Þúsund milljarða króna kostnaður - IMF skjalið í heild

Mánudagur 17. nóvember 2008 kl 12:14

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

Dökk mynd er dregin upp af ríkisfjármálum næstu ára í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem DV birtir í dag. Gert er ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs aukist úr 29 prósentum í 109 prósent af vergri þjóðarframleiðslu í lok næsta árs. „Bankakreppan mun því setja opinbera geiranum verulegar skorður og leggja auknar byrðar á almenning á næstu árum.“

Heildarkostnaður ríkisins vegna innistæðutrygginga og endurfjármögnunar viðskiptabankanna svo og Seðlabankans nemur um 1.000 milljörðum króna eða 80 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu. Hreinn útlagður kostnaður gæti orðið minni „að því gefnu að fjármunir endurheimtist með sölu á eignum gömlu bankanna“ eins og segir í yfirlýsingunni.

Samkomulagið við ESB um tryggingar gagnvart innistæðum erlendra kröfuhafa felur í sér auknar álögur á ríkissjóð en ekki er vitað hversu mikið fæst upp í þær af eignum bankanna.
„En vegna mikillar fjármögnunarþarfar og stóraukinnar skuldsetningar ríkissjóðs hyggjumst við draga verulega úr fyrri áformum um að slaka á í ríkisfjármálum á árinu 2009 og halda þeim í lágmarki. Fari svo að tekjur fari fram úr áætlun, hyggjumst við leggja þá fjármuni til hliðar og draga úr hallanum sem því nemur.“

Ennfremur er því lýst í 16. grein að „því miður munu lífeyrissjóðir, innlendir peningamarkaðssjóðir, ýmsir erlendir lánardrottnar og fleir aðilar verða fyrir umtalsverðu tapi í kjölfar hruns einkabankanna. Þar sem skuldir hins opinbera eru þegar miklar er mikilvægt að leggja ekki frekari byrðar á opinbera geirann með því að hann taki slík töp á sínar herðar. Í því skyni munum við hafa samráð við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varðandi aðgerðir er leiða af sér frekari meiriháttar aukningu í kostnaðinum við endurskipulagningu bankanna...“

Fram kemur talsverður ótti við gjaldeyrissveiflur samfara því að krónan verði sett á flot. Stjórnvöld og Seðlabankinn lýsa sig reiðubúin til þess að nota gjaldeyrisforðann til að koma í veg fyrir of miklar sveiflur og að beitt verði tímabundnum gjaldeyrishöftum á fjármagnsviðskipti. Þá lýsa stórnvöld sig reiðubúin til þess að hækka stýrivexti enn meira en í 18 prósent gerist þess þörf.
Lánafyrirgreiðsla sú sem íslensk stjórnvöld fara fram á hjá IMF er um tólfföld hlutdeild og þar með kvóti Íslands í sjóðnum.

Sjá skjalið til IMF í heild sinni

johannh@dv.is

http://www.dv.is/frettir/2008/11/17/thusund-milljarda-krona-kostnadur/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 116475

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband