Ætla að endurgreiða risastyrkina á næstu sjö árum - vaxta- og verðbótalaust

Á árinu 2006 tók Sjálfstæðisflokkurinn á móti tveimur styrkjum, samtals að fjárhæð 55.000.000, sem ákveðið hefur verið að endurgreiða. Í dag verður gengið frá fyrstu greiðslu, samtals að fjárhæð 6.875.000.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Bjarni Benediktsson sendir fjölmiðlum í dag. Þá segir að ákvörðun um endurgreiðslu byggi á því að fjárhæð styrkjanna hafi verið umfram það sem hæfilegt geti talist þegar um styrki fyrritækja við stjórnmálastarfsemi sé að ræða.

„Endurgreiddir verða styrkir að fjárhæð 30.000.000 til Stoða hf. (áður FL Group hf.) og 25.000.000 til NBI hf. (áður Landsbankinn hf.) með jöfnum greiðslum á hverju ári næstu 7 árin, án vaxta- og verðbóta," segir í tilkynningunni.

http://visir.is/article/20090602/FRETTIR01/622883876


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Stöð 2, 14. apr. 2009 18:40

Bæði FL og Landsbanki fóru í samstarf við opinbera aðila í orkumálum

mynd
Sigurjón Þ. Árnason fyrrv. bankastjóri Landsbankans og Hannes Smárason fyrrv. forstjóri FL Group.
Bæði Landsbankinn og FL Group fóru í samstarf í orkumálum við opinbera aðila, undir forystu Sjálfstæðisflokksins árið 2007. Þetta gerðist hvort tveggja eftir að fyrirtækin greiddu Sjálfstæðisflokknum risastyrki.



Sjálfstæðisflokkurinn þáði samtals sextíu milljónir króna í styrki frá FL group og Landsbankanum árið 2006, áður en lög um fjármál stjórnmálaflokka tóku gildi.



Mikið hefur verið rætt um REI málið svonefnda í tengslum við málið, en FL group var stór hluthafi í Geysi Green Energy, og Hannes Smárason, þá forstjóri FL var stjórnarformaður Geysis Green.



Minna hefur verið rætt að Landsbankinn fór í svipað samstarf við opinbert fyrirtæki í orkumálum.Það var í mars árið 2007 sem Landsbankinn og Landsvirkjun stofnuðu saman félagið Hydrokraft invest, sem átti að fara í orkuútrás með vatnsaflsvirkjanir. Lítið varð úr þessum áformum.



Sigurjón Þ: Árnason þá bankastjóri Landsbankans fór mikinn um þessar mundir og sagði á Iðnþingi að um þær mundir væri akkurat rétti tíminn til að einkavæða orkufyrirtækin



Sigurjón á einn að hafa séð um styrkinn til Sjálfstæðisflokksins. Menn hafa spurt hvort styrkir FL Group og Landsbankans eigi að afgreiða sem mútur.



Landsbankinn greiðir Sjálfstæðisflokknum 30 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn. Landsvirkjun, fyrirtæki að öllu leyti í eigu ríkisins fer í samstarf við bankann um orkuútrás



FL group greiðir sjálfstæðisflokknum 30 milljónir. Orkuveita Reykjavíkur, sem þá er undir forystu sjálfstæðismanna í Reykjavík, fer í samstarf við Geysi Green um orkuútrás.

Baldur Fjölnisson, 2.6.2009 kl. 13:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skækja ætlar semsé að borga til baka þeim sem fékk dráttinn? Þunguð af afstyrmi, sem skýst í heiminn eftir sjö á og étur skækjuna og allt hennar heimafólk út á gaddinn. Frábært.

Ég trúi þvi varla að þeir haldi að þetta sé nóg. Þeir eiga að fara beint í grjótið, því þeir voru keyptir. Meira að segja í USA eru miklu strangari reglur um slík framlög og þakið á þeim 2000 dollarar.  Hvað eru menn að hugsa? Af hverju er þetta lið ekki í járnum fyrir framan dómara? 

Jón Steinar Ragnarsson, 12.6.2009 kl. 03:24

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Segi það líka.

Baldur Fjölnisson, 12.6.2009 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband