Þegar verið var að einkavæða bankana var helsta skammaryrði landsins "samræðustjórnmál"

Það kom frá mönnum sem trúa á framkvæmdir en nenna ekki að standa í umræðum enda hugmyndafræði þeirra það lasburða að hún leyfir engar umræður. Þess vegna nauðga þeir eigin ruglanda í gegn hvað sem það kostar og ljúga og svíkja það í gegn af forhertum brotavilja og ef það síðan klikkar er það bara óheppni eða einhverjum öðrum að kenna. Það er ávallt mikilvægt að hafa í huga hvaðan menn hafa sína hugmyndafræði, viðhorf og vinnubrögð. Það eru ekki nema fimm ár síðan G.W. Bush gat ekki svo komið á CNN með einhverja visku um Íraksstríðið að D. Oddsson væri ekki hlaupinn með það misilla þýtt í ruslveitu ríkisins að kvöldi. Og síðan fannst eitthvað ónýtt röradrasl og Dabbi og Dóri urðu heimsfrægir í fimmtán mínútur en aðeins í í eigin rugluðu kollum. Og þeir sögðu okkur að pæla ekki í hinu liðna heldur horfa þess í stað fram á veginn. Þetta er nú hugmyndafræðin. Ekki að undra að allt sé runnið beint á hausinn undir stjórn þessarra ruglustrumpa og lærisveina þeirra. Núna segir Þorgerður Katrín okkur að spennandi tímar séu framundan. Hún hefur það áreiðanlega frá geðbiluðum vandamálafræðingum sem maka krókinn á að búa til vandamál, vera með hópefli og grúppuátök og meðvirkninámskeið og sem fyrr eyða einstaklingshyggju og sjálfstæðri hugsun. Þessir geðsjúklingar hafa starfað vel að því að koma okkur á hausinn og munu reyna allt hvað þeir geta til að halda okkur sofandi á meðan restin af eignum okkar verður að engu. Góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þegar Dabbi flutti skýrslu Bush um utanríkismál fyrir tómu álþingi á árinu 2005 varð jafnvel hans eigin flokksmönnum ljóst að það varð að finna förgunarúrræði með fullnægjandi eftirlaunapúnkta fyrir manninn. And the rest is history. Þetta snýst um ákveðna vistun og við verðum öll að súpa seyðið af því. Samt er Davíð enginn allsherjarsökudólgur, langt í frá. Enginn hefur gott af forheimskandi félagsskap, sem ber með sér siðlausa og vonlausa hugmyndafræði, síst af öllu ef viðkomandi hefur bara til málamynda almennt rukkarapróf úr háskólanum, er sem sagt algjörlega án raunverulegrar menntunar. Það má alltaf kenna þokkalegum leikurum allgóðar rullur og nota þá síðan til að ljúga lýðinn fullan.

Baldur Fjölnisson, 18.11.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 116475

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband