Andlát efnahagskerfis heimsins: Baltic Dry Index hefur hrunið 95% síðasta hálfa árið

Þessi vísitala mælir kostnað við flutning hráefna svo sem kola, járns ofl. sem notuð eru við hvers konar framleiðslu. Eftirspurn eftir þessum efnum hefur því hrunið gjörsamlega ásamt flutningskostnaðinum og þar sem þetta hefur verið að gerast síðustu mánuði er iðnframleiðslan sjálf augljóslega að hrynja og blasir í raun við að hún muni að mestu gufa upp á næstunni. Hrun eftirspurnar eftir hráefnum sem notuð eru við framleiðslu leiðir hrun framleiðslunnar sjálfrar eins og gefur að skilja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvað skildi þetta þýða fyrir daglegt líf fólks?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.12.2008 kl. 16:03

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hrynjandi framleiðsla þýðir aukið atvinnuleysi og tekjumissi og gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja, það segir sig sjálft.

BDI er einn merkasti framvirki efnahagsvísirinn enda birtast breytingar á framleiðslu og veltu í framleiðsluiðnaði áður í veltu og flutningum hráefna. Efnahagskerfi heimsins hefur orðið ótrúlega snögglega sjálfdautt á síðustu mánuðum og tel því líkurnar á nýju stóru terrorhollywoodsjói og nýjum stríðum á næstu mánuðum algjörlega yfirgnæfandi. Jafnframt er líklegt að styttist í opinber gjaldþrot stærstu efnahagskerfa heimsins, Bretland fer trúlega fyrst þeirra á hausinn en Ítalía, Spánn, Sviss og Bandaríkin eru fast á hælum Bretanna. Þetta er mest spurning um hvaða dómínókubbur fellur fyrst, eftir það mun restin fljótlega hrynja eins og spilaborg. Þjóðargjaldþrotið hér var slæmur fyrirboði um annað miklu stærra.

Baldur Fjölnisson, 19.12.2008 kl. 16:15

3 identicon

Eins og fyrri daginn, eru hér afburða greiningar á stöðunni.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 16:32

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég á von á áframhaldandi verðhruni hráefna og framleiðsluvara enda heimurinn algjörlega að drukkna í offramleiðslugetu og allt mettað út úr öllu korti. Þegar spekúlasjónabólur springa fylgir því að sjálfsögðu verðhjöðnun vegna þess að markaðurinn er allur kominn á skjön, hann er yfirkeyptur og þegar allir kaupendur eru búnir að birgja sig upp að fullu þá kemur söluhliðin til skjalanna og bólan hrynur gjörsamlega. Við höfum séð þetta í skuldapappíraframleiðslunni hér, hlutabréfabólunni og munum brátt sjá húsnæðismarkaðinn gufa upp og þetta hefur einnig birst í alþjóðlegum hrávörumarkaði. Verðhjöðnun er algjört eitur fyrir skuldum drifin kerfi þar sem hún eyðileggur verðhækkanamöguleika fyrirtækja og þar með möguleika þeirra til að hækka laun og bæta við sig fólki. Það er óttinn við verðhjöðnun sem er að reka nánast alla seðlabanka með stýrivexti sína niður í núll, nema auðvitað í einstaka ávaxtalýðveldi þar sem einhverjir geðsjúklingar eru við völd og stjórnast fyrst og fremst af lyfjagjöfum en alls ekki af umhyggju fyrir fólki og fyrirtækjum. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 19.12.2008 kl. 17:07

5 identicon

Það er svo gríðarleg fjárþörf á mörkuðunum að menn selja allt sem hægt er að selja, bara til að fá pening til að fjármagna fyrirtækin aðeins lengur. Ég gæti trúað að olían sé komin á botninn núna, og fari að stefna upp á við. Ég hef verið að spá í að kaupa olíu þarna á Etrade. Það er hægt að kaupa hana á alveg sama hátt og hlutabréf.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 17:20

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er hlaupið úr einni bólunni í aðra. Þegar fjármálakerfið fór verulega að hallast í fyrra þá flúðu menn í hráefnin og blésu upp tröllvaxna bólu þar. Þegar dollarinn var í áratuga botni í sumar blésu menn hann upp um 25% og núna er sú bóla að hjaðna. Bandarísk ríkisskuldabréf eru núna í eitthvað 60 ára toppi og ávöxtunarkrafa þeirra því í algjörum botni (gengi og ávöxtunarkrafa hreyfast í gagnstæðar áttir) þótt engar líkur séu á að bandar. ríkið borgi nokkurn tíma þessar skuldir nema þá með verðlausum dollurum. Þetta er bóla sem mun vafalaust springa með braki og brestum á næsta ári.

Baldur Fjölnisson, 19.12.2008 kl. 17:31

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sveinn, varðandi olíuna tékkaðu á þessu:

John Riley: Out of Touch With Reality [PDF] (12/19)

Baldur Fjölnisson, 20.12.2008 kl. 21:21

8 identicon

Ég setti næstum allt mitt á  USO  á föstudaginn. Þetta eru bréf sem trakka sweet crude olíu. Það er aldrei að vita nema þeir setji í gang terrorsjów þessir andskotar, þá rýkur þetta upp.

Þetta er hrikalegt með Baltic Dry Indexinn. Það er eins og öll heimsmaskínan sé að stöðvast.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 22:15

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það kemur náttúrlega ekki til af góðu að seðlabankar heimsins, amk. þeir sem ekki eru beinlínis notaðir sem förgunarúrræði fyrir ónýta pólitíkusa, eru í örvæntingu að keyra stýrivexti niður í núll prósent. Besta leiðin til að hámarka tjónið núna í skuldum drifnum hagkerfum er að hafa hátt vaxtastig og þannig hefur td. verið stefnt að því skipulega að keyra allt í þrot hér á landi og síðan lendir auðvitað allt draslið loksins í "réttum" höndum hjá kostendum og sálufélögum vitfirringanna sem stjórna þessu brjálæðislega ferli.

Baldur Fjölnisson, 20.12.2008 kl. 22:30

10 identicon

Ég hef hingað til hallast að því að þeir séu svona djöfulli heimskir, okkar menn, en það getur allt eins verið að þeim sé borgað fyrir að láta þetta fara svona. DO fékk víst væna summu inn á reikning í Panama fyrir fyrirgreiðslu við DeCode. Hvers vegna gaf hann Landsbankann? Fékk hann ekki eitthvað inn á reikninginn fyrir það líka? Fær hann ekki enn meira fyrir að láta heilt þjóðfélag fara á hliðina? Maður er ekki hissa á neinu nú orðið.

Það stefnir allt í það að hrunið hérna verði miklu meira en nú er orðið. Þeir gera þetta allt eins vitlaust og þeir geta. Evran getur hæglega farið upp í 400 kall. Þá verður létt verk að hirða Landsvirkjun og OR fyrir lítið.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 22:52

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mikilmennskubrjálæði og valdasýki held ég að ráði þarna mestu. Síðan bætist við krónísk eitrun af kvikasilfri, áli og öðru góðgæti sem það ruglaðasta af þessu liði hefur fengið í sig reglulega og eftir áætlun í 40 ár eða lengur. Þetta hafa lengi verið mikilvægustu menn landsins, amk. í eigin kolli og aftaníossa þeirra, og það hefur þýtt reglulegar flensusprautur allan þennan tíma. Síðan bætast við ótal sprautur vegna endalauss flækings um heiminn auk annarra lyfja og síðan er auðvitað viskí því eitraðra sem það er eldra. Ætli lyfjasaga verstu flakanna fari ekki smám saman að leka út á nýja árinu. Það er náttúrlega glæpsamlegur ábyrgðarhlutur og jaðrar hugsanlega við landráð og í skársta falli alvarlegt tilræði við almenning að hafa þetta við völd eins og hver maður ætti orðið að vera farinn að sjá. En tjónið af þessu hefur til þessa verið í raun barnaleikur miðað við það sem við munum sjá á næsta ári. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 21.12.2008 kl. 17:15

12 identicon

Þeir eru flestir á geðlyfjum þessir andskotar, eitthvað mismundandi sterkum. Sumir bara á róandi, aðrir á sterkara. Einn var settur inn á deild um daginn og sprautaður niður. Sá er kominn aftur til "starfa".

Síðan er enginn smá drykkjuskapur á þessu liði. Þeir líta ekki við öðru en viskí og koníaki. Það eru hroðalegar efnablöndur sem eru með etanólinu í þessum "fínu" vínum.  (Mig minnir að þú hafir fjallað um þetta fyrir nokkru.)

Það eru erfðafræðileg tengsl á milli alkóhólisma og stjórnunarhæfileika. Þess vegna er óeðlilega hátt hlutfall alkóhólista meðal stjórnanda. Þessir menn eru allir stórskemmdir á sálinni, en eiga auðvelt með að ná tökum á fólki.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 19:47

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Menn hljóta að vera snarklikkaðir til að vera með 18% stýrivexti í hagkerfi sem er með hrynjandi atvinnustig, algjörlega mettaðan markað á öllum sviðum og því bullandi verðhjöðnun í pípunum. Þetta er dæmigerður spírall niður á við eftir sprungna fjármála- og skuldapappírabólu. Öll önnur gjaldþrota hagkerfi vesturlanda eru á hraðri leið með stýrivexti seðlabanka niður að núll prósentum af skiljanlegum ástæðum.

Baldur Fjölnisson, 21.12.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband