24.3.2009 | 10:47
Hannes Hólmsteinn drullar mjög snyrtilega yfir nýja seðlabankastjórann
Seðlabankastjóri þekkti ekki cad-hlutfall
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor og fyrrum stjórnarmaður í bankaráði Seðlabankans segir forsætisráðherra sennilega hafa brotið lög þegar hún réði norskan stjórnmálamann í embætti seðlabankastjóra. Þetta kemur fram í grein sem Hannes skrifar í Morgunblaðið í dag en þar segir hann einnig frá því að seðlabankastjórinn hafi ekki vitað hvað svokallað cad-hlutfall fjámálastofnana væri og sé bæði ákvörðunarfælinn og taugaóstyrkur.
Maður þessi kvaðst aðspurður ekki muna, hvenær hann var beðinn að taka að sér embættið. Sé hann tekinn trúanlegur um það, þá hefur hann varla gáfur til að sinna starfinu. Nýlega var hann á fundi í Seðlabankanum. Þá barst í tal cad-hlutfall fjármálastofnana (eiginfjárhlutfall samkvæmt stöðlum Evrópusambandsins). Maðurinn kom af fjöllum. Hann vissi ekki, hvað þetta var," segir í grein Hannesar.
Seðlabankastjóra kallar hann síðan fjallamann sem hafi ekki þorað að liðsinna Straumi, Spron og Sparisjóðabankanum, þegar þessi fyrirtæki lentu í fyrirsjáanlegum, en tímabundnum erfiðleikum.
Þessi bráðabirgðaseðlabankastjóri minnihlutastjórnar veldur því með ákvörðunarfælni sinni og taugaóstyrk, að mörg hundurð manns missa hér atvinnuna, traust á Íslandi minnkar enn erlendis og lánalínur lokast."
Þá segir Hannes að ógeðfelldur blær sé á allri framgöngu ráðamanna í málinu. Hann segir það hafa veirð mikil mistök að knýja þessi fyrirtæki í þrot og bæta þannig gráu ofan á svart.
Sennilega er þetta embættisverk hins norska stjórnmálamanns ólöglegt, eins og hann sjálfur. En þótt sjálfsagt sé að láta á það reyna fyrir dómstólum, er tjónið orðið og verður ekki bætt. Og hrægammarnir sveima yfir sviðinni jörð." visir.is
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 116368
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Björgvin Gunnarsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
FreedomFries
-
Fríða Eyland
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gils N. Eggerz
-
Gullvagninn
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gísli Hjálmar
-
Hagbarður
-
Halla Rut
-
Haraldur Haraldsson
-
Hilmar Kári Hallbjörnsson
-
Hlekkur
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ragnarsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Karl Tómasson
-
Kári Magnússon
-
Loopman
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Promotor Fidei
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sandra María Sigurðardóttir
-
SeeingRed
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Þórðarson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
el-Toro
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
TómasHa
-
Túrilla
-
Upprétti Apinn
-
gudni.is
-
haraldurhar
-
proletariat
-
Ívar Pálsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Ónefnd
-
Óskar
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórir Kjartansson
-
Arnar Guðmundsson
-
Bara Steini
-
Birgir R.
-
Birgir Rúnar Sæmundsson
-
brahim
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Dingli
-
eysi
-
Gestur Kristmundsson
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
kreppukallinn
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Neo
-
Orgar
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rauði Oktober
-
Skákfélagið Goðinn
-
Sveinn Þór Hrafnsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Þetta er ágætis frammistaða hjá Hannesi, handrit og orðanotkun fá 8.5 en einkunn fyrir kemur úr hörðustu átt er hins vegar aðeins 1.5. Samt fleyta virðingarverðir kjaftaskurstilburðir honum upp í 7 í meðaleinkunn. Hefði hann munað eftir gönguskíðunum væri þetta langt í átta.
Baldur Fjölnisson, 24.3.2009 kl. 20:51
Ég held að hann fái frekar lítið fyrir sannleiksást. Traustið á Íslandi var orðið minna en ekkert, en þessi nýi bankastjóri hefur aðeins náð að lyfta því.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 20:58
Þetta snýst meira um ríkjandi veruleikahönnun á hverjum tíma en nokkru sinni einhvern konkret sannleika. Og maskínan sem heldur fram opinberum veruleika gerir það að sjálfsögðu vegna hennar hagsmuna og kostenda hennar. Þetta er gamalkunnugt. En nú á dögum erum við stödd í ótrúlega hraðri og massífri upplýsinga- og tæknibylgju sem mun rísa lengi enn. Ruslveitur og pólitíkusar sem hafa löngum svæft lýðinn fyrir kostendur sína hafa orðið eftir, hraðinn er of mikill breytingarnar of hraðar. Núna blasir við byltingarástand í hinum frjálsa heimi. Við höfum keyrt fram úr okkur sjálfum undir stjórn klappstýra fjármagnsaflanna - einu sinni enn - og okkur var mjög lengi haldið sofandi yfir því en síðan sprakk sú blaðra eins og aðrar.
Baldur Fjölnisson, 24.3.2009 kl. 21:21
22. maí 2008 kl. 11.44 |
Seðlabankinn segir ekki unnt að slaka á peningalegu aðhaldi
Vísir, 22. maí. 2008 11:15
Seðlabankinn segir ekki unnt að slaka á peningalegu aðhaldi
Atli Steinn Guðmundsson skrifar:
Rökstuðningur Seðlabanka Íslands fyrir óbreyttum stýrivöxtum, 15,5%, felst fyrst og fremst í því að gengislækkunin fyrstu þrjá mánuði ársins hafi leitt til meiri verðbólgu í apríl og gæti jafnvel orðið meiri á næstu mánuðum en Seðlabankinn spáði í apríl.
Aukinn innlendur kostnaður og áhrif minnkandi framleiðsluspennu geri það að verkum að innlend eftirspurn dragist verulega saman á næstu árum og húsnæðismarkaðurinn kólni.
Seðlabankinn segir það brýnt að skammtímaverðbólga leiði ekki til víxlbreytinga launa, verðlags og gengis. Háum stýrivöxtum og öðrum aðgerðum sé ætlað að stuðla að stöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem sé forsenda þess að böndum verði komið á verðbólgu og verðbólguvæntingar. Gjaldmiðlaskiptasamningar bankans við erlenda seðlabanka hafi haft jákvæð áhrif en leysi þó ekki allan vandann.
Tekur Seðlabankinn að lokum fram að ekki verði unnt að slaka á peningalegu aðhaldi fyrr en sýnt sé að verðbólga sé á undanhaldi enda fátt mikilvægara fyrir efnahag heimila og fyrirtækja en að sú þróun hefjist og verði hnökralítil.
Baldur Fjölnisson, 31.3.2009 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.