27.4.2009 | 18:31
Erlendar skuldir þjóðarbúsins nema um 13 þús. milljörðum
Það gera yfir 40 milljónir per hvert mannsbarn eða á annað hundruð milljónir per fjölskyldu í landinu. Eignir eru á móti þessu á fallandi erlendum mörkuðum en samt er nettóstaðan neikvæð um nokkur þúsund milljarða. Það er alveg ljóst að eftir að málin hafa verið gerð upp munu skattgreiðendur (ríkissjóður og aðrir opinberir aðilar) sitja uppi með amk. 3000 milljarða kr. skuldir og tel ég þá með stærstu þrotabúin auk þrotabús ríkissjóðs það er þrotabú seðlabanka og Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur. Þessi vitleysa samanlögð mun því bera árlegan vaxtakostnað upp á amk. 200 milljarða auk afborgana af þessum tröllvöxnu skuldum (sem ég reyni þó að áætla sem allra minnstar). Efnahagslegt sjálfstæði landsins er því algjörlega fyrir bí enda engin leið að standa undir þessum skuldum en samt er ekki hægt að fella þær niður að mestu þar sem það gæfi óheppileg fordæmi vegna annarra og stærri þjóðargjaldþrota sem eru í pípunum auk þess sem erlend fjármálaöfl hafa skiljanlega meiri áhuga á að hirða draslið á slikk upp í skuldasúpuna. Það er svo sem ekki margt að gera í stöðunni og bankarnir fara vafalaust á hausinn aftur á næstu mánuðum enda skuldararnir að missa vinnuna í hrönnum, velta í hagkerfinu í frjálsu falli og uppblásinn húsnæðismarkaður dæmdur til að falla um amk. 50-60%. Ég geri ráð fyrir að markaður fyrir atvinnuhúsnæði muni falla á undan íbúðarhúsnæðinu en hvort tveggja er þetta ótrúlega yfirmettað og verðlagið skrípaleikur. Viðskipti eru lítil sem engin og á tilbúnu gerviverði og þannig ákvarðar smávægilegur leikaraskapur örfárra aðila verð allra eigna. Við getum því sagt sem svo að þessi markaður sé á sirka 98% "margin" og tóm þvæla og vitleysa.
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Björgvin Gunnarsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
FreedomFries
-
Fríða Eyland
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gils N. Eggerz
-
Gullvagninn
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gísli Hjálmar
-
Hagbarður
-
Halla Rut
-
Haraldur Haraldsson
-
Hilmar Kári Hallbjörnsson
-
Hlekkur
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ragnarsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Karl Tómasson
-
Kári Magnússon
-
Loopman
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Promotor Fidei
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sandra María Sigurðardóttir
-
SeeingRed
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Þórðarson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
el-Toro
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
TómasHa
-
Túrilla
-
Upprétti Apinn
-
gudni.is
-
haraldurhar
-
proletariat
-
Ívar Pálsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Ónefnd
-
Óskar
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórir Kjartansson
-
Arnar Guðmundsson
-
Bara Steini
-
Birgir R.
-
Birgir Rúnar Sæmundsson
-
brahim
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Dingli
-
eysi
-
Gestur Kristmundsson
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
kreppukallinn
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Neo
-
Orgar
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rauði Oktober
-
Skákfélagið Goðinn
-
Sveinn Þór Hrafnsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Ef þú myndir ráða einhverju á þessu skeri. Hvað myndir þú gera til þess að allt fari ekki til helvítis hérna ?
Og sérðu einhverjar augljósar lausnir á þessu?
eysi, 29.4.2009 kl. 18:23
Það er allt farið til helvítis á skerinu Eysi og því full seint í rassinn gripið en ef ég fengi alræðisvald á morgun myndi ég tafarlaust fyrirskipa allsherjar eignakönnun og setja helstu fjármálamógúla landsins í gæsluvarðhald með það að markmiði að finna peningana. Eftir sirka ár verður núverandi fjórskipt einsflokkskerfi gufað upp, búið að senda fjölskyldum landsins þúsund milljarða og búið að selja klappstýrusamband landsins, peningamaura, ruslveitugögn og pólitíkusa í varahluti erlendis. Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 30.4.2009 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.