Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það hvenær einstaklingar eru “útrásarsöngvarar” og hvenær ekki er sjálfsagt umdeilanlegt.

En hvenær vöru Björgólfarnir og Magnús Þorsteinsson valdir menn ársins af Frjálsri Verslun?

Það var árið 2002. Það að hrópa húrra fyrir einstaklingum árið 2002, þýðir ekki að leggja blessun sína yfir allt sem þeir hafa gert eftir það.

Þá hafði “útrás” þeirra fyrst og fremst falist í því að reka bjórverksmiðju í Rússlandi. Síðan komu þeir heim og keyptu ráðandi hlut í Landsbankanum, sem þegar húrrahrópin gullu þarna hafði varla tekið þátt í neinni útrás. ICESAVE var ennþá 4. ár inn í framtíðina.

Síðan eru tvær klippur frá tíð Davíðs sem utanríkisráðherra 2005. Þá var að vísu komin nokkur “útrás” til sögunnar, en ekkert þó í líkingu við það sem síðar varð. Það hefði líklega þótt nokkur tíðindi ef utanríkisráðherra hefði talað það niður að Íslensk fyrirtæki störfuðu á erlendri grund.

Raunar er það engan veginn réttlætanlegt að setja öll Íslensk fyrirtæki sem starfa á erlendris undir einn “útrásarhatt”. Það sést á því hve umræða á Íslandi er gjarnan grunn og einhæf. Þar eiga Íslenskir fjölmiðlar mesta sök.

En þetta myndband er ef til vill týpískt fyrir heimskulega Íslenska umræðu. Tekin eru ummæli frá árinu 2002 og hent inn í umræðuna 2008, með þeim formerkjum að þessi ummæli eigi að sýna að verk og staða þessarra manna (Björgólfanna) hafi verið með hvatningu og velvild Davíðs Oddsonar sem hafi hvatt þá áfram í “útrásinni” með húrrahrópum.

Þú hlýtur að geta gert betur en þetta Baldur, eða hvað?

G. Tómas Gunnarsson, 18.11.2008 kl. 18:59

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Davíð hæpaði einkavæðingu og útrás á meðan hann var í pólitíkinni og þegar hann kom í seðlabankann viðurkenndi hann (í kellingaspjallinu þarna á sunnudögum í ruslveitu ríkisins í denn) að hann hefði verið "vitlausasti maðurinn á staðnum og ekkert botnað í sérfræðingatalinu í seðlabankanum".  Sem er fremur undarlegt þar sem maðurinn hafði verið forsætisráðherra í heil fjórtán ár og talað við ótal sérfræðinga úr seðlabankanum og sjálfsagt lesið líka ótal skýrslur frá þeim en það hafði sem sagt allt farið inn um annað og síðan beinustu leið út um hitt án viðkomu. Það er að sjálfsögðu ekkert annað en skemmdarverk og eiginlega terrorismi að setja algjörlega óhæfa menn í æðstu stöður peninga- og fjármála þjóðarinnar og afleiðingar þess ættu ekki að koma á óvart. Að sjálfsögðu reyna slíkir skipbrotsmenn alltaf að finna sér kóara og ljúga og blekkja sig áfram fram í rauðan dauðann en ég kaupi nú ekki þeirra væl. 

Baldur Fjölnisson, 18.11.2008 kl. 19:34

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Og svo held ég að Davíð sé að misskilja almennt hlutverk auglýsingaruslpósts (sem enginn heilvita maður kallar lengur því hátíðlega nafni fjölmiðla) og  hann sé í hentugleikaskyni að reyna að búa til hlutverk fyrir þennan ruslpóst sem er fyrir löngu fyrir bí - enda um ruslpóst að ræða sem er skipulega mannaður í því skyni. Ef þú rekur hóruhús hefurðu náttúrlega ekki skírlífisbelti á staffinu og því síður auglýsirðu eftir fólki sem hefur andstyggð á kynlífi. If you get my drift.

Baldur Fjölnisson, 18.11.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 116475

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband