9.1.2009 | 19:09
Nauðsynlegar aðgerðir
Velta í hagkerfinu er að hrynja, enda skuldakeðjubréfin hætt að berast, og þar með hrynur vinnumarkaðurinn eins og spilaborg. Skuldapappíraframleiðsla hefur til skamms tíma verið mikilvægasta starfsemi hér á landi og sá markaður varð fyrirsjáanlega á endanum margyfirmettaður með afar fyrirsjáanlegum afleiðingum. Lánastarfsemi felst í rauninni bara um að framselja ákveðinn kaupmátt, þegar allt kemur til alls. Þú öðlast ákveðinn kaupmátt þegar þú færð lán (og kaupmáttur lánveitandans skerðist að sama skapi) og síðan tapar þú honum aftur eftir því sem lánið er greitt. Skuldapappíraframleiðsla bankanna byggðist að miklu leyti á því að þeir fengu að láni skammtímakaupmátt á góðum kjörum hjá erlendum skammtímakaupmáttarheildsölum og endurlánuðu það í smásölu sem langtímakaupmátt. Þetta er svo sem ágætis skím á meðan það gengur og hægt er að ljúga það áfram með helstu veruleikahönnuðum almennings, siðlausum raðlygurum í pólitík og á ruslveitum og öðrum bílasölum hér og þar.
Skuldapappíraframleiðslan skapaði hrikalegar fjármála- og eignabólur sem ýmist hafa gufað upp eða munu gera það á næstunni. Og hún bjó til ævintýralegt þjónustuhagkerfi þar sem stór hluti vinnuaflsins þjónar undir rassgatið á sjálfu sér og hvor öðru á ótrúlega fjölhæfan hátt. Þegar keðjubréfin stoppa og harðnar á dalnum hætta menn að sjálfsögðu að eyða peningum í hundasálfræði og árulækningar og 150 þúsund króna frakka og annað í þeim dúr og huga í þess stað að brýnustu nauðsynjum. Yfirskuldsett þjónustuhagkerfi er beisíkalli það sem vilt síst af öllu standa uppi með þegar skellur á kreppa í kjölfar yfirmettunar skuldapappíramarkaðar. Hmm, þetta gæti kannski kallast Annað hagfræðilögmál Baldurs, það gæti náttúrlega verið það fyrsta en annað hljómar einhvern veginn betur. En nú verð ég að hlaupa og fer því yfir nauðsynlegar aðgerðir í athugasemd hér aðeins síðar. Góðar stundir.
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Björgvin Gunnarsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
FreedomFries
-
Fríða Eyland
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gils N. Eggerz
-
Gullvagninn
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gísli Hjálmar
-
Hagbarður
-
Halla Rut
-
Haraldur Haraldsson
-
Hilmar Kári Hallbjörnsson
-
Hlekkur
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ragnarsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Karl Tómasson
-
Kári Magnússon
-
Loopman
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Promotor Fidei
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sandra María Sigurðardóttir
-
SeeingRed
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Þórðarson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
el-Toro
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
TómasHa
-
Túrilla
-
Upprétti Apinn
-
gudni.is
-
haraldurhar
-
proletariat
-
Ívar Pálsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Ónefnd
-
Óskar
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórir Kjartansson
-
Arnar Guðmundsson
-
Bara Steini
-
Birgir R.
-
Birgir Rúnar Sæmundsson
-
brahim
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Dingli
-
eysi
-
Gestur Kristmundsson
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
kreppukallinn
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Neo
-
Orgar
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rauði Oktober
-
Skákfélagið Goðinn
-
Sveinn Þór Hrafnsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Börn með "gráður" úr gerviháskólum "á háskólastigi" en án raunverulegrar menntunar og heilaskemmdir og löngu útrunnir miðaldra ruglustrumpar sáu um að ljúga þetta fyrirfram dauðadæmda skím áfram. Með aðstoð nytsamra sakleysingja og annarra álitsgjafa og og veruleikahönnuða. En það þýðir ekkert að setja á stofn hóruhús og láta síðan sömu hórurnar verða helst ellidauðar í djobbinu (veruleikahönnuninni. Það er vonlaust viðskiptamódel. En samt erum við hér og þær eru þarna ennþá og ljúga alveg blákalt um sitt ástand, nei nei í þessu húsi er ekki hægt að keyra hummer um afturendann á staffinu. Og við verðum meira að segja að borga þeim múltí fyrir að vera þarna þótt þær séu löngu hættar að trekkja. Hversu ruglað er það? Er ekki kennd besík siðfræði í öllum þessum gerviháskólum? Hvað hefur eiginlega verið í gangi í atvinnuleysisgeymslum hins opinbera?
Baldur Fjölnisson, 9.1.2009 kl. 19:47
Það er að sjálfsögðu ekki snjóboltaséns í helvíti að þeir sem sáu um að ljúga áfram þetta fyrirsjáanlega dauðadæmda fjármálasvindl hér muni síðan lækna það allt saman og leiða oss inn í nýja útópíu í stað þeirrar sem varð snögglega fallít undir þeirra stjórn. Yfirleitt má telja það nokkuð góða þumalputtareglu að handónýtt staff beri að reka. Nema náttúrlega að þetta ónýta lið sé í rauninni nytsamt í einhverjum tilgangi fyrir einhverja kerfiseigendur og aðra kostendur þess. Kannski er einhvers konar samsæ... afsakið samráð í gangi. Hvers vegna púkka menn upp á vonlaust staff? You tell me.
Baldur Fjölnisson, 9.1.2009 kl. 20:09
Annars er ágætt að þeir grillist svolítið í embættunum sínum þessir andskotar, þess lengur sem þeir sitja, þess meira grillast þeir. Hvorki þeir né almenningur gera sér enn grein fyrir hvað er framundan.
Ég er ekki frá því að 30% fyrirtækja fari á hausinn á árinu. Maður áttar sig ekki alveg á snillingunum þarna í Seðló. Augljóslega eru þeir markvisst að rústa ofurskuldsettu atvinnulífinu með vöxtunum.
Heilbr.ráðherra á að skera niður 7 milljarða og er núna að skera niður fyrsta milljarðinn og það er allt orðið vitlaust. Hvernig ætli honum muni ganga að skera niður hina 6 milljarðana. Síðan á næsta ári þarf að skera miklu meira niður.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 22:40
þetta er ótrúlegt ástand og auðvitað þarf að moka flórinn bæði í alþingi og ríkisstofnunum sem eru ábyrgar.
En talandi um það, Ólafur Örn, hagfræðingur og andmótmælandi var svo óheppinn að persónugerast í þessu máli, mest á eigin ábyrgð. Það þekkir þú eflaust. Fjölmiðlar hafa verið afar áhugalausir um að fjalla um mál bræðranna, en DV birti þó smá dálk á síðu 2 í gær.
Online útgáfan er hér http://www.dv.is/frettir/2009/1/9/allsgadur-innan-um-motmaelendur/
Í online útgáfuna vantar athygliverðann punkt, það er fjallað um hvernig fólk er að krefjast afsagnar þeirra bræðra úr opinberum stöðum, en svo segir í fréttinni og án frekari útskýringa, að Ólafur Örn Klemensson sé bara alls ekki opinber starfsmaður.
Hvað meina þeir? Er seðlabankinn ekki opinber stofnun? Er þetta eins og Federal Reserve, einkabanki?
Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 10:07
Já, þetta er athyglisvert með Óla Klemm og Seðlabankann. Bankinn er augljóslega eign DO og klíku hans.
Þeir geta látið prenta peninga eins og þeir vilja, en samt þurftu þeir 285 milljarða frá ríkinu um daginn.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 18:40
Þú átt ávallt mjög vel orðaðar og innihaldsmiklar greinar Baldur. Hættan að peningakerfið sjálfdauða sem er haldið í 50 trilljón króna öndunarvél (peningaprentara?) gæti lifað af er minni en minnsta eind í atómi þ.e.a.s. ef allir væru upplýstir um virkni þess. Hættan er að fólk rígheldur fast í það því að það heldur að það sé ekki til eitthvað annað en fattar ekki að kerið sjálft er í eigu mjög fárra aðila og stýrt með blóðugri græðgi. Krónan er alþjóðlegur gjaldmiðill og því ekki í eigu Íslendinga heldur alþjóða bankafjölskyldna og bresku krúnunar. Þau + okkar ríkisstjórn + gráðugu brúðurnar sem stýrðu fjármálakerfinu bera ábyrgð á hruni hagkerfis okkar. Lausnin er sú að við hendum krónunni og tökum upp okkar eiginn gjaldmiðil, sem er meira líkur traustneti en seðlabankakerfi. Kær kveðja og lifi byltingin!
Alfreð Símonarson, 11.1.2009 kl. 03:17
þannig verður það - þeir sem standa fast í fæturnar af eigin rammleik halda velli, hinir eru gerðir upp og fara á hausinn og verða fátækir og öllum seðladjöflum er sama um það.
doddy hefur talað
doddý, 11.1.2009 kl. 18:01
Dabbi hefur alltaf verið leppur, bæði leppur Engeyjarmafíunnar og LÍÚ hér heima og síðan eru ekki nema nokkur misseri síðan geðdeild íhaldsins gafst upp á að monta sig á því að flokkurinn væri "systurflokkur" repúblikanaflokksins í BNA. Þannig að það er löng leppahefð þarna og kemur ekki til af góðu að maður hefur verið að tala um að mætti keyra Caterpillar jarðýtu um þið vitið hvað á þessu leppadóti. Síðan hlaupa náttúrlega einhverjir smáleppar og snatar gjammandi um borg og bý fyrir leppana. Óli Klemm minnir þar með mest á svepp sem þrífst á fló sem aftur nærist á stórum hundi.
Annars var ég samtíða þessum spekingum öllum í menntaskóla, Dabba og Geir og Óla Klemm en hef lítið sem ekkert haft af þeim að segja síðan. Hagkvæmast væri fyrir þjóðarhag að senda þá alla í heilaskimun og síðan í viðeigandi vistun, tel ég.
Baldur Fjölnisson, 12.1.2009 kl. 17:01
Já, það sem ber lífsnauðsynlega að gera allra fyrst er:
1. Hreinsa alveg út úr förgunarúrræðunum þríátta um Arnarhól og nýta húsnæðið sem a) fyrir erlent staff sem yrði ráðið til 5-10 ára til að rétta við ástandið hér. Þar sem um fólk með fulla starfsgetu og vitsmuni yrði að ræða myndi losna heilmikið húspláss sem mætti þá nýta sem b) kombínerað spilavíti og hóruhús ! Þannig væru slegnar nokkrar flugur í einu höggi, það er skotið sterkri stoð undir ferðamannaiðnaðinn hér á landi, fundin verkefni fyrir tónlistarhorrorinn og forsmánina austan við hann og í rauninni væri bara um stigsbreytingu á starfsemi að ræða. Einnig mætti hugsa sér Arnarhvál sem bráðabirgðafangelsi enda ljóst að brátt þarf að handtaka þúsundir eftir nauðsynlega eignakönnun og allsherjarrannsókn á þessu þjóðargjaldþroti. Ég kalla gott ef helmingur þingmanna á álþingi lafir enn í embætti eftir hálft ár hvað þá öll þessi eymd sem skipar ríkisstjórnina.
Baldur Fjölnisson, 12.1.2009 kl. 17:16
líst ágætlega á þessi áform um svörtuloft. ég held að Óli Klemensson sé bara ekki lengur hjá seðlabankanum, sé engin rit eða greinar frá honum síðan 2007.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.