17.4.2009 | 23:10
Vinnumarkaður á 1. ársfjórðungi 2009
Hagstofa.is
Atvinnuleysi 7,1%
Á fyrsta ársfjórðungi 2009 voru að meðaltali 12.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,1% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 9,2% hjá körlum og 4,8% hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 12,6%. Frá fyrsta ársfjórðungi 2008 til fyrsta ársfjórðungs 2009 fjölgaði atvinnulausum um 8.500 manns.
Á fyrsta ársfjórðungi 2008 voru að meðaltali 4.200 atvinnulausir og mældist atvinnuleysi 2,3%. Atvinnuleysi mældist þá 2,5% hjá körlum og 2,2% hjá konum. Atvinnuleysi var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára eða 6,5%.
Þeim sem hafa leitað að vinnu í einn mánuð eða meira hefur fjölgað frá fyrsta ársfjórðungi 2008 úr 1.700 í 9.900 á fyrsta ársfjórðungi 2009, eða um 8.200. Á fyrsta ársfjórðungi 2009 leituðu 77,3% atvinnulausra að starfi einn mánuð eða lengur en 42,5% á fyrsta ársfjórðungi 2008.
Atvinnulausir teljast þeir sem ekki hafa atvinnu í viðmiðunarviku könnunarinnar, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið vinnu sem hefst innan 3 mánaða.
Starfandi fólki fækkar um 8.500 og atvinnuþátttakan var 79,5%
Fjöldi starfandi á fyrsta ársfjórðungi 2009 var 165.500 manns og fækkaði um 8.500 frá sama tíma ári áður. Á vinnumarkaði voru alls 178.200 manns sem jafngildir 79,5% atvinnuþátttöku. Atvinnuþátttaka karla var 83,3% og kvenna 75,5%. Til þeirra sem eru á vinnumarkaði teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir. Fólk telst vera starfandi ef það hefur unnið eina klukkustund eða meira í viðmiðunarviku könnunar eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu.
Á fyrsta ársfjórðungi 2008 voru alls 178.100 á vinnumarkaði og atvinnuþátttaka mældist 81%. Atvinnuþátttaka karla var 85,5% og kvenna 76,1%.
Vinnutími 38,9 klst. á viku
Á fyrsta ársfjórðungi 2009 var meðalfjöldi vinnustunda 38,9 klst. hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 43,3 klst. hjá körlum en 33,9 klst. hjá konum. Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í fullu starfi var 44,7 klst. en 21,4 klst. hjá þeim sem voru í hlutastarfi.
Á fyrsta ársfjórðungi 2008 var meðalfjöldi vinnustunda 40,8 klst., 45,5 klst. hjá körlum en 35,1 klst. hjá konum. Þeir sem voru í fullu starfi unnu 46,2 klst. að jafnaði en þeir sem voru í hlutastarfi unnu að jafnaði 22 klst.
Hagtíðindi
Þessar niðurstöður eru meðal efnis í nýju hefti Hagtíðinda um vinnumarkað á fyrsta ársfjórðungi 2009.
Atvinnuþátttaka, atvinnuleysi og fjöldi starfandi á 1. ársfjórðungi | |||||
2006 | 2007 | 2008 | 2009 | ||
1. ársfj. | 1. ársfj. | 1. ársfj. | 1. ársfj. | Vikmörk ± | |
Atvinnuþátttaka, % | 81,1 | 82,2 | 81,0 | 79,5 | 1,3 |
Hlutfall starfandi | 79,2 | 80,5 | 79,1 | 73,8 | 1,4 |
Atvinnuleysi, % | 2,4 | 2,0 | 2,3 | 7,1 | 1,0 |
Vinnuafl, áætl. fjöldi | 167.500 | 176.300 | 178.100 | 178.200 | 2.800 |
Starfandi, áætl. fjöldi | 163.500 | 172.800 | 174.000 | 165.500 | 3.200 |
Atvinnulausir, áætl. fjöldi | 4.000 | 3.500 | 4.200 | 12.700 | 1.800 |
Starfandi í fullu starfi, áætl. fjöldi | 120.300 | 128.500 | 133.500 | 123.500 | 2.600 |
Starfandi í hlutastarfi, áætl. fjöldi | 43.200 | 44.300 | 40.500 | 42.000 | 2.600 |
Heildarvinnutími, klst. | 41,2 | 41,6 | 40,8 | 38,9 | 0,6 |
Vinnutími í fullu starfi, klst. | 47,2 | 47,4 | 46,2 | 44,7 | 0,6 |
Vinnutími í hlutastarfi, klst. | 23,8 | 23,3 | 22,0 | 21,4 | 0,8 |
Utan vinnumarkaðar, áætl. fjöldi | 39.100 | 38.300 | 41.800 | 46.000 | 2.800 |
Mannfjöldi, áætl. fjöldi | 206.600 | 214.600 | 220.000 | 224.200 | |
Hlutföll eru reiknuð af fjöldatölum áður en þær eru námundaðar á næsta hundrað. |
Framkvæmd
Fyrsti ársfjórðungur 2009 nær til 13 vikna, frá 29. desember 2008 til 29. mars 2009. Heildarúrtakið var 3.877 manns á aldrinum 1674 ára sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis reyndist nettóúrtakið vera 3.790 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 3.101 einstaklingi sem jafngildir 81,8% endanlegri svörun. Allar tölur hafa verið vegnar eftir kyni og aldri. Vikmörk niðurstaðna um atvinnuþátttöku eru ± 1,3%, atvinnuleysi ± 1% og vinnutíma ± 0,6 klukkustund.
Vinnumarkaður á 1. ársfjórðungi 2009 - Hagtíðindi
Talnaefni
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Björgvin Gunnarsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
FreedomFries
-
Fríða Eyland
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gils N. Eggerz
-
Gullvagninn
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gísli Hjálmar
-
Hagbarður
-
Halla Rut
-
Haraldur Haraldsson
-
Hilmar Kári Hallbjörnsson
-
Hlekkur
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ragnarsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Karl Tómasson
-
Kári Magnússon
-
Loopman
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Promotor Fidei
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sandra María Sigurðardóttir
-
SeeingRed
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Þórðarson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
el-Toro
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
TómasHa
-
Túrilla
-
Upprétti Apinn
-
gudni.is
-
haraldurhar
-
proletariat
-
Ívar Pálsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Ónefnd
-
Óskar
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórir Kjartansson
-
Arnar Guðmundsson
-
Bara Steini
-
Birgir R.
-
Birgir Rúnar Sæmundsson
-
brahim
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Dingli
-
eysi
-
Gestur Kristmundsson
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
kreppukallinn
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Neo
-
Orgar
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rauði Oktober
-
Skákfélagið Goðinn
-
Sveinn Þór Hrafnsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.