Þrotabú ríkissjóðs og seðlabanka taka yfir gjaldþrota sparisjóði

SPRON fer til nýja gjaldþrota Kaupþings og Sparisjóðabankinn rennur inn í gjaldþrot Seðlabankans. Trúlega þurfa skattar að hækka um 100% strax og vandamála- og forsjárbatterí ríkisins jafnframt að skerast niður um 75% til að minnsti möguleiki verði að borga upp öll þessi risagjaldþrot. Nema Evrópusambandið komi til með að kaupa landið með áhvílandi skuldum á eina evru, sennilega er það líklegasta niðurstaðan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: eysi

Núna er það orðið greinilegt að allt er að fara til helvítis, og um leið og gjaldeyrishöftin verða tekin af þá á krónan pottþétt eftir að falla um að minnsta kosti 50%. Miðað við að um daginn þá var verið að borga vextina af krónu og jöklabréfum og þá féll krónan um 2% bara við það að borga þessa helvítis vexti.

Baldur ertu búinn að undirbúa þig undir Zimbabwe stig krónunnar á næstunni? Ef svo er hvernig ertu búinn að undirbúa þig, og hvað mæliru helst með að gera.

eysi, 21.3.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bend over and kiss your ass goodbye eins og í flugslysunum, geri ég ráð fyrir. En það þarf nú ekki svo mikið til að komast af. Við höfum nóg af mat og það kostar pínöts að fæða þúsundir þegar þú vinnur það á stórum skala og húsnæði er ekkert vandamál þar sem búið er að metta markaðinn næstu 20 ár og það er því í raun ókeypis.

Síðan er heill ruslahaugur af pólitískum úrgangi fortíðarinnar á ofureftirlaunum sem duga til að fóðra heilu ættirnar og þegar því verður dreift út þá mun það líka hjálpa. 

Baldur Fjölnisson, 21.3.2009 kl. 21:58

3 identicon

Hallinn hér hjá okkur verður um helmingi minni á hvern mann en hjá Bandaríkjamönnum. Auk þess hafa þeir rekið sinn ríkissjóð með álíka halla í fjölda ára. Ég er því nokkuð bjartsýnn á að þetta bjargist allt hjá okkur fyrir rest.

En það þarf að finna einhverja leið til að láta Kínverjana taka hallareksturinn á sig. Er ekki gengisfall dollarans besta leiðin til þess?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 22:29

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

En það er almennt séð í stöðunni ekki minnsta glóra í því fyrir fólk sem er skuldsett að borga af skuldunum. Allavega þarf það fyrst að sinna sínum nauðþurftum og sinna, bjarga sér og sínum. Einstaklingurinn á ávallt að ganga fyrir, hann er jú grunneining þjóðfélagsins þótt síkópötum hafa tekist að láta fjármagnið leysa hann af hólmi um stund í því sambandi, með alvarlegum afleiððingum.

Baldur Fjölnisson, 21.3.2009 kl. 22:29

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sveinn, þetta er álíka og að reyna að samsvara vandræði mýflugu og fíls. Bandaríkin standa undir fjórðungi heimsframleiðslunnar með tuttugasta hluta mannkynsins. Það hlutverk var algjörlega vonlaust fyrir 30 árum og núna kostar það seðlaprentun út fyrir Júpíter. Bandar. ríkið er fyrir löngu gjaldþrota en það hefur dollarann sem er grundvallareining í viðskiptum með hráefni og gjaldmiðla og það hefur herveldi sem getur viðhaldið status kvó og jafnvel farið í stríð við lánardrottna sína til að losna við að borga. Þetta er sem sagt skuldunautur með raunverulegt afl en hvað hefur nanóríki á borð við okkur? Eigum við kannski að setja á svið færeyskt terrorsjó í Reykjavík og síðan fara í stríð við þá til að draga athyglina frá okkar gjaldþroti.

Baldur Fjölnisson, 21.3.2009 kl. 22:45

6 identicon

Ég hef eiginlega mestar áhyggjur af uppgangi Kínverja. Þeir eru á fullu núna að kaupa upp hrávöruframleiðendur. Þeir hafa nóg af peningum og verðin núna eru í sögulegu lágmarki.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 23:19

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jamm, síðustu áratugina hefur asíska framleiðnimaskínan verið að koma inn og hún hefur tekið við allri framleiðslu og offramleiðslubylgjan þaðan hefur unnið gegn skuldapappíraframleiðslunni sem hefur tekið við af framleiðslu á vesturlöndum. Offramleiðslugeta glóbalt séð vinnur á móti verðbólguáhrifum skuldaframleiðslu. En þetta jafnvægi hefur verið að bresta sérstaklega síðustu 1-2 áratugina og því höfum við séð viðbrögð á borð við holywoodsjóið 11. sept. og alveg sérstaklega tryllingslega örvæntingu við að ljúga af stað Íraksstríðið. Milljónir deyja og þjást en það er bara skiptimynt fyrir stjórnendur heimsins og smáhórur hérna heima hafa framfylgt sömu sækóastefnunni og það hlaut að hrynja þegar ruslveitur og pólitískar skækjur gátu ekki logið það áfram lengur.

Baldur Fjölnisson, 21.3.2009 kl. 23:40

8 identicon

Á ekki valdajafnvægið eftir að snúast hraðar en menn ætla? Stór hluti af framleiðslu Bandaríkjamanna er gerviframleiðsla eins og hundaskygnilýsingar og þess háttar, eins og þú hefur bent á. Það er lítið gagn í slíkri landsframleiðslu þegar harðnar á dalnum.

Kínverjarnir aftur á móti svona lús iðnir og sparsamir. Þeir kaupa jafnt og þétt upp alla hráefnisframleiðslu sem skiptir máli og ná undir sig því sem eftir er af heimsframleiðslunni, til dæmis bíla- og þungavinnuvélum.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 23:57

9 identicon

"þjónustuhagkerfi"... það virkar alveg meðan hagkerfið er látið í friði og bólan blásin, en í raun erum við bara "useless eaters" í augum eigendanna, við erum búin að uppfylla þær þarfir sem voru fyrir fjölda af okkur vinnumaurunum, nú fara að taka við allskyns tilviljanir sem fækka okkur, matarskortur, drepsóttir, ...

Gullvagninn (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 07:47

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sýndarpeningar hljóta með tímanum að leiða af sér sýndarhagkerfi. Þetta er öfgakerfi sem blæs upp hverja fjármálabóluna af annarri og þegar ein hrynur þá er mokað í þá næstu og loks byggjast nýir skuldapappírar á fyrri skuldapappírum og engu öðru. Og þá er kominn tími til að hætta útgáfunni, fljúga á vit peninga sinna á Cayman Islands - og láta allt draslið heima falla á skattgreiðendur.

Þessi vitleysa verður að mínu áliti aðeins leyst með tvennu: 1. fækkun þjóðarinnar um amk. 25% sem myndi þýða næga atvinnu fyrir alla og svo til ókeypis húsnæði og 2. kontróleraðri verðbólgu, tafarlausu afnámi verðtryggingar og seðlaprentun og senda fjölskyldum landsins grimmt peninga og biðja menn að eyða þeim í atvinnulífið og biðja menn í atvinnulífinu jafnframt að stilla verðhækkunum stranglega í hóf. Þetta væri línudans en eins og staðan er þá er ekki um ýkja margtað ræða.

Baldur Fjölnisson, 23.3.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 116368

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband