Meðalupphæð húsnæðislána er um 30 milljónir sem vafalaust þýðir að amk. helmingur skuldaranna er gjaldþrota

Húsnæðismarkaðurinn hangir uppi á lýginni einni saman og mun verð húsnæðis hrynja um amk. helming þegar lygahækjur markaðarins halda ekki lengur. Hér hafa heilu hverfin verið lengi á lager og einhverjir hlægilegir turnar hér og þar. Það er sem sagt massíft umframframboð húsnæðis í hagkerfi þar sem eftirspurn og velta eru í frjálsu falli. Það hefur svo til ekkert að segja í þessu sambandi þó gjaldþrota ríkissjóður, fallít íbúðalánasjóður og raðgjaldþrota bankar geri sig enn meira fallít með því að "gefa eftir" einhverjar milljónir per skuldara. Þrjú hundruð milljarðar er bara dropi í hafið í hagkerfi sem skuldar samtals amk. 20 þúsund milljarða. Ef gjaldþrota ríkiskerfi og gjaldþrota lánastofnanir í eigu þess eiga að vera aflögufær um þessa fjárhæð er skárra að búa hana bara til í tölvukerfinu (prenta hana) og senda hverju mannsbarni eina milljón (gerir samtals 300 milljarða) og grátbiðja fólk að eyða því í vörur og þjónustu. Það myndi strax hjálpa atvinnulífinu og jafnvel skapa einhver störf en áreiðanlega hægja á aukningu atvinnuleysis, amk. í bili.

En vafalaust þarf að taka amk. helming skuldara landsins til gjaldþrotaskipta strax og best að ljúka því af. Þá er hægt að fella niður skuldir á hefðbundnum forsendum og samkvæmt lögum. Það er bara óhollt að hafa vonlaus dæmi hangandi yfir þessu kerfi nógu illa leikið er það fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 116368

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband