28.11.2008 | 17:40
IMF setur gjaldeyrislög á krónuna
Stýrivaxtahækkun IMF virkar ekki og krónan hefur hrunið í þessum mánuði þrátt fyrir að vera ekki einu sinni á floti og velta á gjaldeyrisuppboðum IMF í seðlabankanum hefur verið að fara niður í núll sem þýðir að tiltrú pólitískra eigna IMF sem hér eru við völd þar með krónunnar er alls engin. Þessi lög eru því ekkert annað en örvæntingarfálm og það er bara sami bísness og venjulega. Ráðlausir og vanhæfir leppar án minnsta trúverðugleika eru hér við völd fyrir IMF. Þeir hljóta því á næstu mánuðum að vinna að því að leita að heppilegri verkfærum og ég tel nánast öruggt að til kosninga komi í vor, í síðasta lagi.
Gjaldþrota bú þarf ekki á frekari skuldsetningu að halda heldur beinni efnahagsaðstoð og mun sú augljósa staðreynd hitta IMF illilega á hausinn þegar þeir þurfa að takast á við gjaldþrot stórra vestrænna hagkerfa á borð við Bretland og Sviss og Ítalíu, að ekki sé minnst á sjálf Bandaríkin. En hugsanlega verður IMF sjálft rúllað á hausinn við að "bjarga" minni gjaldþrota dæmum áður en að því kemur. Góðar stundir.
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Björgvin Gunnarsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
FreedomFries
-
Fríða Eyland
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gils N. Eggerz
-
Gullvagninn
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gísli Hjálmar
-
Hagbarður
-
Halla Rut
-
Haraldur Haraldsson
-
Hilmar Kári Hallbjörnsson
-
Hlekkur
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ragnarsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Karl Tómasson
-
Kári Magnússon
-
Loopman
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Promotor Fidei
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sandra María Sigurðardóttir
-
SeeingRed
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Þórðarson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
el-Toro
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
TómasHa
-
Túrilla
-
Upprétti Apinn
-
gudni.is
-
haraldurhar
-
proletariat
-
Ívar Pálsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Ónefnd
-
Óskar
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórir Kjartansson
-
Arnar Guðmundsson
-
Bara Steini
-
Birgir R.
-
Birgir Rúnar Sæmundsson
-
brahim
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Dingli
-
eysi
-
Gestur Kristmundsson
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
kreppukallinn
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Neo
-
Orgar
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rauði Oktober
-
Skákfélagið Goðinn
-
Sveinn Þór Hrafnsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Stýrivextir koma eftir verðbólgustigi Baldur. Ekki eftir gengi, - nema náttúrlega í myntbandalögum (pegs og ERM óráði eða þegar maður notar mynt annarra).
Þegar verðbólgan lækkar þá lækka stýrivextir, - nema náttúrlega í myntbandalögum (pegs og ERM óráði eða þegar maður notar mynt annarra).
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2008 kl. 18:14
Jamm og maður er að heyra fimmta árið í röð að stýrivextirnir muni lækka á næsta ári. Sem þýðir eins og áður að þeir muni bara halda áfram að hækka.
Gengi krónunnar hefur augljóslega afgerandi áhrif á verðbólgustigið þar sem hagkerfi okkar byggist að mjög stórum hluta á innfluttum varningi. Eins og í öðrum vestrænum hagkerfum er megnið af framleiðslu fyrir löngu komið til Asíu og við tók framleiðsla skuldapappíra og það kerfi fór afskaplega fyrirsjáanlega á hausinn. Núna sitjum við uppi með vinnumarkað sem að mestu byggist á að einn þjónar undir rassgatið á öðrum og kommúnistar við stjórn hafa hróflað upp ótrúlegum forsjárhyggjubatteríum. Atvinnuleysisgeymslurnar voru því orðnar algjörlega tröllvaxnar áður en kom að raunverulegu atvinnuleysi. Núna hrynur þetta þjónustuhagkerfi eins og spilaborg þegar neytendur þurfa að draga saman seglin.
Til að vinna gegn verðbólgu og halda uppi atvinnustigi þurfum við fyrst og fremst að auka framleiðni. Við þurfum að ná sem allra mestu út úr hverjum einstaklingi, það er eiginlega orðin lífsnauðsyn. Hversu margir í þessu þjóðfélagi eru eiginlega í raunverulegri vinnu sem einhverju máli skiptir fyrir þjóðarbúið? Hversu stórar eru atvinnuleysisgeymslur hins opinbera? Hverju hafa í raun skilað gerviháskólar, sem eru í skársta falli á háskólastigi, sem hefur verið hróflað upp á krummaskuðum hér og þar? Hvað kostar þetta eiginlega? Hvernig verða síkópatískir raðlygarar til? Hvernig tókst að ljúga áfram kerfi hér á landi sem var dæmt til að fara á hausinn? Höfum við verið með alveg heiladautt lið sem menntamálaráðherra sl. hálfan annan áratug einmitt tilþess að skólakerfið hefði frið til að framleiða siðlausa bílasala á færibandi? Allt þetta þarf að greina.
Baldur Fjölnisson, 28.11.2008 kl. 18:45
Það eru víst yfir 100.000 til 150.000 manns á leið út úr Írlandi núna - nútíma farandverkamenn. Það er búist við að GDP Írlands muni pompa niður um mínus 3-4% við það eitt. En Írar eru einnig ennþá að ímynda sér að GDP á hvern mann sem er eftir í þjóðfélaginu muni ekki bíða tjón. Það er eins þeir haldi að enginn hafi þjónustað eða selt þessum 150.000 mönnum neitt. Ég gæti trúað að orðið ísöld muni fá nýja merkingu á vissum slóðum á næstunni, t.d. á Írlandi, Þýskalandi, Spáni, Kína og Japan. Merkel hafnaði öllum hugmyndum um stimulus í dag. Nú verða Frakkar hoppandi.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2008 kl. 18:59
Til að vinna gegn verðbólgu og halda uppi atvinnustigi þurfum við fyrst og fremst að auka framleiðni.
Já það er alveg rétt
Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2008 kl. 19:03
Og svona cirka 10.000 sinnum betri CAPITAL ALLOCATION
Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2008 kl. 19:04
En á hinn bóginn má segja að framleiðniaukning annarra og ótakmarkað vinnuafl þeirra og almenn tæknibylting hafi beint og óbeint stuðlað að okkar eigin hruni. Við höfum sem sagt flutt inn offramleiðslugetu (og meðfylgjandi verðhjöðnun) frá Asíu, sem hefur skiljanlega drepið mest alla innlenda framleiðslu og því höfum við mætt með stórfelldri framleiðslu skuldapappíra sem ollu óðaverðbólgu í verðbréfum og húseignum sem skapaði tryggingar fyrir enn frekari skuldapappíraframleiðslu þangað til búið var að lána öllum og hundinum þeirra líka fyrir öllum hlutum, mögulegum og ómögulegum og sú bóla sprakk. Vandamál okkar og annarra á vesturlöndum hefur verið að framleiðni og framleiðslugeta á heimsvísu óx miklu hraðar en tekjur neytendanna sem þurftu að taka við fjallgörðum af varningi sem hefur hellst yfir heimsbyggðina síðustu áratugina frá Asíu sérstaklega. En samt þarf að halda öllum þessum neytendum í vinnu og þegar megnið af raunverulegri framleiðslu er farið austur þar hvað er þá til bragðs? Jú, það er framleiðsla á skuldapappírum og eignabólur og þjónustuhagkerfi sem gengur svo lengi en var alltaf dæmt til að hrynja þegar ekki var lengur hægt að ljúga það áfram.
Baldur Fjölnisson, 28.11.2008 kl. 19:34
Jamm. Stundum finnst mér að menn horfi fram hjá því að þegar framleiðsla flytst til "ódýrari landa" að þá er verið að meina að vinnuafl sé "ódýrara". En það er bara stór galli að tækniframleiðslan flytst einnig með, því fjárfestingar eru nú einusinni þannig að þær leita þangað sem "hlutirnir eru að gerast" - góðu jobbin flytja svo einnig með - vekstæðið flytst við hliðina á verksmiðjunni því þar er svo mikið "að gerast". En þessi blinda hugsun á "ódýrt vinnuafl" gerir það að verkum að við missum dálítið mikið af möguleikunum til að hátæknivæðast og þróa "lausnir".
Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2008 kl. 19:51
Verðbólga er semt sagt ekkert annað en verðfall pappírssneplanna sem við köllum peninga gagnvart því sem hægt er að kaupa fyrir þá - vegna offramleiðslu peninga (skulda). Síðan er tilgangslaust að framleiða peninga nema hægt sé að lána þá út. Síðan mettast sá markaður á endanum og eftir því sem skuldapappíraframleiðslan hefur verið stórtækari því dýpri verður kreppan sem leiðir af þessum mettaða markaði. Eftir að tiltölulega þróað fjármálakerfi kom til sögunnar fyrir rúmlega 300 árum hafa alvarlegar kreppur af þessum toga riðið yfir á þetta 60-80 ára fresti. Það er bylgja sem sennilega byggist einna helst á því að flestir þurfa að vera dauðir sem geta varað við síðustu kreppu. Gegn þessum sögulegu bylgjum sem byggjast öðru fremur á mannlegu eðli vinna ruslveitur og pólitískar hórur sem vinna að því að svæfa almenning og segja honum að pæla alls ekki í hinu líðna heldur horfa þess í stað fram á veginn.
Baldur Fjölnisson, 28.11.2008 kl. 19:59
Þurfum við ekki að fara að hugsa öðruvísi. Framleiða betri vöru sem endist mun lengur og sem hægt er að gera við og endurvinna. 10 til 20 stunda vinnuvika er meir en nóg.
Rúnar Sveinbjörnsson, 28.11.2008 kl. 20:32
Absalútt.
En það er erfitt og tímafrekt að snúa við hugsun og efnahagskerfi sem byggist á sóun og skuldapappíraframleislu og einnota hugsunarhætti. Síðan hefur apparatið sem kom á þessu fyrirsjáanlega gjaldþrota kerfi skipulega búið til skammaryrði um annað mögulegt fyrirkomulag og þannig hámarkað tjónið sem við búum núna við og horfumst í augu við. Þetta er mafía sem skipulega hefur unnið að því að keyra hér allt í þrot og verið hér við völd forever í því skyni og síðan þegar hennar glæpsamlega hugmyndafræði hrynur til grunna þá vill hún keyra ykkur endanlega í skítinn og eyða restinni af eignum ykkar. Þannig er markmiðið að eyðileggja millistéttina og skapa hér fámenna elítu sem öllu ræður og öllu stjórnar og síðan massa af vinnudýrum og leiguliðum.
Baldur Fjölnisson, 28.11.2008 kl. 21:00
Smá offtopic ... Baldur eru búinn að setja skrá inná sameignina í tækniskólanum sem að heitir elite conspiracy ?
eysi, 28.11.2008 kl. 22:32
Innihaldslaust fýluvæl er góðfúslega afþakkað.
Baldur Fjölnisson, 30.11.2008 kl. 21:41
Þetta var nú bara já eða nei spurning ...
eysi, 2.12.2008 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.