Sonur Kauphallarstjóra handtekinn vegna gruns um peningaþvætti

Friðjón Þórðarson forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu hf. var handtekinn í gær vegna gruns um stófelld auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Ákvörðun um hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir honum verður tekin síðar í dag. Friðjón er sonur Þórðar Friðjónssonar forstjóra Kauphallarinnar.

Morgunblaðið greinir frá því í morgun að forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá Virðingu sé einnig grunaður um að hafa millifært mörg hundruð milljónir króna frá félaginu inn á bankareikning samverkamanna sinna og um að hafa misnotað trúnaðarupplýsingar til að eiga viðskipti sem teljast óeðlileg miðað við stöðu mannsins.

Þröstur Olaf Sigurjónsson stjórnarformaður Virðingar segir í samtali við Vísi að verðbréfafyrirtækið hafi ekki vitað um málið fyrr en lögregla lagði hald á gögn þar fyrir helgi en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið.

Ekki náðist í Þórð Friðjónsson við vinnslu fréttarinnar.

Vísir, 24. nóv. 2008 13:40


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband