Lög um gjaldeyrishöft (meðvituð gengisfelling til viðbótar við gengishrun -BF) skelfileg mistök

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir setningu laga um gjaldeyrishöft skelfileg mistök og afnema beri lögin hið snarasta. Þau muni hafa þveröfug áhrif miðað við tilgang þeirra og leiði til þess að gjaldeyrir skili sér ekki til landsins.

Alþingi setti lög um ströng gjaldeyrishöft aðfararnótt síðast liðins föstudags. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru lögin sett að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Komið hefur í ljós að lögin hindra meðal annars að erlendir fjárfestar komi með hlutafé í íslensk fyrirtæki.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins óttast ekki gjaldeyrisútstreymi verði lögin afnumin, en margir óttast að erlendir aðilar selji krónubréf sín upp á hundruð milljarða í einum kvelli um leið og færi gefst.

Hann segir að lögin muni leiða til þess að minni gjaldeyrir komi inn í landið og stuðla að útstreymi gjaldeyris.

visir.is 1/12 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband