12.1.2009 | 16:16
Lánshæfieinkunn ríkissjóðs stefnir hraðbyri í "junk"
Sem yrði þá alveg í stíl við innihald förgunarsetra ónýtra pólitíkusa þríátta um Arnarhólinn. Leppur, skreppur og leiðindaskjóða hafa keyrt hér allt skipulega í þrot og núna hirðir rétta Engeyjarmafían allt draslið. Það fer einn fasistinn á haugana og sprettur upp strax annar enn verri í staðinn. Þetta varðar ekkert um þjóðarhag, aðeins eigin hag og hefur alltaf einhverjar skækjur og nytsama sakleysingja og samsiðleysingja sína til að beita fyrir sig.
---------------------------------------------------
Frekari lækkun lánshæfiseinkunna ríkissjóðs yrði álitshnekkir
Ef lánshæfiseinkunnirnar ríkissjóðs lækka frekar fara þær niður fyrir þau mörk sem almennt eru talin skilja á milli hágæða skuldabréfa og annarra skuldabréfa, og væri það töluverður álitshnekkir.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins í erlendri mynt var fyrir bankahrunið A+ hjá S&P og Fitch og Aaa hjá Moody's og eru þetta afar góðar einkunnir. Lánshæfið var því talið gott.
Núna er einkunnin komin í BBB- hjá S&P og Fitch og Baa- hjá Moody´s og í raun er það lág einkunn í samanburði við önnur iðnríki. Allar þessar einkunnir eru á neikvæðum horfum sem merkir að vel má vera að lánshæfismatsfyrirtækin muni gefa ríkinu enn lakari einkunn á næstu mánuðum.
Nettó skuldir hins opinbera voru við upphaf árs um 29% af landsframleiðslu en nú er það mat þessara lánshæfismatsfyrirtækja að skuldahlutfall þetta fari yfir 100% af landsframleiðslu í ár en íslenska ríkið verður þar með meðal skuldugustu í heiminum. Meðal aðildarríkja OECD er ítalska ríkið á svipuðum slóðum og hið íslenska en einungis eitt skuldsettara. Er það Japan en það ríki hefur glímt við umtalsverðan efnahagsvanda í mörg ár.
Meginástæður aukinna skulda ríkisins eru þrjár. Í fyrsta lagi er það fjármögnun á eiginfjárframlagi ríkisins til hinna nýju banka sem talið er verða um 385 milljarðar kr.
Í öðru lagi er það kostnaður þess vegna innlánaskuldbindinga utan landssteinanna. Ábyrgðir ríkisins vegna þess gætu orðið um 700 miljarðar kr. en þar eru umtalsverðar eignir á móti hjá gömlu bönkunum. Talsverð óvissa er um niðurstöðu þessa fyrir nettó skuldastöðu ríkisins.
Í þriðja lagi er það svo endurfjármögnun Seðlabankans en hann tapaði talsverðu fé vegna veðlána til gömlu bankanna. Reiknað er með að þetta séu um 150 milljarðar kr.
Þeir áhættuþættir sem lánshæfismatsfyrirtækin nefna að geti lækkað einunnir ríkisins enn frekar er að ef hagkerfið siglir niður í dýpri og meira langvarandi samdrátt en spáð er t.d. ef markmið stjórnvalda í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að skapa stöðugleika á gjaldeyrismarkaði gengur ekki eftir. Þetta myndi þá leiða til meiri halla á ríkissjóði næstu árin og enn hærri skulda.
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Björgvin Gunnarsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
FreedomFries
-
Fríða Eyland
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gils N. Eggerz
-
Gullvagninn
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gísli Hjálmar
-
Hagbarður
-
Halla Rut
-
Haraldur Haraldsson
-
Hilmar Kári Hallbjörnsson
-
Hlekkur
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ragnarsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Karl Tómasson
-
Kári Magnússon
-
Loopman
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Promotor Fidei
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sandra María Sigurðardóttir
-
SeeingRed
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Þórðarson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
el-Toro
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
TómasHa
-
Túrilla
-
Upprétti Apinn
-
gudni.is
-
haraldurhar
-
proletariat
-
Ívar Pálsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Ónefnd
-
Óskar
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórir Kjartansson
-
Arnar Guðmundsson
-
Bara Steini
-
Birgir R.
-
Birgir Rúnar Sæmundsson
-
brahim
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Dingli
-
eysi
-
Gestur Kristmundsson
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
kreppukallinn
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Neo
-
Orgar
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rauði Oktober
-
Skákfélagið Goðinn
-
Sveinn Þór Hrafnsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
S&P er búið að boða að þeir ætli að lækka lánshæfiseinkunn Alcoa.
Það er mögulegt að skuldabréf þeirra verði lækkuð niður í junk, miðað við það sem ég var að lesa.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 20:56
Hverra manna er Engeyarmafían er þú nefnir?
Kristján Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 07:22
Hmm, ég get nú ekki stillt mig um að ræna afbragðspistli frá Össurri til skýringa á þessu ...
---------------------------------------------
Hefnt er þess í prófkjöri sem hallaðist í Ráðhúsi
Gunnar Thoroddsen framdi þá höfuðsynd að styðja Alþýðuflokksmanninn og tengdaföður sinn, Ásgeir Ásgeirsson, til sigurs í kjöri um embætti forseta lýðveldisins árið 1952 - gegn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins. Sú synd var aldrei burt þvegin, aldrei gleymd - og aldrei fyrirgefin.
Áratugum saman eftir átökin kringum forsetakjör Ásgeirs magnaðist ólgan innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem flokksmaskínan lagðist á eitt gegn grasrótinni, sem studdi Gunnar Thoroddsen sakir glæsileika og atgervis. Sjálfstæðisflokkurinn logaði í átökum milli arma Gunnars og Geirs Hallgrímssonar. Átökin voru persónustríð, þar sem valdabandalög báru fram ólíka foringja, en glíman snérist um völd og hefndir en aldrei um pólitík.
Gunnar var refum slægari, og djúpvitur í pólitískri skák. Um stjórnmál og skák gildir hið sama - svartur á alltaf leik. Sá sem fær aldrei frið svarar að lokum í sömu mynt. Ósigrar stoltra manna kveikja hefndir. Bók Guðna Th. Jóhannessonar sýnir án tvímæla hvernig Gunnar um síðir undirbjó árum saman hið mikla uppgjör við Geir, þar sem hann lék honum í vonlausa tapstöðu og særði að lokum pólitísku banasári einsog léttfættur nautabani sem leggur örþreyttan bola í hjartastað. Sundrungarkornin, sem fleygt var í svörðinn 1952, urðu fullþroska rösklega aldarfjórðungi síðar.
Heiftin er aldrei gott vegarnesti í pólitík. Hún virðist nú hinn duldi kraftur Valhallar. Á örskömmum tíma hefur Geir H. Haarde beitt völdum sínum til að má svo að segja algjörlega út síðustu leifarnar af veldi Davíðs Oddssonar. Í Sovétríkjunum notuðu leiðtogarnir þá aðferð að láta eyða fyrirennurum sínum út af ljósmyndum. Geir eyðir úr áhrifastöðum öllum þeim sem tengdust Davíð Oddssyni.
Eðlishvötin sem að baki býr er þorsti Þórðunga til að gjalda fyrir glæpinn í Ráðhúsinu, þegar Davíð Oddsson og Björn Bjarnason stálu af Ingu Jónu Þórðardóttur oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins - korteri fyrir kosningar. Það var pólitískt grimmdarverk, sem lengi hefur beðið óhefnt. Færið gafst í prófkjörinu um síðustu helgi. Allar byssur voru dregnar fram og miðað á þann sem var múrbrjótur Davíðs í aðförinni að Ingu Jónu, Birni Bjarnasyni. Um leið voru settir í skotlínu þeir þingmenn ungir, sem á þeim tíma studdu myrkraverkið í Ráðhúsinu.
Geir H. Haarde hafnar því að hann hafi skipulagt aðförina að Birni. Farsakenndur fundur hans í Valhöll viku fyrir prófkjör var örvæntingarfull tilraun til að dylja slóð skæruliða Þórðunga, sem lá beint að tjaldbúðum Geirs. Vísast er það rétt, að Geir lagði ekki á ráðin. En aðförin að Birni var gerði í skjóli aðgerðarleysis hans. Don Gullfreð minnti helst á fræga persónu í trílógíu Francis Ford Coppola um ættina frá Corleone á Sikiley, þegar lagt var til atlögunnar að Birni, og skutilsveinunum Sigurði Kára og Birgi Ármannssyni refsað um leið.
Atlagan hófst með því að nánasti trúnaðarmaður Davíðs, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri flokksins, var rekinn einsog hundur út úr Valhöll. Í staðinn var ráðinn lögfræðingur, sem var þekktur fyrir það eitt að hafa skrifar árásargreinar á Björn Bjarnason. Það var í stíl við annað að þær höfðu birst á vefriti undir ritstjórn fóstursonar Geirs H. Haarde. Hinn nýi framkvæmdastjóri, Andri Óttarsson, er á vefsíðum starfsmanna dómsmálaráðuneytisins kallaður Klandri, sem sýnir á hvaða stigi samskipti vængja Björns og Geirs eru.
Það er einfaldlega útilokað að Guðlaugur hafi lagt til atlögu gegn Birni nema í besta falli með þegjandi samþykki formannsins - í versta falli hvatningu hans. Í því samhengi er rétt að undirstrika að þríeykið Andri, Borgar og Guðlaugur Þór er þekktasta valdabandalag seinni tíma innan SUS, og helstu trúnaðarmenn núverandi formanns í yngri kanti flokksins.
Davíð Oddssyni tókst hið ómögulega. Eftir áratuga sundrungu í Sjálfstæðisflokknum náði hann að berja saman arma Sjálfstæðisflokksins og gera úr þeim bardagahæfa, sameinaða heild. Á örskömmum tíma hefur Geir H. Haarde tekist að berja flokkinn aftur í sundur. Gamalkunnir armar vaxa nú sem óðast á kolkrabbann. Þegar eru hafin átök sem snúast um persónur og persónulegar hefndir. Atburðir helgarinnar, þar sem leifunum af pólitísku dánarbúi Davíðs Oddssonar var hent einsog hverju öðru rusli á öskuhauga sögunnar, staðfesta þann klofning sem er að verða innan Sjálfstæðisflokksins.
Það er ekki nóg með að nýja flokkseigendafélagið hafið hlaðið Birni Bjarnasyni. G-klíkan nýja, þar sem Guðlaugur Þór ber öxi Geirs, lagðist af fullum þunga gegn þeim þingmönnum tveimur, Sigurði Kára Kristjánssyni og Birgi Ármannssyni, sem Davíð sagði í viðtali við Viðskiptablaðið að hefðu einir gengið með sér undir höggið í fjölmiðlamálinu. Í darraðardansi helgarinnar var ekki síst verið að gjalda Davíð rauðan belg fyrir gráa Ráðhúsbelginn.
Hin öfluga maskína G-klíkunnar vann gegn bæði Sigurði Kára og Birgi meðfram stórskotaliðsárásinni á Björn. Geir gerði það auðvitað ekki persónulega umfram það að láta atlöguna afskiptalausa. Það er áhrifarík stjórnunaraðferð ef svo ber undir. Guðlaugur Þór notaði skjólið sem í því fólst til að stýfa vængi efnismanna, sem hugsanlega hefðu í krafti verðleika og frammistöðu á Alþingi - þar sem þeir mæta báðir í vinnuna sína - getað veitt honum keppni um frama og sæti í ríkisstjórnum. En þeir voru í röngu liði. Þeir voru Davíðsmenn líkt einsog Gísli Marteinn sem Guðlaugur sló líka af gegnum baktjaldamakk í átökunum um Borgina. Gömul tengsl við Davíð virðist versta eitrið í beinum skæruliðanna sem stjórna nú Valhöll - í skjóli afskiptalauss formanns.
Þríeykið Gullfreð, Klandri og Borgar, einsog skæruliðar Geirs heita á bloggi dómsmálaráðuneytisins, eiga eftir að reyna á mörðu skinni að Engeyjarættin hefur ekki sagt sitt síðasta. Ættarlaukur hennar, Bjarni Benediktsson, er einn efnilegasti ungi stjórnmálamaður Sjálfstæðisflokksins í dag. Hann mun örugglega keppa um forystuhlutverk fyrr en seinna. Keppinautur hans verður að öllum líkindum sá sem hlóð Birni Bjarnasyni svo glæsilega en glæfralega á helginni. Helsti trúnaðarmaður Geirs í fjölmiðlastétt, Þorsteinn Pálsson, hefur þegar smurt hann til arftökunnar.
Guðlaugur Þór hefur hins vegar - einsog Gunnar Thoroddsen á sínum tíma - nú náð þeim áfanga að eignast ævilanga andstæðinga í jafnt Engeyjarættinni sem þeim ungu þingmönnum sem hann tók þátt í að lúskra í nýliðnu prófkjöri. Sigurður Kári og Birgir Ármannsson, eiga einsog Bjarni Benediktsson, eftir að vera lengi á dögum í stjórnmálum.
Óbilgirni dregur yfirleitt langan slóða í póltík. Svartur á alltaf leik. Þingmennirnir sem nú eru blóðrisa eftir svipugöng Don Gullfreðs munu veita Engeyingnum af öllu sínu afli þegar hann tekur slaginn við Guðlaug Þór. Þannig báru vígaferlin í prófkjörinu um helgina með sér sáðkorn nýrrar sundrungar, sem einsog sú sem hófst með Gunnari Thoroddsen 1952 kann að magnast og standa áratugum saman. Enginn sér það fyrir í dag. Eitt sjá allir: Sjálfstæðisflokkurinn kemur blóðrisa og lemstraður út úr einhverju illvígasta prófkjöri í Reykjavík sem elstu menn muna.
Um hvað snérist það? Ekki um pólitík. Það snérist um nákvæmlega það sama og hratt af stað hinum langvarandi átökum milli arma Geirs og Gunnars. Persónur - og persónulegar hefndir. Davíð og Björn stálu fyrir allra augum leiðtogahlutverkinu af Ingu Jónu, helsta ráðgjafa formanns Sjálfstæðisflokksins og konunnar sem fæddi í þennan heim skæruliðann í stjórn SUS - í þann mund sem hún gat gert sér vonir um að ná langþráðum stóli borgarstjóra. Það var heimskulegt, og ódrengilegt gagnvart frábærri stjórnmálakonu. Þar var ófyrirleitnu valdi blandað við eitruð launráð, svipuð þeim og þegar Gunnar steypti undan Geir á sínum tíma.
Vígsins í Ráðhúsinu er nú fullhefnt. Valnastakkur er allur og á undraskömmum tíma er búið að husla leifarnar af pólitísku dánarbúi Davíðs Oddssonar. Hefndin kostaði það hins vegar að Sjálfstæðisflokkurinn er aftur sundraður einsog fyrir daga Davíðs. Valhöll er í höndum stjórnlausra skæruliða, Klandra, Don Gullfreðs og formanns SUS. Í prófkjörinu var sáð fræjum sundrungar, og ungir menn voru vegnir að óþörfu.
Inga Jóna Þórðardóttir, besti borgarstjórinn sem Sjálfstæðisflokkurinn eignaðist aldrei og móðir Borgars Bjarnabana, getur horft með móðurlegu stolti yfir valinn og séð að sæmd hennar var varin af áfergju og heift. Þar var engu til sparað en öllu kostað.
Höfundar jafnt Sturlungu sem trílógíunnar um Don Corleone hefðu talist fullsæmdir af söguþræði sem þessum.
Baldur Fjölnisson, 14.1.2009 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.