21.12.2008 | 19:11
Töluverð verðhjöðnun á heimsvísu líkleg út næsta ár amk.
Helsta ástæðan er hroðaleg offramleiðslugeta á heimsvísu og verður hún beinlínis katastrófísk núna þegar dregur verulega úr eftirspurn i meira og minna gjaldþrota hagkerfum vesturlanda en asíska framleiðsluvélin heldur áfram á fullu. Kínverjum er í raun nauðugur einn kostur að halda sinni framleiðslu áfram á fullu, enda væri voðinn ís ef tugmilljónir misstu vinnuna þar núna. Það myndi leiða til alvarlegs óróa innanlands og áreiðanlega átaka sem erfitt væri að sjá fyrir endann á. Sama vandamál blasir við valdaelítum annarra Asíulands, þær halda vart völdum lengi dragist framleiðsla fyrir vesturlandamarkað saman. Þannig að þessi hagkerfi munu framleiða á lager meðan hægt er og þar sem tæknivörur verða fljótt úreltar mun þeim sjálfsagt verða dömpað í stórum stíl með vorinu eða í sumar og verðið þar með gjörsamlega hrynja.
Þegar fjármálabólur springa og hjaðna fylgir því skiljanlega almennt verðhjöðnun enda búið að lána öllum plús hundinum fyrir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum án tillits til þess hvort þeir hafa möguleika á að borga lánin. Yfirmettaðir markaðir þýða fallandi verð, það er engin leið framhjá því. Látið því ekki fjármálamaskínuna, verslunarmenn og pólitískar eignir þess svíkja inn á ykkur neinum verðbólguhugsunarhætti núna. Kaupið helst ekki nema með afslætti enda verður næsta ár ein allsherjar brunaútsala hjá gjaldþrota verslunum. Verðhjöðnun er nefnilega það allra síðasta sem skuldum drifin hagkerfi þurfa á að halda. Skuldabyrðirnar krefjast hás atvinnustigs og sífellt hækkandi launa og verðhjöðnunin drepur niður verðhækkanamöguleika fyrirtækja og þar með möguleika þeirra til að hækka laun og bæta við sig fólki. Síðan er svo til öll framleiðsla og iðnaður dautt fyrir löngu og landslýðurinn starfar að mestu við að þjóna undir rassgatið á næsta manni auk tröllvaxins ríkisbatterís og tilheyrandi skattpíningar. Slíkt kerfi hrynur geysilega fyrirsjáanlega eins og spilaborg þegar þegur kemur bakslag í seglin og tjónið verður því meira sem klikkaðra dót í æðstu stöðum hefur lengur afneitað þessum augljósu staðreyndum. Nú stendur þetta dót með allt niður um sig í fallít búi og situr enn við völd eins og ekkert hafi í skorist enda eiga þessi mannlegu gjöreyðingarvopn eftir að ljúka sínu ætlunarverki; gjöreyða þessu hagkerfi. Góðar stundir.
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 116441
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Björgvin Gunnarsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
FreedomFries
-
Fríða Eyland
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gils N. Eggerz
-
Gullvagninn
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gísli Hjálmar
-
Hagbarður
-
Halla Rut
-
Haraldur Haraldsson
-
Hilmar Kári Hallbjörnsson
-
Hlekkur
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ragnarsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Karl Tómasson
-
Kári Magnússon
-
Loopman
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Promotor Fidei
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sandra María Sigurðardóttir
-
SeeingRed
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Þórðarson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
el-Toro
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
TómasHa
-
Túrilla
-
Upprétti Apinn
-
gudni.is
-
haraldurhar
-
proletariat
-
Ívar Pálsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Ónefnd
-
Óskar
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórir Kjartansson
-
Arnar Guðmundsson
-
Bara Steini
-
Birgir R.
-
Birgir Rúnar Sæmundsson
-
brahim
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Dingli
-
eysi
-
Gestur Kristmundsson
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
kreppukallinn
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Neo
-
Orgar
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rauði Oktober
-
Skákfélagið Goðinn
-
Sveinn Þór Hrafnsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Núna gildir því almennt að fresta innkaupum á öllu nema því nauðsynlegasta. Og alls ekki kaupa á afborgunum enda út í hött að stofna til skulda til að kaupa varning sem er fallandi í verði. Núna ber absólútt að safna reiðufé og bíða eftir kauptækifærum. Auk verðhjöðnunar í verslunarvöru liggur algjörlega fyrir að verð húsnæðis og bíla mun hrynja á næstu mánuðum, það getur ekki annað; kaupahliðin er fyrir löngu yfirfyllt og rúmlega það og þá kemur að seljendunum eins og alltaf á yfirkeyptum mörkuðum. Dauður markaður getur aðeins lifnað við með afslætti, verðfalli, það segir sig sjálft.
Baldur Fjölnisson, 21.12.2008 kl. 22:32
Gunnar Rögnvaldsson er búinn að þýða spá SAXO bank fyrir næsta ár.
SP vísitalan niður um 44% til viðbótar við núverandi fall sem er nálægt 40% á þessu ári.
Olían niður í $25. Hrávörur niður um 30%.
Ég er persónulega á því að hlutabréfamarkaðurinn í Evrópu og Bandaríkjunum sé búinn að taka út megnið af sínu falli nú þegar, en það er greinilega allt til í þessu.
Líklegt er að Bretar lendi í miklum vandræðum.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 23:31
Ég hugsa að Alcoa fari fyrst á hausinn af stóru málmbræðslunum enda er um 60% af bræðslu félagsins staðsett í BNA og það þolir því illa hækkandi dollar auk hrynjandi eftirspurnar eftir áli.
Baldur Fjölnisson, 22.12.2008 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.