Segir viðvaninga hafa stjórnað seðlabankanum

Segir viðvaninga hafa stjórnað seðlabankanum

mynd
Ólafur Arnarson

Tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans mun kosta hvert mannsbarn á Íslandi á aðra milljón. Glæfraleikur fyrrverandi bankastjórnar Seðlabankans mun því verða stærsti einstaki skellurinn sem lendir á íslenskum skattgreiðendum, líklega tvöfalt stærri en Icesave segir höfundur bókarinnar Sofandi að feigðarósi.

Ólafur Arnarson, höfundur metsölubókarinnar Sofandi að feigðarósi, skrifar úttekt um tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans á pressan.is. Þar kemur fram hörð gagnrýni á lánveitingar Seðlabankans sem voru án haldbærra trygginga heldur í gegnum hinu svokölluðu endurhverfu viðskipti þar sem lánað var í gegnum þriðja aðila.

Hann segir rekstrarþrot Seðlabankans skjóta skökku við í alþjóðlegu samhengi. Á meðan aðrir seðlabankar hafi haft haldbær veð hafi bankinn tapað stórum fjárhæðum. Ólafur segir tapið vera í kringum 350 milljarðar króna sem falli óskipt á ríkissjóð og þar með íslenska skattgreiðendur. Gönuhlaup fyrrverandi bankastjórnar Seðlabankans muni því kosta hvert mannsbarn á Íslandi á aðra milljón.

„Jafnvel þó Icesave verði tvöfalt á við það sem skilanefnd Landsbankans vonast til að verði, þá yrði það samt vel innan við helmingurinn af því tjóni sem skellur á okkur útaf glórulausum útlánum seðlabankans," segir Ólafur.

Ólafur segir að fyrrverandi bankastjórn Seðlabankans beri fulla ábyrgð.

„Þetta sýnir að þarna voru viðvaningar á ferð. Þessir menn kunnu ekki að stýra banka, hvorki seðlabanka né öðrum bönkum. Það lánar enginn banki gríðarlegar upphæðir án þess að hafa haldbær veð á móti, án þess að hafa einhverjar tryggingar í höndunum."

Stöð 2, 24. maí. 2009 12:05

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

23.5.2009

Jón Steinsson: Seðlabankinn klikkaði á grundvallaratriðum

Jón Steinsson, hagfræðingur, segir mistök Seðlabankans hafa legið í því að hafa ekki tekið almennileg veð í viðskiptum við bankana. Þar hafi stjórnendur Seðlabankans brugðist algjörlega.

Hann tekur undir Pressuúttekt Ólafs Arnarsonar. Ólafur fer hörðum orðum um stjórnendur Seðlabankans í nýlegri Pressuúttekt og segir afleiðingarnar af tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans um alvarlegri fyrir Íslendinga en Icesave.

Í samtali við Pressuna segist Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Colombia háskóla í New York, taka undir flest það sem Ólafur ritar í greinninni og ánægjulegt að sjá hann taka málið upp. Sjálfur hefur Jón verið gagnrýninn á aðgerðir Seðlabankans fyrir og eftir bankahrun.

Jón segir mistök Seðlabankans ekki hafa falist í því að lána bönkunum fé, heldur að taka ekki almenninleg veð gegn lánunum. „Það er algjört grundvallaratriði í peningamálum að þegar banki lendir í lausafjárvanda þá á Seðlabankinn að lána eftir þörfum, en með vaxtaálagi. Og gegn traustum veðum. Bankastjórar Seðlabanka Íslands brugðust algjörlega hvað þetta varðar.“

Jón bendir á að bréfin sem Seðlabankinn tók sem veð á meðan þessu stóð hafi verið að mestu skuldabréf sem gefin voru út af bönkunum sjálfum. „Seðlabankinn var því á þessum tíma að lána hundruð milljarða af almannafé til banka sem hann taldi sjálfur á þeim tíma að væru í miklum vandræðum gegn veði í skuldabréfum gefnum út af þessum sömu bönkum.

Þegar bankarnir hrundu urðu þessi veð að mestu verðlaus í einu vetfangi og Seðlabankinn og þar með töpuðu skattborgarar nokkur hundruð milljörðum króna.“ Nætækast hafi verið að taka útlánasöfn bankana sem veð, segir Jón. Ef það hefði verið gert hefði Seðlabankinn eignast útlánasöfnin við hrun bankana og erlendur kröfuhafarnir hefðu setið eftir með minna.

„Það er ófyrirgefanlegt að Seðlabankinn hafi klikkað á slíku grundvallaratriði. Og það sýnir betur en flest annað hversu mikil vanþekking hrjáði stjórnendur Seðlabankans,“ segir Jón og tekur undir með Ólafi að þetta verði stærsti skuldabagginn sem leggjast mun á skattgreiðendur eftir bankahrunið.

pressan.is

Baldur Fjölnisson, 24.5.2009 kl. 15:15

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Já,já,nú á ég ekki til eitt aukatekið orð,ef þetta er satt,þá eru við íslendingar í en ljótari málum,já nú verður maður mjög reiður og vondur,þvílíkt klúður,verð að kynna mér þetta mál til hlýtur,þetta er skömm ef satt er.góður pistill,en ljótt mál,því miður. kær kveðja. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 24.5.2009 kl. 15:21

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta ónýta lið virkaði sem gluggaskreyting, ódýr auglýsingabrella til að blekkja lýðinn og halda honum sofandi á meðan hreinsað var innan úr hagkerfinu. Síðan var draslið sett á hausinn og almenningur situr uppi með reikninginn. Þetta snýst um að skapa falskt öryggi.

Baldur Fjölnisson, 25.5.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband