Aðeins 2 milljónir evra seldar á gjaldeyrisuppboði SÍ í dag

Aðeins 2 milljónir evra voru seldar á gjaldeyrisuppboði Seðlabankans í dag. Ekki var öllum kaup- og sölutilboðum tekið. Þegar uppboðin fóru af stað þann 15. október voru 25 milljónir evra seldar en síðan hefur sú upphæð stöðugt farið lækkandi milli vikna en verðið í krónum stöðugt hækkað á móti.

Hæsta kauptilboð í dag nam 183 kr. fyrir evruna sem er lítillega yfir opinberu gengi SÍ upp á tæpa 181 kr. fyrir evruna. Lægsta sölutilboðið nam 177,5 kr. fyrir evruna í dag.

Er uppboðin hófust í miðjum október og 25 milljónir evra seldust var hæsta kauptilboðið upp á 160 kr. og hæsta sölutilboðið upp á 149,5 kr..

Athyglisvert er að á þeim 29 dögum sem uppboðin hafa staðið hefur eru aðeins á fimm dagar þar sem öllum kaup- og sölutilboðum hefur verið tekið. Á öðrum dögum er skráð að ekki hafi öllum kaup- og sölutilboðum verið tekið.

Þá var einn dagur, 11. nóvember s.l. þar sem engin viðskipti urðu á uppboðinu það er engum tilboðum var tekið en þann dag var hæsta kauptilboð 170 kr. og hæsta sölutilboð 172 kr..

Á fyrstu fjórum dögunum sem uppboðin voru haldin seldust rúmlega 84 milljónir evra. Á síðustu fjórum dögum hefur salan hinsvegar numið 15,5 milljónum evra.

Vísir, 24. nóv. 2008 16:30


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband