Tóku út helmingi hærri arð en skuldin sem þeir vilja fá fellda niður

Auk Björgólfsfeðga var Magnús Þorsteinsson kaupandi að stórum hluta í Landsbankanum. Magnús er gjaldþrota.fréttablaðið/þök
Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar:
Björgólfsfeðgar tóku helmingi hærri arð út á hlutabréf sín í Landsbankanum en sem nemur skuldinni sem þeir vilja nú fá fellda niður. Skuldin er tilkomin vegna kaupa þeirra á hlutabréfunum í bankanum.

Samson, eignarhaldsfélag í eigu Björgólfsfeðga og þá Magnúsar Þorsteinssonar, keypti 45,8 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum í árslok 2002. Kaupverðið var þá 11,2 milljarðar króna. Krafa Kaupþings á hendur þeim feðgum er tilkomin vegna þessara kaupa. Upphaflega hljóðaði lánið upp á 4,9 milljarða króna en stendur í dag í tæpum 6 milljörðum með dráttarvöxtum og öðrum áföllnum kostnaði. Feðgarnir gerðu Kaupþingi tilboð um að greiða um fimmtíu prósent af skuldinni, eða þrjá milljarða, en þeir eru í persónulegri ábyrgð fyrir láninu.

Sé litið á arðgreiðslur sem hluthafar Landsbankans fengu þann tíma sem Björgólfsfeðgar voru stærstu hluthafar bankans má sjá að alls voru tæpir 10 milljarðar greiddir í arð. Arðgreiðslurnar fóru frá því að vera um 10% af hagnaði og upp í um 13%. Enginn arður var þó greiddur út 2007 en þá var öllum hagnaði ráðstafað til hækkunar á eigin fé bankans. Á þessum tíma sveiflaðist eignarhald feðganna á bankanum frá um 41% og upp í 55% en var að meðaltali í kringum 45%. Af því gefnu má sjá að Samson, eignarhaldsfélag þeirra feðga, fékk um fjóran og hálfan milljarð í arðgreiðslur á þessu tímabili. Sú upphæð er helmingi hærri en sem nemur skuldinni sem þeir vilja nú fá fellda niður. Auk þess sem hún er næstum jafn há og upphaflega skuldin.

Vísir, 09. júl. 2009 18:30


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 116346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband