Seðlabankinn vildi meina í maí sl., rétt áður en það rúllaði á hausinn, að fjármálakerfið væri "traust í aðalatriðum"

Staða margra heimila mun versna

Staða margra heimila verður erfiðari á næstu árum. Þetta er mat Seðlabanka Íslands sem kynnt er í nýútkominni skýrslu um fjármálakerfið. Skuldir þeirra sem skuldsettastir eru hafa aukist langt umfram meðaltal. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleikann.

Meginniðurstaða hennar er að fjármálakerfið sé traust í aðalatriðum. Íslenska bankakerfið uppfylli þær kröfur sem til þess séu gerðar og standist álagspróf. Helstu áhættuþættirnir eru viðkvæmur gjaldeyrismarkaður og dræmt aðgengi að fjármagni.

 

Það sem eflir viðnám fjármálakerfisins séu góðar langtímahorfur í íslensku efnahagslífi, viðunandi staða bankanna og sterk staða ríkissjóð. Þrengingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum reyna að viðnámsþrótt íslensku bankanna, segir í skýrslunni. En þær hafa einnig áhrif á skuldastöðu heimilanna.

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagði, þegar hann kynnti skýrsluna á blaðamannafundi í dag, að þegar á heildina sé litið hafi hrein eignastaða heimilanna batnað þrátt fyrir að skuldir þeirra hafi aukist. Skerðist ráðstöfunartekjur ekki að neinu marki verði greiðslubyrðin viðráðanleg.

Þau heimili sem hafa á undanförnum árum aukið hratt skuldir sínar og eignir eru viðkvæm fyrir áföllum, segir í skýrslunni. Eignir heimilanna, að frátöldum eignum í lífeyrissjóðum, eru um tvöfalt meiri en skuldir en þær eru tæpir 1.600 miljarðar króna. Eignirnar hafa aukist mikið til frá árinu 2005 vegna hækkunar fasteignaverð. En eignirnar munu lækka í verði því Seðlabankinn spáir því að í árslok 2010 verði fasteignaverð þriðjungi lægra en nú.

Nærri fjórðungur skulda heimilanna eru gengisbundin lán. Gjaldmiðlaáhætta margra heimila hefur því aukist mikið, segir í skýrslunni. Fæst þeirra hafa gjaldeyristekjur og eru því viðkvæm fyrir gengislækkun krónunnar.

Í skýrslunni kemur fram að fleiri skulda nú tvöfaldar ráðstöfunartekjur, eða meira, eða rúmlega 25.000 manns. Á þremur árum hefur einnig tvöfaldast sá hópur fólks sem mest skuldar; fjórar og hálffaldar til allt að sexfaldar ráðstöfunartekjur. Þeir sem ekki geta aukið tekjur sínar eru í umtalsverðri hættu á greiðsluerfiðleikum. Þeir sem steyptu sér í miklar skuldir á síðasta ári með húsnæðiskaupum eru líklega í mestri hættu.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item205401/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Fyrst birt: 18.11.2008 17:53
Síðast uppfært: 19.11.2008 18:54

Heyrðu aldrei af áhyggjum SÍ

Heyrðu aldrei af áhyggjum SÍ

Bankastjórn Seðlabankans kom áhyggjum sínum af bankakerfinu hvorki á framfæri við viðskiptaráðherra né iðnaðarráðherra. Forsætis- og fjármálaráðherra telja að brugðist hafi verið við ábendingum seðlabankastjóra. Seðlabankinn sagði bankakerfið traust í maí.

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, gagnrýndi stjórnvöld, Fjármálaeftirlit, fjölmiðla, banka og eigendur þeirra harðlega í ræðu í morgun vegna bankahrunsins. Hann sagðist hafa varað ráðamenn við erfiðri stöðu bankanna á fundi strax í febrúar.

Björgvin G Sigurðsson, ráðherra bankamála, kannast ekki við það. Bankastjórn SÍ kom ekki þeim áhyggjum sem Davíð Oddsson lýsti í ræðu sinni í morgun ekki á framfæri við sig, hvorki í febrúar né síðar. Hins vegar segist Björgvin hafa kynnt sér vel greiningu Seðlabanka Íslands á stöðu fjármálakerfisins í árlegri fjármálastöðugleikaskýrslu seðlabankans frá því í maí á þessu ári. Þar komi fram að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust.  Í skýrslunni komi einnig fram að samstarf Seðlabanka og Fjármálaeftirlits hafi eflst mjög á síðustu árum. Þar sé ekki gert grein fyrir vandamálum við verkaskiptingu, sem seðlabankastjóri geri mikið úr, og var breytt með lögum árið 1998, þegar hann var forsætisráðherra. Hann undrast jafnframt framgöngu Davíðs vegna bankahrunsins. Þess vegna komi það Björgvini mjög á óvart að hve harkalega hann gangi fram í því að varpa, að því er virðist, ábyrgð yfir á alla aðra en Seðlabanka Íslands.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, kannast heldur ekki við að viðvaranir eða skýrslur frá Davíð Oddssyni hafi borist á borð ríkisstjórnarinnar. Hann segist bíða eftir því að Davíð kæmi og skýrði sína afstöðu. Össur telur Seðlabankann hafa staðið sig afar illa. Það sé ábyrgðarhluti af ríkisstjórn og forystu hennar að ætla sér að sigla í gegnum framhaldið á þessari kreppu með núverandi bankastjórn og núverandi banka algerlega óbreyttan. Össur segist telja að Seðlabankinn hafi brugðist hlutverki sínu.

Geir Haarde, forsætisráðherra, staðfesti í hádegisfréttum að fundur hafi verið haldinn með seðlabankastjóra í febrúar. Það staðfestir líka Árni Mathiesen, fjármálaráðherra. Þar hafi hins vegar ekkert nýtt komið fram.

Það hafi verið vitað að það væru vandkvæði á lausafjármögnun bankanna og þannig hefði það verið um tíma. Þessu hefðu menn reyndar kynnst árið 2006 í þeim vandamálum sem þá hafi verið uppi. Þetta hafi því verið rætt á fundum og líka á þessum febrúarfundi eftir að þeir hefðu verið í Lundúnum. Engar nýjar upplýsingar hafi komið þar fram. Í kjölfarið var svo ráðum Seðlabankans fylgt, segir Árni. Gjaldmiðlaskiptasamningar og erlend lántaka voru undirbúin.

Davíð Oddsson Seðlabankastjóri sagði í ræðu sinni á morgunverðafundi Viðskiptaráðs að hann hefði ítrekað varað við þeirri stöðu sem nú væri upp komin í íslensku fjármálalífi. Í febrúar hafi Seðlabankinn kynnt forráðamönnum ríkisstjórnarinnar þær ógöngur sem blöstu við í bankakerfinu.

Seðlabankinn var þó ekki hvassyrtur varðandi þessa stöðu  í riti bankans um Fjármálastöðugleika sem kom út  í maí á þessu ári eða um þremur mánuðum eftir fund Seðlabankans og ráðamanna.  Þar kemur  vissulega fram að: Viðbúið sé að glíma þurfi við fjölþætta áhættu en lágmarka þurfi líkur á fjármálaáfalli sem skaðað geti afkastagetu efnahaglífsins og lífskjör.

Niðurstaða bankans er hins vegar að í heildina litið sú að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust og íslenska bankakerfið uppfylli kröfur sem gerðar séu til þess og standist álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafi gert. Í töflu um fjármálastöðugleika blikka þó rauð ljós fyrir árið 2008 en viðvörunarorð Seðlabankans eru: Ríkjandi aðstæður reyna á viðnámsþrótt bankanna.

Fjármálaeftirlitið birti ennfremur álagspróf á íslensku bönkunum nokkrum sinnum á ári. Í síðasta prófi eftirlitsins sem birtist um miðjan ágúst tæpum tveimur mánuðum fyrir fall bankanna kemur fram að: Fjórir stærstu viðskiptabankarnir standist allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins sem eftirlitið framkvæmi með reglubundnum hætti. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins lét ennfremur hafa eftir sér: ,,Niðurstöður álagsprófsins sýna að eiginfjárstaða bankanna er sterk og getur þolað töluverð áföll."

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item237631/

Baldur Fjölnisson, 9.2.2009 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband