sparifjáreigendur í útibúum Landsbankans í Bretlandi. Íslenski innstæðutryggingasjóðurinn fellst með samningnum á að greiða kostnað upp að 10.000.000 breskum pundum. Sambærilegt samkomulag var gert við hollenska innstæðutryggingasjóðinn vegna kostnaðar að fjárhæð 7.000.000 evrur," segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Í yfirlýsingunni kemur fram að verkefni erlendu sjóðanna hafi falist í að hafa samskipti við alla innstæðueigendur í löndunum, um 350 þúsund að tölu, upplýsa þá um stöðu mála, reikna út og ákveða greiðslur til hvers og eins og eftir atvikum að semja um þær. Kostnaði innstæðutryggingasjóðsins af þessu verði lýst í þrotabú Landsbanka Ísland sem forgangskröfu eins og gert verður með innstæðurnar. Verði fallist á hana mun að því að áætlað er um 75% fjárhæðarinnar greiðast úr þrotabúi LÍ.


Vísir, 24. júl. 2009 15:55

http://visir.is/article/20090724/VIDSKIPTI06/210473599


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: eysi

Það er gott að búa á Íslandi !

eysi, 24.7.2009 kl. 19:33

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Absalútt. Hér á enginn að þurfa að svelta og eiginlega ætti hér að vera allt til alls. Núna væri gott að losna við þetta 50 þús. úr landi, þá væri nóg að gera fyrir alla og húsnæði svo til ókeypis.

Baldur Fjölnisson, 24.7.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband