Milljarđatugir féllu í skaut bankaráđsmanna Landsbankans

Milljarđatugir féllu í skaut bankaráđsmanna Landsbankans

mynd
Fyrrverandi Formađur bankaráđs Landsbankans Björgólfur Guđmundsson er skráđur fyrir fjölda félaga. Markađurinn/Hari

Landsbankinn lánađi bankaráđsmönnum og félögum ţeirra tćpa 40 milljarđa króna á fyrstu sex mánuđum síđasta árs. Viđ bćttist skuldbinding upp á 33 milljarđa króna ađ núvirđi ţremur mánuđum síđar vegna yfirtöku á kröfu í tengslum viđ gjaldţrot bresku ferđaskrifstofunnar XL Leisure Group. Heildar­lánveitingar til bankaráđsins og félaga tengdum ţví námu ţví 83 milljörđum króna ţegar ríkiđ tók bankann yfir í október í fyrra. Eigiđ fé bankans í lok júní nam 198 milljörđum króna og jafngilda lánveitingarnar ţví ađ 36 prósent af eigin fé Landsbankans hafi runniđ í vasa bankaráđsins og stćrsta hluthafa. Fyrir skuldađi bankaráđiđ 9,9 milljarđa króna frá fyrra ári.

Skýringar liggja ekki fyrir ţví í uppgjörunum til hvađa bankaráđsmanna lánin voru veitt eđa hvađa félaga sem ţeim tengdust. Ţó er skýrt tekiđ fram í uppgjörum Landsbankans ađ kjölfestufjárfestinum, Samson eignarhaldsfélagi, hafi ekki veriđ veitt lánafyrirgreiđsla.

Sömuleiđis er tekiđ fram í uppgjörum bankanna allra ađ lánin séu á sömu eđa svipuđum kjörum og lán til almennra viđskiptavina bankanna.
Útlán til bankaráđsmanna hinna viđskiptabankanna námu samtals 70 milljörđum króna á sama tíma. Nánast jöfn skipting er á milli síđastnefndu bankanna. Kaupţing lánađi bankaráđsmönnum 2,4 milljarđa króna á sama tíma og Landsbankamenn fengu 40 milljarđa en heildarútlán til ćđstu stjórnenda Kaupţings námu 36,8 milljörđum króna í júnílok. Ţađ jafngildir átta prósentum af eiginfé bankans.

Heildarlánveitingar Glitnis til bankaráđs og ćđstu stjórnenda bankans námu 33,7 milljörđum króna í á sama tíma og höfđu lćkkađ um 5,2 milljarđa króna frá áramótum. Heildarfjárhćđin jafngilti sautján prósentum af eigin fé bankans í lok júní.

Viđbótin viđ lán til bankaráđs Landsbankans upp á 33 milljarđa króna er 207 milljóna evra ábyrgđ Samsonar eignarhaldsfélags, félags Björgólfs Guđmundssonar, stjórnarformanns Landsbankans, og Björgólfs Thors Björgólfssonar, keypti vegna gjaldţrots bresku ferđaskrifstofunnar XL Leisure Group í september í fyrra. Lániđ lá í ţrotabúi Samsonar, sem átti 40 prósenta hlut í Landsbankanum fram ađ ríkisvćđingu. Kröfunni hefur nú veriđ rift og fellur hún á ţrotabú gamla Landsbankans.



Krafan lifandi

mynd
stjórnarformađur Kaupţings Sigurđur Einarsson, stjórnarformađur Kaupţings, átti eins prósents hlut í eigin nafni í bankanum ţegar ríkiđ tók hann yfir í fyrrahaust. Markađurinn/Valli

Bćđi nýju og gömlu bankarnir eiga kröfu á bankaráđ gömlu bankanna og félög ţeim tengd og er unniđ ađ ţví ađ lán bankaráđsmanna verđi greidd til baka međ einum eđa öđrum hćtti.
Skipting á milli gömlu og nýju bankanna er sú sama og fariđ var eftir í kjölfar ríkisvćđingar bankanna í fyrrahaust en ţá var bönkunum skipt upp eftir ţví hvort ţeir voru međ innlenda eđa erlenda starfsemi. Ţannig munu kröfur á ţau eignarhaldsfélög tengd bankaráđsmönnum sem skráđ voru erlendis liggja í gömlu bönkunum en kröfur á félög sem skráđ voru hérlendis liggja í nýju bönkunum.
Samson eignarhaldsfélag, kjölfestufjárfestir Landsbankans, var skráđ hér en fjöldi félaga sem tengd eru Björgólfsfeđgum voru skráđ víđa erlendis. Ţá eru Exista BV og Ega Invest BV, sem fóru međ 34,58 prósenta hlut í Kaupţingi, bćđi skráđ í Hollandi. Tvö félög í nafni FL Group, sem fóru međ samanlagđan 23 prósenta hlut í Glitni voru sömuleiđis skráđ ţar.



Bankaleynd

mynd
stjórnarformađur Glitnis Ţorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformađur Glitnis, hafđi setiđ í skamma hríđ í stjórnarformannsstólnum ţegar ríkiđ tók bankann yfir. Markađurinn/pjetur

Hvorki fengust upplýsingar hjá skilanefndum gömlu bankanna né ţeim nýju um nánari skiptingu lánveitinga til bankaráđsmanna gömlu bankanna né félaga ţeim tengdum. Sömuleiđis fengust ekki upplýsingar um ţađ hvađa félög tengd bankaráđsmönnum fengu lánveitingar né hvađa upphćđ var um ađ rćđa. Vísađ var til laga um bankaleynd í öllum tilvikum. Af ţeim ástćđum er ekki hćgt ađ fullyrđa hvort stjórnarmenn Kaupţings og Glitnis sem sátu í krafti stćrstu hluthafa hafi talist til lántakenda.
Ţá vill Fjármálaeftirlitiđ ekki segja til um hvort lánveitingarnar hafi veriđ eđa séu til skođunar. Í einhverjum tilvikum geti reynt á reglur um stórar áhćttur ef lán fari yfir 10 prósent (hámark 25 prósent) af eiginfjárgrunni banka. Viđ ţađ yrđi bankinn ađ gefa upplýsingar til Fjármálaeftirlitsins um ţau lán. Ađ öđru leyti komi upplýsingar um lán og kjör á lánum til venslađra ađila fram viđ reglulega skýrslusöfnun eftirlitsins.

visir.is 1/4 2009

http://visir.is/article/20090401/VIDSKIPTI06/718146477


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Maí 2025
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 116368

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband