Olían trúlega á leið í $80-90 amk.

Braskarar eru á hröðum flótta úr ofurverðbólgnum og yfirprentuðum gjaldmiðlum fallít hagkerfa vesturlanda og fjárstreymið er skiljanlega í hrávöru og málma. S&P neyddist um daginn loks til að lækka gjaldhæfi Bretlands, enda sú efnahagslega martröð gjörsamlega gjaldþrota fyrir löngu, og sennilega er ekki langt í að lánshæfismatsarmur alþjóðlegrar fjármálamafíu neyðist til að skrifa niður ónýta pappíra annarra væntanlegra risagjaldþrota í Evrópu að ekki sé talað um sjálfan fílinn í dagstofunni, brandaravitleysuna í Bandaríkjunum. Þar hefur verstu bankaskrípum alheimsins verið haldið á floti með ótrúlegri peningaframleiðslu úr alls engu en samt eru þessi skrípi jafn gjaldþrota og ekki langt í að þau láti pólitískar eignir sínar moka í sig trilljónum dollara til viðbótar. Þannig að þarna er massíf óðaverðbólga í pípunum samfara efnahagslegri stöðnun í ofurmettuðu hagkerfi og trylltur flótti fjármagns úr einu í annað undan óumflýjanlegu tapi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Baldur, eru kolin ekki hræódýr áfram og eru spekúlatíf kaup á olíu ekki takmörkuð miðað við fyrri hæðir, þannig að grundvallarþættir ráða og þeir virðast vera í jafnvægi? Þar með ætti 50-70 dollara olíufat að vera raunin á meðan siglt er í gegn um kreppuna, allt til stríða, þegar olían hækkar til muna.

En á móti kemur að offramleiðsla ríkisskuldabréfa (og fyrirtækja) er orðin svo mikil að hrávaran heillar mjög.

Ívar Pálsson, 9.6.2009 kl. 21:02

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ívar, það er gríðarleg bílavæðing framundan í Kína og bætast eitthvað þúsund bílar við í Peking á degi hverjum og þar eru þegar töluvert fleiri bílar en í New York City ! Ég held að Kínverjar séu enn með nokkuð innan við 100 milljónir bíla á líklega 1300 milljónir manna, þannig að þeir munu áreiðanlega bæta við sig amk. 2-300 milljónum á næstu 20-25 árum. Síðan má bæta við það miklum markaði á Indlandi og víðar í Asíu og ekki má gleyma olíuframleiðsluríkjunum sjálfum í kringum Persaflóann. Þar eru þjóðirnar mjög ungar og munu gera miklar kröfur í neyslu og aðbúnaði og það þýðir mikla orku og þessar þjóðir munu því þurfa að nýta olíuna í vaxandi mæli heima fyrir.

Þannig að það er gríðarleg eftirspurn í pípunum en framboðið að verða óvíst. Það er hnignun í framleiðslu víðast hvar og fyrir löngu búið að hirða auðveldustu bitana. Framleiðsla Bretanna td. hefur verið aað minnka síðan 1999, sem skýrir örvæntingarfullan stríðsáróður stríðsglæpamanna á borð við Blair og annað glæpahyski sem þarna ræður ríkjum. Nú, Bandaríkin lentu í peak oil upp úr 1970 og hefur það haft í för með sér hin skrautlegustu terror hollywoodsjó og stríðslygar af þeirra hendi enda var Allah svo ónærgætinn að setja alla þessa olíu undir fylgismenn sína. Það er fremur mikilvægur sögulegur punktur að um miðjan áttunda áratuginn skipti amríski herinn um búninga, hætti með frumskógafelubúninga og tók upp liti sem henta betur í eyðimerkurhernaði.

Baldur Fjölnisson, 9.6.2009 kl. 22:44

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Olíumarkaðurinn er algjörlega undir kontról City of London og Wall Street og hefur lengi verið og má raunar segja að hann sé á margin þar sem tiltölulega lítil viðskipti og hrókeringar spekúlanta á þessum markaði ákvarða heimsmarkaðsverðið og þar með stýra að vissu leyti afkomu og hagtölum um víða veröld. Síðan er fasískur samruni ríkisvalds og peningaafla einna mest framgenginn í Bandar. og Bretlandi og þá getum við séð hvernig leikritið gengur fyrir sig í þessu og að sjálfsögðu líka í skuldapappíraframleiðslu og öðrum ævintýrum sem eru blásin upp og síðan látin hjaðna og allan tímann halda pólitíkusar og ruslveitur - leppar þessarra fjármálavaldaafla - lýðnum sofandi eftir bestu getu.

Baldur Fjölnisson, 9.6.2009 kl. 23:01

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nú, síðan er að sjálfsögðu náið samhengi á milli gengis dollarans og olíuverðs (og raunar verðs á annarri hrávöru) þar sem verðið ákvarðast jú í dollurum. Þetta vill því hreyfast í gagnstæðar áttir. Mér finnst því ekki ólíklegt að olíumarkaðurinn sé núna að spá verulegu falli dollars og bregðast við því, rétt eins og hann gerði í rönninu mikla í fyrra, yfir 140 dollara.

Baldur Fjölnisson, 9.6.2009 kl. 23:20

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þið fréttið ekki af því í ruslveitunum en hljótið að sjá að það er verið að spila þessi dæmi upp og niður skipulega á mjög svo stýrðum mörkuðum og sama mafían hefur leikið sér með aðra markaði og kostað hina skrautlegustu leppa til valda í hinum frjálsa heimi [lúðrablástur]. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 9.6.2009 kl. 23:37

6 Smámynd: Ívar Pálsson

"You may be right" eins og Billy Joel söng. Sjáðu Bloomberg í dag:

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=a6.7NWiQ5wGw

World Oil Reserves Fell for First Time in 10 Years, BP Says.

 

 

 

 

Ívar Pálsson, 10.6.2009 kl. 09:03

7 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 13:24

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Gullforði Þjóðverja er í geymslu hjá Federal Reserve Bank of New York og jafnvel þýska stjórnin hefur í seinni tíð verið að átta sig á því að það er vonlaust að gleypa endalaust við vaðli úr raðlygurum. Þess vegna eru Þjóðverjar núna að biðja bandar. húsbændur sína vinsamlega að skila gullinu, nokkrum tonnum. En að sjálfsögðu er búið að margyfirveðsetja það á móti einhverjum fallít skímum á Wall Street eða hreinlega stela því. Kannski það hafi gufað upp 11. september ásamt öðrum óþægilegum málum. Stay tuned.

Baldur Fjölnisson, 10.6.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband