Hollywoodsjóið 11. sept, Svæfandi trúarrugl og Alþjóðafjármálasvindl: Zeitgeist sýnd á RÚV

Ríkissjónvarpið hefur ákveðið að sýna kvikmyndina Zeitgeist: Addendum í ágúst. Um það bil fimm þúsund manns höfðu gengið í grúppu á Facebook, þar sem skorað var á RÚV að sýna myndina, sem hefur farið eins og eldur í sinu á netinu. Myndin verður sýnd 19. og 23 ágúst.

Guðjón Heiðar Valgarðsson, sem stofnaði Facebook-grúppuna, er ánægður með myndin sé komin á dagskrá. „Það verður gaman að sjá þetta innlegg í umræðuna. Það voru 5.100 manns búnir að skrifa undir áskorun um að sýna myndina. Við gerðum RÚV grein fyrir tilvist áskorunarinnar og það voru margir sem höfðu samband. Við þurftum á endanum að fá leyfi frá Peter Joseph, sem gerði myndina og hann gaf leyfi fyrir því að hún yrði sýnd ókeypis á RÚV,“ segir Guðjón Heiðar.

Hann telur mikilvægt að myndin fari fyrir augu almennings, þar sem í henni er varpað fram hugmyndum um sem hafa að hans mati ekki fengið nægan hljómgrunn í umræðunni. „Þetta er vonandi byrjunin á því að fleiri myndir sem hingað til hafa ekki verið taldar boðlegar fyrir augu almennings, fái allavega að fara í dóm almennings sjálfs,“ segir Guðjón.

Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV, staðfestir að myndin verði sýnd í ágúst og segir það aðeins hafa verið spurningu um tímasetningar og röðun á dagskrá, hvenær myndin yrði tekin til sýninga.

„Við höfum haft veður af þessari mynd og svo fengum við hana, ef þeir vilja líta svo á að hópurinn hafi haft þessi áhrif, þá er það af hinu góða. Við þyggjum alltaf góðar ábendingar,“ segir Þórhallur og bætir við: „Þetta er umdeild og áhugaverð mynd.“

DV.IS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þeir sem ekki hafa náð í Zeitgeist og Addendum fyrir lifandis löngu geta núna dánlódað þeim á

http://tengdur.net/details.php?id=2413

Baldur Fjölnisson, 11.7.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: eysi

"Ég held að ruslveita ríkisins ætli bara að sýna Addendum og þori ekki að sýna fyrri hlutann."

Addedum skýrir mjög vel  hvernig peningakerfið virkar og hvernig IMF er búið að haga sér í gegnum árin. Það eina sem ég er ekki sáttur með í addedum er framtíðarsýnina, sumt af þessu sem að hann nefnir í þessu venus verkefni gengur upp og annað ekki. Það er samt allt í lagi að koma með einhverja framtíðarsýn.

Kannski verður bara að pressa meira á ríkið til að fá sýnda fyrri myndina. Ótrúlegt að Zeitgeist sé samt sýnd í sjónvarpinu, hélt að það myndi aldrei gerast.

eysi, 11.7.2009 kl. 16:44

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Viðbótin (Addendum) byggist augljóslega á upphaflegu myndinni þannig að ruslveitan verður að sýna þetta í réttri röð.

Baldur Fjölnisson, 11.7.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband